25 nóvember 2005

Busy helgi

Ó já busy helgi framundan.

Í dag eftir vinnu sækja strákana og fara aftur í vinnuna og födnra með fólkinu og strákunum. Svo beint heim að elda því Nonni, Ingibjörg og Natan ætla að koma í kvöld og borða með okkur. SVo fer ég að aðstoða frænku mína. Þetta er bara kvöldið í kvöld.

Svo er laugardagur (nammidagur) gæti verið að ég færi hann um set sjáið afhverju seinna. Barnaafmæli, fara heim og sækja barnapíuna í leiðinni, taka sig til og fara út að borða svo í leikhús svo heim og skutla barnapíunni heim. reyna að borða ekki nammi þann daginn.

Sunnudagurinn er aftur á móti undirlagður í Harry Potter

Já farið verður ég og Sveina heim til Ágústu og horft á myndir 1-3 af Harry Potter í röð og svo brunað beint í Álfabakka til að sjá mynd 4 The goblet of fire og því þarf að geyma nammiátið fyrir þennan dag þetta verða um 11 tímar af Harry Potter (Nei Karen hann heitir ekki Hairy Buttox)



Hafrún Ásta sem viðurkennir fúslega að vera Harry Potter fan

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

við eigum þó það sameiginlegt að þikja gaman af Harrý Potter myndin er sögð 3 tímar en hún var bara 21/2 tími en mér fannst gaman ég vex aldrei upp úr þessu sem betur fer

Karen sagði...

Mikið gaman, mikið stuð!
Og hann heitir ekki Hairy Buttocks en hann er með Hairy Buttocks
Hahahaha.
Hærðar rasskinnar, its just to good :)

Hafrún Ásta sagði...

Karen - hehehe þúrt biluð

Biddý já maður vex ekki upp úr Harry Potter né LOTR

Freyja sagði...

Hver er eiginlega þessi Harry Potter?? Mér finnst allir vera eitthvað að tala um hann...

Hafrún Ásta sagði...

hehehe góð Freyja mín dragðu nú Jón á hana ég skil ekki að hann skuli ekki vera búinn að fara.

Nafnlaus sagði...

Mér hlakkar svo til...mér hlakkar alltaf svo til...að fara á Harry Potter

Freyja sagði...

Já skil heldur ekkert að Jón sé ekki búinn að fara, hann er víst svo upptekinn við það að djamma!!
Ég er hins vegar bara búin að lesa hálfa fyrstu bókina og bara búin að sjá mynd nr.1 svo mér finnst ég ekki eiga erindi á mynd nr.4 alveg strax...

Hafrún Ásta sagði...

já Sveina mín á sunnudaginn ég hlakka líka til ;o)

Freyja mín Jón á þær örugglega tekur bara svona maraþon eins og ég sem er nú búin að sjá þessar myndir örugglega 3-4 hverja :roðn: hehehe

Nafnlaus sagði...

þessi mynd er fín :)
alveg eins og hinar 3:)

góða skemmtun á sunnudaginn...
eða góða skemmtun um helgina :)

Nafnlaus sagði...

Því miður get ég ekki verið með þegar þið ætlið að horfa á Harry Potter. Hefði kannski verið pínu gaman að sjá þær allar í einu. (áhuginn er ekki mikill samt). Enn á sunnudagskvöldið heldur mamma matarboð í tilefni af afmælinu mínu:)
Góða Helgi

Litla Skvís sagði...

Úúúú! Hljómar VEL!
Ég verð með ykkur í anda!

Sonja sagði...

Stelpur þið vitið að þetta er barnaefni!!!

Sonja - ætlar í Bubba Byggi maraþon í staðinn :Þ

Hafrún Ásta sagði...

hehe bubba byggir maraþon ég hef séð fylli mína af bubba byggir og stubbunum takk hehehe.

Litla Skvís sagði...

Barnaefni, minn rass!

Hafrún Ásta sagði...

Hún er æði verst að ég get ekki tekið númer fimm og sex líka núna hehehe

Nafnlaus sagði...

Sá hana í gær...æðislega skemmtileg fannst mér þó ég sé ALLS ekki Potter aðdáandi:)
kv.Linda

Litla Skvís sagði...

Hey! Fáum við ekkert að heyra um gærdaginn! Ég er að pissa á mig af spenningi hérna!
ps. hitti frænku þína að norðan hérna á efri hæðinni hjá tengdó á laugardaginn. mikið ROSALEGA eruð þið nákvæmlega eins!

Hafrún Ásta sagði...

Linda félagsfræðigella - já hún er líka æði.

Linda (litlaskvís) - finnst þér það. Hehe mér finnst ömmustelpan hennar og Heiðmar Máni svo svipuð en við tvær mér finnst við ekkert eins hehehe. En svona sér fók þetta misjafnt. Þarf að segja henni þetta ef hún les þetta ekki sjálf hér hehe.

Nafnlaus sagði...

Ég las það sjálf og hef heyrt þetta fyrr, þú situr uppi með mig stelpa!!
Takk fyrir að vera tilraunadýrið mitt, vona að þér hafi ekki orðið meint af?
Knús Halla

Hafrún Ásta sagði...

Nei nei varð ekkert meint af hehe ;o) Já já það er fínt að sitja uppi með þig ;o) Ekki leiðum að líkjast.