30 október 2006

Greyið afmælisbarnið

Er með njálg hefur fengið lyf en svo þarf að þrífa allt endalaust. Þetta er ömurlegt... Hann finnur svo til (það er ofsakláði en hann upplifir það sem sársauka.

Hafrún Ásta sem er svo vanmáttug yfir að geta ekki lagað þetta strax.

Fyrsta afmælisgjöfin...

Dottin í hús hún Erna vinkona mín kom mér heldur betur á óvart og sendi mér pakka. Hún er svo mikið krútt. Hún sendi mér kross saumsbók sem heitir "Holiday Memories in Cross Stitch and Needlepoint" eftir Chris TimmsÞetta er krúttleg bók og elsku Erna mín *Knús og Kossar* frá mér þú ert krútt.

Hafrún Ásta sem á bráðum afmæli en í dag á Hafsteinn Vilbergs afmæli og hann er sko sex ára töffari. til hamingju sætasturinn minn.

29 október 2006

Sannur baráttukraftur

býr í vinkonu minni henni Ástu. Hún er ótrúlega jákvæð á þessum erfiðu tímu. Hvaða erfiðu tímum?
Í sumar greindist Ásta með ristilkrabba og hann var fjarlægður og þetta tók mikið á hana þar sem hún lenti í lífshættu og þurfti að fara beint í aðra aðgerð. Nú síðan tók eftir lyfjameðferðin við og átti að vera í 6 mánuði. Svo var hún stöðvuð og hún send í athugun aftur og þá fundust 10 meinvörp í lifrinni. Það var athugað hvort hægt væri að gera eitthvað í því frysta/hita/skera en nei þau eru of stór og of mörg. Hún er komin á nýjan lyfjakokteil og mundu flestir verða slappir af því og orkulausir. Þessi stelpa er þriggja barna einstæð móðir sem þarf að eyða mestum tíma sínum á spítölum núna og fá hjálp sem hún þarf að læra að þyggja. Þessi stelpa er ein sú hjartahlýjasta sem ég þekki og góð sál sem hefur þurft að þola alltof mikið yfir ævina enda gæti hún skrifað bók um líf sitt. En hún hefur langt frá því gefist upp þó læknarnir hafi sagt að hún sé fyrst og fremst að kaupa meiri tíma með lyfjunum.
Faðir hennar stofnaði styrktareikning fyrir hana og ég set númerið hér inn. Hvort þið notið það er svo alveg ykkar ákvörðun en munið að vera þakklát fyrir að eiga erfitt með að fara framúr af því að þið "verðið" að fara í vinnuna. Eða eða eitthvað annað sem maður vorkennir sér yfir ... það lagast ekki satt. ?!?!?!

Styrktarsjóður Ástu vinkonu banki 0525-14-102510 kt:090876-5469 meira að segja smáræði hjálpar.

Hafrún Ásta

27 október 2006

Sumarbústaðaferð

með saumaklúbbnum förum í dag klukkan 15 og komum heim á sunnudaginn. Þetta verður geðveikt gaman og við verðum alveg 11-12 þarna og saumum alla helgina, hlægjum okkur máttlausar, skjótumst í pottinn borðum góðan mat og njótum samverunnar.

Hlakka til að sjá ykkur á eftir stelpur...

22 október 2006

Barbapabbi

Já svei mér þá ég fann bók um Barbapabba og keypti hana fyrir strákana. Vonandi koma fleiri út hjá JPV útgáfu. Allavega er búið að endurútgefa nokkrar í Svíþjóð. var að kíkja og fann þetta á youtube Linda (litlaskvís) þetta er eitthvað fyrir þig ...

allavega hlakka til að kaupa fleiri Barbapabba bækur handa strákunum.


You are Barbamama. You spend most of your time alone, developing your subtle talents. No one really knows you.
Take this quiz!


Hafrún Ásta (Barbamamma)

P.S. hehe svo er þetta náttúrlega bara snilld fyrir alla sem hafa spilað Super Mario Bros.

18 október 2006

Þetta er alveg merkilegt!

í hverri viku er allt í einu að koma helgi og svo er allt í einu kominn mánudagur aftur ... Hvað er málið helgarnar klárast á ótrúlega stuttum tíma og það er strax komin ný helgi svo líður vikan bara eins og ekkert sé. Er þetta tákn um að ég sé að eldast ....
NEI NEI ...

Hafrún Ásta unglamb

16 október 2006

spurning um framboð...

Hvernig lýst ykkur á slagorðið mitt

Elect Hafrún Ásta!
QuizGalaxy.com

I did not have sexual relations with that muppet
'What will your campaign slogan be?' at QuizGalaxy.com

15 október 2006

Tvöfalt barnaafmæli

Ég var búin að skrifa langt blogg en gleymdi að kópera það og auðvitað klikkaði að senda það inn og það hvarf *ARG* Svo ég sendi inn minni útgáfu núna.

Í gær var okkar árlega barnaafmæli, við höfum eitt á ári þar sem strákarnir eiga afmæli með mánaða millibili og vina og vandamanna vegna enda óþarfi að draga þetta fólk út tvisvar í sama mánuðinum og strákarnir eru sáttir við þetta sem hentar okkur fínt að gera eitt veisluborð ... Svo þá eru þetta bara 3-4 tímar á ári sem hávaðinn duanr í veislunni og í ár. Já í ár keypti ég knöll og börnin fundu óuppblásin blöðrupakka. Þessu fylgdi auðvitað þónokkur hávaði. En eins og ég sagði þetta er 3-4 tímar á ári. Strákarnir eru alsælir með allt nýja góssið sitt. Þeir fengu svo margt fallegt og litabækur 3 stk hvor, bækur, boli, peysur & sokka og svo helling af dóti auðvitað.

En það sem okkur þykir vænst um er að fá alla okkar yndislegu vini og vandamenn í heimsókn og samgleðjast með okkur. Þó óneitanlega hafi við saknað nokkurar sem sáu sér ekki fært að mæta núna en okkur þykir alveg jafn vænt um það fólk.

En takk öllsömul fyrir komuna í gær þið eruð öll æðisleg.

Hafrún Ásta sem er glöð að eiga svona margar vini og vandamenn sem hana þykir svona vænt um. (þið vitið vel hver þið eruð) *KNÚS* og *KOSSAR* á ykkur öll ...

Meira að segja Nala brosti þreytt eftir daginn.

09 október 2006

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Í dag var ég með Hafstein veikan heim (hann hóstaði svo mikið í nótt) og honum finnst allt hóstasaft vont og hálsbrjóstsykur líka. Svo þetta var nú aðallega að passa að hann drykki nóg og hvíldi sig því um leið og hann æsist eða leggst niður þá eykst hóstinn.

Nú jæja svo sæki ég Heiðmar Mána og hann er duglegur í að æsa upp bróðir sinn og öfugt. En það tókst seint og síðar meir að róa þá niður og þá fór Heiðmar Máni að syngja fyrir mig fyrsta lagið sem hann lærði litalagið. En breytingin núna var að hann syngur þetta núna með táknmáli. og kenndi mér það líka þannig. Alveg nei mamma þetta er svona. hihi Hafsteinn fór bara að fíflast því hann vantaði athygli eftir allan daginn ég skil það nú ekki. Svo þegar ég fór að lesa fyrir Heiðmar Mána í kvöld litlu bláu könnuna með litla bláa kettinum sem henti henni í gólfið (vona að ég hafi ekki skemmt endann á bókinni fyrir neinum) þá gerði hann táknin og sagði litla bláa kannann og litlu svarti kötturinn (kisan) á réttum stöðum. Þeir eru svo duglegir þessir strákar mínir.

Svo kom pakki til mín sem var sendur frá USA 8. ágúst í dag ekki seinna vænna var farin að halda að pósturinn æti alla pakka til mín. Ja ég fékk einn í síðustu viku eftir 3 mán ... það var handavinnupakki og þessi líka efni og spes yfirstrikunarpennar.

Hafrún Ásta montna mamma

08 október 2006

Barkabólga

Hafsteinn vaknaði klukkan um 12 á miðnætti í nótt og hágrét með miklum ekki og eins og hann ætti í öndunarerfiðleikum og hóstaði svo mjög þurrum hósta á milli. Hann grét svo sárt og við reyndum að róa hann og ákváðum að fara með hann á læknavaktina og Sigrún var hérna og passaði Heiðmar Mána og við lögðum af stað og hringdum til að tékka hvort mikið væri að gera og hún sagði okkur bara að þetta væri barnahæsi og að þetta mundi lagast í gufu eða með að fara svona út með hann. Nú en við fórum samt niður á Barnaspítala þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir og okkur sagt að hann væri með barkabólgu og hann fékk steratöflur leystar upp í vatni og svo svona úðapúst sem hann þurfti að nota í 30 mínútur. Svo þurftum við að bíða í svona 30 míní viðbót og alls vorum við 2 tíma að þessu en hann er hress í dag pínu þreyttur en hress.

Hafrún Ásta

07 október 2006

Dekurkvöld

í góðum félagsskap.

Já ég fór og hitti Karen Ülrich upp í Baðhúsi í gærkvöldi og við fengum handklæði og náttsloppa (mér hefur alltaf fundist ég hálf bjánaleg í náttslopp en í gær sá ég að ég full bjóanaleg í náttslopp) og skelltum okkur í pottinn og svo í litun og plokkun, andlitsbað, maska og andlits- & axlarnudd. Svo fórum við á Ruby Tuesday's og borðuðum og héldum áfram að kjafta fram eftir. Vá hvað þetta var æðislegt og Karen mín takk fyrir æðislegt kvöld þetta þurfum við að endurtaka seinna með eða án dekursins. Það er alltaf gaman að kjafta svona fram eftir.jamm beauty is pain haldiði að ég sé bara svona náttúrulega sæt ;o)

Svo í morgun fórum við öll familían út í Egilshöll Hafsteinn Vilbergs í fimleika, Siggi að horfa á, Heiðmar Máni fór í pössunina og ég í leikfimi. Svo fórum við og keyptum okkar ís og fórum svo heim þar sem strákarnir tóku til í herbergjunum sínum og fengu svo poppa og kók og að horfa á vídeó ... Alltaf eitthvað gaman á eftir.

Hafrún Ásta kjánprik og dekurrófa.

06 október 2006

á ekkert að gerast áskrifandi

Það hringdi maður hérna áðan og ég svaraði "Hafrún" (Sonja vinkona mín sagðist ekki þola þegar fólk segir bara halló svo ég hef reynt að venja mig á þetta.) Allavega maður segir "ok ert þú konan hans Sigurðar?" "já" var auðvitað svarið en það vissuð þið væntanlega. svo sagði hann eitthvað "ég heiti blablabla (man ekki nafnið) og er að hringja frá Stöð 2 á ekkert að gerast áskrifandi svona fyrir veturinn". Ég svaraði nú "nei við sögðum henni upp fyrir um ári síðan" Hann svarar "Nú afhverju saknarðu ekkert að horfa á hana eða Sýn?" og ég svaraði nei merkilegt nokk þá bara horfi ég minna á sjónvarp og nýt þess." Hann sagði þá þetta gullkorn "Ætlið þið þá bara að horfa á hvort annað í allan vetur?" (Það er ekki eins og maður gæti mögulega horft á skjá 1 eða Rúv nei guð hjálpa manni áður en það gerist híhi) Ég svaraði nú bara með því að segja "Hann er nú bara svo sætur hann Siggi minn svo þetta er nú alveg í fínu lagi." og hvað segir drengurinn "Hann Sigurður Einar er hann svona sætur?" Skildi þessi maður hafa selt margar áskriftir svona þetta var eins og ég vissi hver þetta væri og væri alltaf að spjalla við hann bara.

Ótrúlegt hvað er gert til að reyna að selja manni hluti en ég afþakkaði pent og kvaddi manninn.

Hafrún Ásta sem lætur sko ekkert plata sig.

Partyljónið í manni

Já maður er nú hættur þessu bæjarrölti en látum þetta vaða.

Þú ættir að drífa þig heim af djamminu þegar.......

Þú hefur algjörlega enga hugmynd um hvar skórnir þínir eru.
(ég hef ekki lent í þessu en ég hef klukkan 3 teipað saman skóinn minn með venjulegu límbandi eins og maður notar til að pakka inn gjöfum því sólinn datt undan og við erum að tala um þykkan sóla.)
Þú varðst að fá einhvern inni á klósetti til að koma og hjálpa þér að tosa upp buxurnar og hjálpa þér af setunni.
(MAn nú ekki eftir því en ég datt einu sinni beint áfram þegar ég stóð upp og datt á hurðina, og fékk svona teppabrunasár á ennið daginn eftir, þá fór ég líka heima að sofa.)
Þig langar alltíeinu rosalega til að lemja einhvern
(Been there og hef því miður einu sinni ætlað mér að gera það og hef lamið frá mér en það var eftir að hafa fengið eitthvað sem lyktaði eins og kardimommudropar blandað í kók yfir lopapeysuna mína, leðurjakkan og hárið heila 2 ltr var ekki glöð þá. Fékk að launum svaka spark í sköflunginn og marðist þokkalega.)
Síðast þegar þú þurftir á klóið sástu að þú leist meira út eins og einhver úr hryllingsbúðinni frekar en gyðjan sem þú varst fyrir nokkrum klukkustundum síðan.
(Hehe er nú ekki þekkt fyrir mikið makeup svo þetta er eitthvað sem hefur aldrei hrjáð mig.)
Klukkan er 5.00, nú á að fara heim. Þú misstir hlöllann þinn í gólfið en tekur hann upp aftur og heldur áfram að borða.
(Oj Oj nei takk borða ekki upp úr gólfinu. En veit um einn sem fór með Hlölla inn á Nonna og þegar honum var bent á þaðp henti hann honum út og annar þar tók hann upp og át hann en hinn keypti sér Nonna í staðinn.)
Þú ferð að gráta
(var nú ekki mikið í því en það hefur eflaust gerst)
Það eru minna en þrír klukkutímar í það að þú átt að vera mætt í vinnu
(Þetta hefur að sjálfsögðu komið fyrir mig eins og aðra)
Þú fannst dýpri hliðina á fyrirtækislúðanum
(Man ekki eftir því heldur en það voru margir nördar að vinna í OZ en allir voða skemmtilegir auðvitað. En engar dýpri hliðar samt takk fyrir)
Maður sem þú ert að daðra við... á fullu, var kennarinn þinn í fimmta bekk.
(Oj Nei takk sko hef ekki lent í því en leikfimiskennarinn minn bauð mér einu sinni í glas í framhaldsskóla en sagði svo nei veistu þetta er ekki rétt og fór svo.)
Þörfin fyrir að byrja týna af þér fötin, klifra uppá borð og syngja er orðin furðulega yfirþyrmandi
(vera í fötunum og dansa upp á borði það er gaman hitt mundi ég ekki gera nokkrum manni enda get ég illa sungið og að afklæðast svo illgjörn er ég ekki.)
Þú ert búin að gleyma hvar þú átt heima
(Neibb saklaus af því á mínu eina blackouti skilaði ég mér heim meira að segja að vísu með vinkonu minni svo kannski henni að þakka.)
Þú ert komin með dimma vískírödd af öllum sígarettunum sem þú hefur reykt í kvöld af því "eins og þú ert búin að segja 20 sinnum" þú reykir bara á fylleríum.
(Held að það væri þá af sígarettureyk annar enda missti ég oft röddina á djamminu en þá komust bara aðrir að ég hef aldrei reykt og er stolt af því.)
Þú öskrar á barþjónnin og sakar hann um að hafa gefið þér hreint gos í glasið, en það er bara af því þú finnur ekki lengur bragðið af vodkanu eða gininu.
(Man nú ekki eftir þessu enda djamma ég oft EDRÚ)
Þú heldur að þú sért komin í rúmið en koddinn þinn minnir furðulega mikið á pizzu
(Úff nei takk fyrir reikninginn takk ég hef aldrei sofið á mat ... :þ)
Þú byrjar öll samtöl með "ekki taka þetta illa upp en..."
(Ég geri nú mitt besta til að móðga ekki fólk og man ekki eftir ða hafa notað þessa setnignu mikið, þið megið leiðrétta mig hér ef ég er að fara með rangt mál.)
Þú fattar ekki að klósettlokið er niðri þegar þú sest á það.
( Nei ..... en næstum því)
Faðmlögin þín og knús fer helst að minna glímuleik með tosum niður andstæðingin taktík
(Nei en ég man að ég faðmaði oft helling af fólki á djamminu því ég átti svo mikið af karlkyns vinum og kunningjum og þannig var bara alltaf heilsað.)
Þú ert svo þreytt að þú vilt bara setjast beint á stéttina, ( og hví ekki!)
(Já, hef líka labbað heim á nælonsokkum (af tónleikum edrú)... mæli ekki með því sérstaklega en nælonsollarnir héldust samt heilir ég er svo (var svo) léttfætt.)
Þú sýnir vinum að stelpur geta alveg pissað standandi ef þeim virkilega langar
( Nei Það hef ég aldrei látið mér detta í hug.)Hafrún Ásta sem fékk þetta lánað á síðunni hennar Karenar beib sem ég er að fara að hitta í kvöld í stelpudekri og það verður æðislegt... setti mínar eigin athugasemdir inn en ekki hvað.

05 október 2006

Hvað merkir nafnið manns

Hafrún

Nafn þetta er myndað af forliðnum "Haf" sem merkir sjór og viðliðnum "rún" sem merkir dulin, - vinur í raun.


Fallbeyging

nf : Hafrún
þf : Hafrúnu
þgf: Hafrúnu
ef : Hafrúnar


Ásta

Nafn þetta er talið geta bæði verið stytting á nöfnum sem byrja á Ást- og hinsvegar leitt beint af orðinu ást.


Fallbeyging

nf : Ásta
þf : Ástu
þgf: Ástu
ef : Ástu

hversu margir heita það sama og þú Samkvæmt þjóðskrá eru 2 sem bera tvínefnið Hafrún Ásta

Karlmenn !!! geta vel þvegið þvott

Ja allavega flestir

Fréttablaðið, 05. Október 2006 03:00
Lögregla kvödd á vettvang:

Maður fastur í þvottahúsi
Karlmaður í Vesturbænum þurfti að kalla á lögreglu seint gærkvöld eftir að hafa lent í hremmingum við þvott. Maðurinn greindi lögreglu frá því að hann hefði sett óhreint tau í vélina en það hafi ekki tekist betur til en svo að vélin fór að skoppa um með miklum látum og á endanum hafi hún skorðast við þvottahúsdyrnar.
Lögreglumenn komu manninum til bjargar og hafði varðstjóri á orði að þetta væri eitt dæmið um að þvottar væru ekki karlmannsverk.Hafrún Ásta sem trúir því að karlmenn séu ekki aular

03 október 2006

3 ára afmælið hans Heiðmar Mána

Afmælið hans Heiðmar Mána á laugardaginn var svo skemmtilegt við fórum á skauta (hann valdi það alveg sjálfur) og fannst það mun skemmtilegra en Hafsteini) en ég skil Hafstein vel enda er ég líka með skakka hæla og platfót eins og hann og var sjálf frekar aum í fótunum eftir þetta og hann var án innleggjana líka ... fattaði ekki að setja þau yfir. Hann fær sem betur fer að velja á sínum degi. Þaðan lá leiðin í Smáralind að kaupa afmælisgjöf handa Heiðmari Mána frá Hafsteini Vilbergs. Nú ja svo valdi Heiðmar Máni að hafa kjúkling og franskar í kvöldmat sem og var kjúlingabitar og franskar hollustan alveg út í gegn. Þetta var mjög skemmtilegur dagur.


Hafrún Ásta bullari

Bannað að pissa í buxurnar.

Eftir að reyna að kenna Heiðmari Mána þetta og að hafa leyft honum að pissa einu sinni úti. Þá tók hann upp á því að þegar hurðin inn á bað var lokuð hér í gær að gyrða niður um sig og pissa keikur á gólfið við vegginn. Aðspurður afhverju hann hafi gert þetta. Svaraði drengurinn ég pissaði ekki buxurnar. Nú er sem sagt að kenna honum að pissa ekki á gólfið heldur opna hurðina og pissa í klóið.

Hafrún Ásta bullari

Rockstar Sveitaball

já það sagði Magni allavega í gær. Við skemmtum okkur alveg rosalega vel. Enda var þetta alveg fínasta skemmtun og það gerðust ótrúlegustu hlutir. Það leið yfir ófáa upp við sviðið. Ein hljóp upp á svið og knúsaði og kyssti söng... konuna greyið Dilana var sem betur fer ekki að syngja því bandið var að spila spenntur og Magni gat ekki varist hlátri í miðju lagi ... þessi dama var slitin af Dilönu greyinu og færð í burtu. Og ballið hélt áfram Einhverjum datt líka í hug að gefa Dilönu þungunarpróf og það var merkt á íslensku svo hún þurfti að spyrja magna hvað þetta væri og sprakk svo úr hlátri og spurði svo manneskjuna hvort henni fyndist hún feit. Hí hí. svo skilaði hún bara prufunni. Hún tók líka myndavél hjá einni og tók fullt af myndum á meðan Magni söng af öllu bandinu og sér og alles og skilaði svo vélinni. Ég held að þrátt fyrir hafa ekki séð neitt nema Broadway og Nordica hotel í tvo daga hafi Dilana skemmt sér ágætlega á Íslandi. Ja og Magni hlýtur að vera í góðu formi því hann spilaði á gítar og söng með Dilönu á háhestisvo má hér sjá smá vídeó af þeim http://www.youtube.com/watch?v=_J52a6VP5s0&mode=related&search=

Við komumst ótrúlega nálægt en ég hef komist að því að það er ekki endilega áfengi sem gerir mann þunnan heldur tóbaksreykur ég var þunn eftir lítinn svefn í morgun. Enda skreið ég í rúmið klukkan 4 í nótt og vaknaði við að Heiðmar Máni var að glamra á gítarinn sinn (hann er með 5 strengi er úr plasti og hefur þurft að þola ýmislegt...gítarinn sko) klukkan 7:30 í morgun. Skildi hann vera músíkkalskur þessi elska. Hann fílar sko rokk sá peyi...
Jæja dagurinn líður og ég veit að ég má oft passa upp á að fylla á þolinmæðis skammtinn minn hérna heima sérstaklega þegar ég er lítið sofinn ég fæ svo mikið samviskubit þegar ég missi þolinmæðina og skamma strákana kannski að óþörfu þegar hægt hefði verið að leysa málið öðruvísi. En allt féll fljótt í ljúfa löð og allir urðu fljótt kátir aftur. Eins og sagt var í fyrirlestri sem ég hef áður vitnað í "enginn hefur enn þakkað nöldri foreldra eða annarra fyrir árangur sinn í lífinu"
Svo er matarboð á eftir Siggi sagði að við værum hreinlega alltaf með matargesti en það er bara gaman að eiga svona marga sem manni þykir vænt um til að bjóða í mat og eyða tíma með. Það er bara gaman. Lambalæri og alles í matinn klikkar aldrei smá sunnudagssteik.