30 apríl 2006

hvernig er lífið? taktu könnunina.

Ég skoraði hátt í sumu en minna í öðru spurning um að taka sálina í gegn pínu ... En er sátt annars.

This Is My Life, Rated
Life:
7.4
Mind:
6.3
Body:
7.7
Spirit:
6
Friends/Family:
7.7
Love:
9.1
Finance:
7.9
Take the Rate My Life Quiz

25 apríl 2006

skólaverkefni

ekki mín, heldur Hafsteins og nei hann er ekki byrjaður í skóla ennþá. En ég fór í Skólavörubúðina að kaupa mér efnispenna og þegar ég spurði konuna hvort hún ætti fínni enda þá sagði hún ekki já eða nei, heldur svaraði "þetta er taupenni" ég svaraði "já ég veit, en áttu fínni svona penna sem er tekin burt með vatni en ekki hverfur". Og hún sagði Nei ekki ef hann er ekki þarna. Hélt hún að ég væri bjáni.
En já aftur að skólaverkefninu ég fór til að kaupa skriftarbók handa Hafsteini og svona verkefnabók hann er alveg dottinn í að lesa og skrifa og vill endalaust hafa eitthvað þannig að gera. Ég keypti því stafakubba líka svo þeir geti stafað orð og ég get þá stafað orð og beðið hann að lesa úr því. hehe.

Hafrún Ásta sem á duglega stráka ...

24 apríl 2006

heila bók..

Hafsteinn Vilbergs las bókina "Glóa Geimveru og litirnir" alveg upp á eigin spýtur og ég er að springa af stolti .... Hann hefur svo mikinn áhuga á að lesa að hann les aftan á boli móðurinnar og reynir að lesa það sem fyrir ber í kvikmyndum og skiltum. Hann er að verða Lestrarhestur og bókaormur og mér finnst það bara gaman.

Hafrún Ásta stolta mamma sem er ennþá veik ;o)

22 apríl 2006

veikindi

Hér hafa allir fengið einhverja magapest og ég var síðust í röðinni. Og mér leiðist að vera veik en er afskaplega þakklát fyrir Lamba.

Hafrún Ásta sem vonast til að batna fljótt nenni ekki að vera veik.

20 apríl 2006

Hann Hafsteinn er svo fyndinn.

en var ég búin að segja ykkur hvað hann Hafsteinn minn sagði um daginn, þegar hann var að rukka um litlu systir (sem honum langar alveg svakalega mikið í) og pabbi hans missti út úr sér "mamma og pabbi þurfa þá að búa hana til" og fékk áhugamikið svar... "Má ég horfa á þegar þið búið hana til?" og svo "Hvernig gerið þið hárið?" Jamm mjög forvitinn ungur maður, sem heldur að foreldrarnir séu að fara að "föndra eða leira"

Hafrún Ásta föndrari hehe.

17 apríl 2006

Páskar...

Já þeir eru næstum búnir og við búin að gera ótrúlega margt um páskana heimsóknir til Sigríðar Óskar, Sólrúnar á Akranes (þar sem Heiðmar Máni fékk svakalega klórimeðferð frá frænda sínum) svo vorum við upp í bústað með Nonna, Ingibjörgu, Natani Smára og Ronju og það var æði takk öll fyrir skemmtilegan tíma. Nú og svo vorum við bara helling heima líka þar sem við fórum ekki upp í bústað fyrr en á laugardaginn. en í grill til mömmu og pabba á föstudaginn og Hafsteinn í afmæli á laugardaginn og svo bústað brjálað að gera. Hehe

Svo er ég búin að vera svakalega dugleg að gera myndina hennar Ölmu Aspar. sem hefur að mestu leyti verið saumuð í standinum góða. Ja allt því það sem ég saumaði í henni upp í bústað á sínum tíma var allt rekið upp heheh.

Hafrún Ásta sem hefur verið í smá bloggpáskafríi.

12 apríl 2006

Kínversk stjörnumerki

Wood Rabbit - 1915, 1975, 2035

When Wood is exalted in this lunar sign already governed by Wood, it could produce a generous and especially understanding Rabbit who will be too charitable at times for his own good. No doubt he has real and solid ambitions, but often he is intimidated by authority and may choose to ignore mistakes made in his presence in order to maintain the status quo. As a result, others are tempted to take advantage of his sympathetic and permissive attitude.

However, this type of Rabbit usually works out well. He thrives in large corporations or other institutions where he can slowly and diplomatically climb the ladder of success, one rung at a time. Group effort and togetherness appeal to him and give him the kind of security and reassurance he needs. But because of his innate desire to feel part of the group, he may become a but too bureaucratic and hedge when he has to make a decision that might offend people or set a precedent for a controversial case. In his refusal to meddle or take sides, he may end up hurting everyone, including himself. He should be more discriminating and decisive and take the necessary steps to insulate himself against those who prey on his generous nature. As he is one who is able to bend gracefully without ever breaking, this Rabbit will have no trouble fitting in anywhere he chooses.

Hvað segiðið er þetta líkt mér eða ekki???? Endilega segið ykkar skoðun.

10 apríl 2006

Tvær 3 daga vinnuvikur

Það er ekki amalegt. Svo keypti ég páskaeggin í dag því Krónan tók VSKinn af öllum páskaeggjum í dag og á morgun svo endilega nota tækifærið og kaupa ódýrari páskaegg. Annars er lítið að frétta já ekki mikið um að vera.

Idolið já hefði viljað sjá Ínu vinna en ég svo sem sá ekki alla þessa þætti svo ég veit minnst um hver var bestur.

Hafrún bullukolla.

07 apríl 2006

Óvissuferð???

Með vinnunni en það var að vísu ekki mikil óvissu við vissum alveg hvert förinni var heitið. Við fórum í Pool í Lágmúla. Þar var okkur skipt upp í riðla. ég var í riðli með strák sem sem sagðist aldrei hafa tapað fyrir stelpu í neinu. Þessi kjáni þurfti að éta þau orð ofan í sig í gær þar sem hann asnaðist til að skjóta hvítu með á eftir þeirr svörtu sem þýðir tap. Hann tilkynnti mér það seinna um kvöldið að ég væri undartekningin sem sannaði regluna. Þeir tveir fyrstu skutu sjálfir án minnar klaufalegu hjálpar þeirr svörtu of fljótt ofan í. Þann fjórða vann ég alveg sjálf "fair & square". Svo keppti ég við þann sem vann hinn riðilinn einnig með fullt hús stiga. Hann vann en það var nokkuð jafnt í endann ég átti bara eina kúlu eftir. Svo var haldið til Öldu í grill og nú voru góð ráð dýr því ég fékk far með Öldu niður eftir og var því bíllaus en "fékk" far með einum sem hafði fengið sér einn eða þrjá bjóra og bað mig því að keyra OK sagði ég. Nú ekki var bíllinn neitt slor jamm og draumur að keyra þennan RISA jeppa sem var flottur að utan sem innan algjör kaggi. Rúntaði á honum inn í Lindahverfi í Kópavogi eftir rauðvíni í grillið og svo í grillið sjálft. Þessi bíll er 350 hestöfl held ég kaupi ekki þannig sjálf er allt of mikið bara strax komin í 80 og maður tekur ekki eftir því. Svo var spjallað, hlegið og étið ummm Nautalundir, bakaðar kartöflur og salat og svo eftirréttur a la Alda geðveitk gott allt saman. Svo var hlegið meira og svo voru allir leystir út með gjöfum og nágranni minn (hinum megin við götuna) og vinnufélagi skutlaði mér eftir bílnum upp í vinnu og ég fór heim.
Frekar snemma en ég átti líka eftir að föndra tvö fermingarkort og skrifa inn í þau. Svo hafði ég ekki séð strákana frá því um morguninn. Heiðmar Máni var sofnaður en ég gat kysst Hafstein góða nótt. Jamm ótrúlega mikið um að vera í social lífinu hjá manni stundum.

Hafrún Ásta undartekningin sem sannar regluna.

05 apríl 2006

how do you die??? og strumpanöfn


How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 102

You will die in a freak accident involving Ryan Seacrest

Find out how you will die at Quizopolis.com

QuizopolisSmurf Name

Your Smurf Name is
Clumsy Smurf
Get Your Smurf Name at Quizopolis.com

Quizopolis