01 nóvember 2005

5 ára skoðun

Já Hafsteinn er orðinn 5 ára og fór í skoðun í gær. Hann hefur alveg ofboðslega frjótt ímyndunarafl og þegar hjúkrunarkonan spurði "hvað ertu að teikna?" átti hún ekki von á því að hann talaði út í eitt eftir það um tungl og skrímsli og geimflaugar og ofurhetjur og ýmislegt fleiri sem átti allt að vera á myndinni sem byrjaði með saklausu húsi hehe. En jú hann kom vel út 17 kíló og 103,3 cm og allt í fínu lagi, kannski ekki svo stór en alveg passlegur bara. Svo spurði hann "fæ ég sprautu?" Jú hann skildi fá sprautu, svo skoðar læknirinn hann og allt í fínu með hann svo kemur sprautan og hann situr spenntur þar til hún kom það er um leið og læknirinn stakk henni inn breytist svipurinn. Læknirinn sagði Hafsteini að telja hægt upp að fjórum og Hafsteinn sagði ok og fékk að geyma plásturinn. Hafsteinn horfði á lækninn og sagði ÁIIII þetta er vont eins og það þýddi að hann mundi hætta og sveiflaði plástrinum framan í lækninn (plásturinn núna takk) þá læknirinn minnti hann þá á að telja og fékk , einntveirþrírfjórir og læknirinn sagði nei hægt og Hafsteinn byrjaði aftur að telja hehe það dugði í smá tíma þegar út var komið horfði hann á mig og sagði mamma þetta var vont. Og ég sagði honum hversu duglegur hann hefði verið og hann tilkynnti mér þá að hann ætlaði að sýna krökkunum plásturinn og að hann hefði fengið sprautu nú og það hefði bara verið vont sko.

Í baði í gærkvöldi þurfti að passa plásturinn vel og í morgun var það áhyggjuefni dagsins að hann hefði eflaust dottið af í baðinu en neibb þarna var hann ennþá. Einhvern tíma heyrði ég að plástrar hefðu lækningamátt fyrir börn en hjá Hafsteini virðast þeir bara límast á hann og ekki mega koma af hehehe. Annar máttur en talið var.

Jamm svona er þetta og ég fékk myndir af mömmu og pabba frá Malasíu og vá hvað það virðist vera gaman þar. Nú verð ég að fara þangað líka einn daginn vonandi. Ef Halldór nennir að fá okkur öll 4 í heimsókn.

Hafrún Ásta sem bullar og bullar.

1 ummæli:

Karen sagði...

Merkilegt hvað plástur og koss á bágtið getur gert!