30 nóvember 2005

Jæja búið að boða mig...

í tvö atvinnuviðtöl og bæði á morgun klukkan 11 og annað um 12.

Tvö gjörólík störf, annað er skrifstofustarf á lögfræðistofu - hljómar spennandi, hitt er á dvalarheimili í Garðabæ í dagvist aldraðra - hljómar ekki eins spennandi.

Hafrún Ásta kveður í bili

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú veist að þú færð þá vinnu sem þú vilt fá, bara spurning um hugarfar! Gangi þér vel ljúfan og mundu að senda ömmu þinni blikk á föstudaginn og kveikja á einu kerti henni til heiðurs, hún hefði orðið 77 ára þá!
Knús Halla

Hafrún Ásta sagði...

Jamm ég veit hef yfirleitt fengið vinnu ef ég hef verið kölluð í atvinnuviðtal. Ég sendi ömmu fallega kveðju í huganum í tilefni dagsins.

Litla Skvís sagði...

Anna Sigga vinkona var að vinna þarna í Garðabænum og hún sagði að það væri rosalega gott að vinna þarna. Gott starfsfólk og yndislegt gamla fólkið!

En gangi þér rosalega vel!

Hafrún Ásta sagði...

Já ég efa það ekki en það sem angrar mig mest eru launin. Því þetta er langt að fara í vinnuna, en plúsinn er að þetta er hlutastarf og gefur mér meiri tíma með strákunum.

Nafnlaus sagði...

Þú gætir líka prófað að sækja um á dvalarheimilinu þarna í húsahverfinu í Grafarvogi ;) hvað eru þetta mörg % ?

Nafnlaus sagði...

ég skrifaði þetta komment fyrir ofan. Anna Þóra

Hafrún Ásta sagði...

60% er dvalarheimili þar?