30 desember 2005

Viðtal tvö

hún hringdi loksins eftir kl. 18 og spurði hvort ég gæti komið í viðtal númer 2 og tala við yfirmann deildarinnar sem ég yrði í. Ég svaraði auðvitað já og fer í það á mánudaginn kl. 14. Svo góða strauma þá ef þið eruð ekki of upptekin eða þunn. Allavega er vongóð fyrir þetta viðtal.

Hafrún Ásta enn hjá Sýslumanninnum.

Þarf ekki að elda ...

Næst heima fyrr en 2. janúar. Fórum í mat til Nonna og Ingibjargar í gærkvöldi. Og hittum þar tengdamömmu, Arnar Már og Unni mömmu Ingibjargar og það var bara gaman strákarnir (Hafsteinn Vilbergs, Natan Smári og Heiðmar Máni) léku sér og við fórum seint heim eða um 22:30 og strákarnir steinsofnuðu á leiðinni heim hehe voru svo sofandi að þeir vöknuðu ekki við að vera bornir inn né að vera klæddir úr.
Voru svo enn sofandi þegar ég fór í vinnuna í morgun, þeir verða heima með Sigga í dag sökum þess hversu seint þeir fóru að sofa. Ég verð nú að viðurkenna að ég öfundaði þá nú pínu þegar ég fór út og var skítkalt að vera uppí rúmi undir sæng.
Er svo kalt í horninu mínu hérna í vinnunni.

Bíð en spennt eftir símtölum frá allavega nokkrum stöðum vegna vinnu, en á von á því að fólk sé í fríi eða í áramóta/hátíðar gír og ég fái engar fréttir fyrr en eftir áramót. En við skulum vona það besta samt.

Hafrún Ásta sem bíður og bíður og bíður og bíður og bíður og bíður........... og er kalt á meðan ;o)

29 desember 2005

Lítið að frétta

Já lítið að gerast og lítið að frétta. Nú er ástandið í vinnunni þannig að manneklan hefur þau áhrif að ég var beðin um að fara í afgreiðsluna og jú það er guði sé lof lítið að gera því ég hef aldrei verið þar áður og veit nú ekki um allt sem ég þarf að gera ef einhver kemur með eitthvað flókið. En maður bjargar sér alltaf er það ekki. Svo kom hérna kona sem talaði út í eitt. Um bókina "myndin af pabba". Jafnvel þó ég snéri baki í hana til að leita að skjölum eða bakvið skáp þá talaði hún stanslaust. og um að ég mundi eiga fín áramót því ég væri svo ung og með mínu eina jafnvel 2 börnum og ég væri nú trúlofuð, gift eða einstæð (jamm hæfileiki NOT). Svo talaði hún mikið um að hún hefði ekki komist fyrr vegna mígrenis og kinnholsbólgna og ýmislegt annað ég var í rauninni ekki að hlusta og svo sagði hún svona 6 sinnum gleðilega hátið og gleðilegt ár. Æji ég vorkenndi henni nú pínu þegar hún sagði ég var nú bara einstæð því ég lenti á drykkjumönnum og bla bla bla.

Til hamingju með daginn frændi

Hafrún Ásta andlausa

28 desember 2005

Smá vísa

frá henni Karen minni sem hittir oft naglann á höfuðið hehe

Hjá Sýslumanni er gaman,
þar stimpla allir saman,
bæði upp og niðri og allir eru með.
Fjárnámin og lánin
og ég er meiri kjáninn
að vera enn að vinna
hjá SÝSLUMANNINUM


Hafrún Ásta sem finnst þetta fyndið.

27 desember 2005

home sweet home

Já við erum komin heim. Keyrðum í einum rykk í gær 5 og 1/2 tími í mikilli snjókomu og myrkri sem var ekki gott. Ekki er veðrið í dag skárra ROK OG RIGNING. En jólin sem slík voru fín. Náðum að eiga góð jól þrátt fyrir að þau væru pínu tómleg að hluta. Borðuðum mikið og heimsóttum fáa, eða bara afa og ömmu Sigga og svo Höllu og co á annann í jólum á leiðinni heim. Þakkir til Gunna og Lindu fyrir lánið á stólnum sem hefur vonandi skilað sér núna.

Ekki hefði veitt af einum degi heima til að jafna sig eftir svona ferðalag. Hafsteinn fékk að vera heima að leika við Jón Eggert enda beðið eftir því öll jólin (Siggi er heima líka). Þar sem það er aldrei eins afslappandi að vera heima hjá öðrum með börnin sín þar sem maður er alltaf að passa að þeir hafi ekki tekið eitthvað eða gert eitthvað sem húsráðandi er ekki hrifin af. En þannig er það bara og húsráðandi ræður yfir sínu dóti þannig er það bara. Allavega er gott að vera komin heim þótt það hafi verið gaman að fara norður.

Nú er bara að halda áfram að borða hollt sem fór nú fyrir ofan garð og neðan um jólin og eflaust aftur næstu helgi. hehe.

Annars keypti ég mér belti fyrir norðan þar sem ég var að missa buxurnar og belti er ódýrara en að kaupa endalaust nýjar buxur.

Hafrún Ásta komin heim og með tak í bakinu á sama stað og síðast hehe sennilega þessi leiðinda lægð og langi bíltúr í gær...

23 desember 2005

Gleðileg jól krúttin mín

Já ég fer eflaust ekki á netið á morgun en vil því óska ykkur gleðilegra jóla í dag og megi þau vera róleg og yndisleg í alla staði. Borðið yfir ykkur og njótið samvista við ástvini og vandamenn.


Hafrún Ásta, Siggi, Hafsteinn Vilbergs og Heiðmar Máni

21 desember 2005

ég bragðast eins og...

salad
You taste like a salad. You are the epitome of
diversity and freedom. With your mixed flavors
and ability to blend with almost anything, you
make people happy.


How do you taste?
brought to you by Quizilla

Jólafrí þegar þessi vinnudagur er búinn

En þá er nóg að gera þó ég sé búin að kaupa allar jólagjafirnar og gera og skrifa á öll jólakortin. Og senda þau og allar gjafir á sínum stað. Þá erum viða ð fara að keyra út restina og þurfum á tvo staði til þess. Einnig þarf Siggi að fara í eftirskoðun eftir aðgerðina sem hann átti að fara í á föstudaginn en það gengur ekki við verðum fyrir norðan. Jamm leggjum af stað í fyrramálið og okkur hlakkar til auðvitað. Sérstaklega strákana.

Jólafrí, jólafrí, jólafrí hehe alveg að byrja 5 klst og 15 mínútur hehehehehe.

Hafrún Ásta sem væri alveg til í að vera komin í jólafrí en getur beðið en á erfitt með að einbeita sér samt í dag hehe.

20 desember 2005

Fékk þær fréttir áðan

að kunningkona mín og nafna er látin. Hún lést á Landsspítalanum og mér finnst verst að ég hafði ekki heyrt í henni lengi. Um daginn, eða fyrir um viku, hugsaði ég nú með mér að ég þyrfti að hringja í hana svo Hafsteinarnir (Já hún átti líka Hafstein fæddann 2000) gætu hisst, en hugsaði æji ég hringi seinna. Næst þegar ég fæ svona hugboð þá hringi ég því það gæti verið of seint seinna.

Hafrún Ásta sem ætlar að kveikja á kerti fyrir Hafrúnu.

Hans Klaufi

Eða réttara sagt Hafsteinn Vilbergs klaufi. Fyrir jólin í fyrra rann hann niður ísilagða brekku og sportaði "smá skrámu" á kinninni. Allavega kallaði leikskólinn það smá skrámu.
Í ár er það annað hann datt niður af stól og er með sár inn í munninum og þennan líka fallega marblett.


Hafrún Ásta sem á lítinn klaufabárð en hann geymir þetta yfirleitt svona fram að jólum þá slasar hann sig

19 desember 2005

Flóki í Hvanneyrarprestakalli

Er nú alvarlega búinn að skjóta sig í fótinn núna. Hann sagði við börnin í sunnudagaskólanum að jólasveinninn væri ekki til. Og útskýrði hvers vegna að hann gæti ekki hugsað sér að ljúga að börnunum. Sem sagt ekki leyfa þeim að njóta sakleysislegrar barnatrúar. Ekki stoppaði hann þar samkvæmt DV (ekki beint áreiðanlegasta blaðið samt hehe) heldur sagði illgjarna foreldra eitthvað vera fúla yfir þessu. Í hverju felst sú illgirni spyr ég? Í því að gleðja börnin í sinni barnslegu og fallegu trú á að einhver góður gleðji þau um jólin. Ja dæmi hver og trúi hver því sem hann/hún vill.

Hafrún Ásta sem ekki er hrifin af svona hreinskilni og telur málsháttin " oft má satt kyrrt liggja" eiga við á svona tímum.

18 desember 2005

Jólaball

Já fór með strákana á jólaball á föstudaginn og þar var þessa sveina að finna


Strákarnir skemmtu sér prýðilega svo fórum við heim og fengum heimsókn frá Sveinu og Patriki Þóri sem var svaka gaman og borðuðu þau með okkur.

Svo var haldið í jólagjafaleiðangur í gær og þar hitti Hafsteinn hana Birgittu og sagði henni að hann vissi að hún væri gulrótin hehe svo sá hann Jónsa aftur og ætlaði að fara að segja honum að hann hefði líka hitt gulrótina sem sagt Immi ananas (Jónsi) og Gedda gulrót (Brigitta) hehe Hafsteinn krútt.

Svo sagði Hafsteinn mér að hann elskaði Birgittu hún er svo sæt og góð.

Hafrún svo upptekin þessa dagana.

Alveg að verða búin


Með þessa mynd hún verður svo flott og auðvitað set ég mynd þegar hún er búin hehe

Hafrún sem með hjálp Sigga eru búin að agera 67 jólakort.

16 desember 2005

Þessir jólasveinar

Hafsteinn Vilbergs kom hlaupandi inn til okkar klukkan 6:30 (ok já ég fór ekki í leikfimi í morgun sofnaði svo seint) og tilkynnti okkur það að pottaskefill hefði skilið eftir pott í glugganum hann hefði sennilega borðað úr honum og svo skilið hann eftir. Hann kom ekki með innihald skósins nei POTTINN hehe. Þetta er svo ekta gleði yfir því að jólasveinninn skul heimsækja hann á hverju kvöldi að það er yndislegt. Heiðmari Mána er nú nokk sama í raun en þetta er þannig að þeir hafa gleymt og ég líka að opna súkkulaðidagatalið í tvo daga.

Fór í saumaklúbbinn í gær og saumaði smá svo svakalega gaman að sjá stelpurnar aðeins og knúsast í dúllunum þeim Sóleyju Birtu og Karítas Árnýju sem leyfðu mér alveg að dullast með þær eru báðar í kringum 3ja mánaða hvílíkar rúsínur.

Sóley Birta til vinstri í bleikum buxum og Karítas Árný til hægri í hvítum buxum.Hafrún Ásta sem er að fara á jólaball með strákana í vinnunni eftir vinnu en þá verða þeir búnir á einu jólaballi í leikskólanum í dag.

Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

15 desember 2005

Baukur, baukur en ekki laukur og bréf til sveinka

Þvörusleikir kom í nótt og skildi eftir tvo bauka einn handa hvorum ekki eins en bæði baukar en svona skemmtibaukar; annar er svona töfrabaukur, hinn er bangsímon baukur með rennilás til að opna hann hehe. En Þvörusleikir tók líka með sér miða frá Hafsteini Vilbergs sem á stóð
Kæri jólasveinn, Það á ekki að setja nammi í skóinn nema á laugardögum en ég ætla að geyma það til næsta laugardags. Mig langar svo endilega í bauk (Siggi kom með margar uppástungur og þetta var ein þeirra þar sem þetta var til hehe) eða prumpublöðru. Þinn vinur Hafsteinn Vilbergs

Afrek gærkvöldsins er 16 kort já 16 en bara vegna þess að við hjónin sátum saman í gær og gerðum kort í 3 tíma svo dugleg. Siggi gerði 11 og ég 5. Áður en þið segið HA!! þá eru þau ekki eins sem er bara gaman en Siggi var hvílíkt öflugur í gær það má hann eiga.

Hafrún Ásta sem er rúmlega hálfnuð með kortaföndrið í ár.

14 desember 2005

Stúfur sko

Í nótt kom stúfur og sökum þess að ekki var búið að redda öðru var sett nammi í skóinn og ekki laugardagur. Hafsteinn Vilbergs sagði mér svo í morgun að Stúfur hefði sko gefið honum nammi en að hann ætlaði að geyma það þar til á laugardaginn og Heiðmar Máni líka.

Ég er nú komin með þessa setningu á heilann
Allsber kall, allsber kall, dingalingaling!
Allt Lindu litluskvís að kenna.

Hafrún sem er svo þreytt því hún fór seint að sofa og eldsnemma á fætur til að mæta í leikfimi.

13 desember 2005

Nýtt jólalag

Ég á vinkonu sem heitir Dagbjört, hún býr til jólalag á hverju ári ok allaveg síðustu tvö og ég fæ það með jólakortinu en í ár fékk ég að heyra áður og líkar vel. Ef þið viljið hlusta ýtið þá hér. Það er svo gaman að eiga svona hæfileikaríka vinkonu.

Hafrún Ásta sem heyrði nýtt og hugljúft jólalag í dag.

Fyrsta jólakortið og ný uppskrift

Fékk fyrsta jólakortið í gær og á því var eplafrímerki sem lyktar eins og kanil og epli. Ég opna aldrei jólakort fyrr en á aðfangadag en ég held samt að ég viti út frá skriftinni frá hverjum það er.

Var að fá nýja uppskrift sem mig hefur langar að prófa Kjúklingabaunabuff strákarnir eru svo hrifnir af þannig ;o) og mér er sagt að þessi sé æði hlakka til að prófa hana í kvöld.

Hafrún Ásta sem kemst í enn meira jólaskap þegar jólakortin fara að streyma inn. er ekki búin að senda mín sjálf en er líka enn að búa þau til og er nú ekki búin með alveg nógu mörg en samt slatta ...

11 desember 2005

Laufabrauð nammi namm

Vorum í dag að gera laufabrauð og mættu líka Sigríður Ósk og Jón Fannar, Anna og stelpurnar til mömmu og pabba og skárum og steiktum nammi namm Laufabrauð er svo gott.


Hafrún Ásta sem býður spennt eftir að sökkva sér í laufabrauðið

10 desember 2005

tónleikar og smákökubakstur

Við fórum yfir götuna og til Önnu Þóru og krakkanna að gera kökur og leyfa krökkunum að skreyta þær. Þetta var gaman og ákváðum við Anna Þóra að gera þetta að hefð og gera þetta fyrir hver jól. Við borðuðum svo saman.

Skruppum á tónleika sem voru í Hagkaup í Spönginni. Það var fínt að vísu vorum við frekar svekkt að Garðar Thór Cortes söng ekki en hann áritaði diskinn sinn og hann hefur einnig ótrúlega þolinmæði. Afhverju jú Hafsteinn stóð lengi við borðið hjá honum og talaði við hann lengi go mikið og stelpuna sem var að opna diskana fyrir hann sem Hafsteinn tilkynnti mér að hann elskaði hún væri svo sæt. Hann skrifaði á miða fyrir Hafsteinn og svo aftur og þegar han viðurkenndi fyrir Hafsteini að hann kynni ekki að teikna kartöfluhaus (hehehe) þá teiknaði hann bara annann karl fyrir hann. Eins og þetta væri ekki nóg skrifaði hann á hendina á honum líka og leyfði myndatöku.

Nylon kom að vísu bara 3 og sungu eitt lag og sátu í smá stund og Hafsteinn sagðist vilja fara og tala við þær en hætti við strax aftur.
Svo söng Beggi og gaf Hafsteini einnig eiginhandaráritun. Þeir sungu nokkurn lög.

Svo kom Jón Sigurðsson eða 500 kallinn og söng lög af disknum sínum sem við keyptum og hann áritaði en af því að við gáfum ekki upp neitt nafn skrifaði hann heimsins besta fjölskylda á hann hehe svo sætt. og svo söng hann barnalag fyrir börnin og Heiðmari Mána fannst þetta fínt og fór að syngja með hehe. Hafsteinn fór líka að vera með.

Hann var svo góður við strákana leyfði þeim að skottast í kringum sig og Hafsteinn var líka að vera svo góður við litla stelpu sem hann sá þarna og þá kom Heiðmar Máni og tók utan um hana og smellti á hana svaka kossi held að stelpugreyið hafi verið orðin hálfsmeyk. hehe!

Fórum svo heim og settum gaurana í rúmið.
Hafrún Ásta sem er búinað skrifa alltof mikið ótrúlegt ef þið lásuð þó þetta langt.

09 desember 2005

Jólaleikrit og afmæli

Já í morgun fórum við að jólaleikrit í leikskólanum og Hafsteinn lék fjárhirði af mikilli natni. Heiðmar Máni og önnur börn í leikskólanum fengu að koma og horfa á líka. Jú og svo kom Haddý amma líka og svo var kaffi á eftir. Búin að setja inn 3 myndir og þar af ein af Hafsteini og Jóni Eggerti, hann var svo sætur ;o)Og svo á Siggi minn afmæli í dag, til hamingju með daginn Siggi 33 ára í dag.


Hafrún Ásta sem á afmæliskarl og lítinn leikara(fjárhirðir) bara ekki rétta féð ;o).

08 desember 2005

til að koma ykkur í stuð í dag

ákvað ég að gera mig að Foxy Humpalot, Lovely Christmas og Stinkerbell

Kíkið
Hafrún Ásta a.k.a. Foxy Humpalot a.k.a. Lovely Christmas a.k.a. Stinkerbell hehe

07 desember 2005

hvaða stjörnum líkist ég?

Samkvæmt þessu þá er það Jill Hennessy (sem leikur réttalækninn Jordan), Gina Gershon (?) og Cindy Crawford (sem er ein sú flottasta í fyrirsætubransanum) ekki amalegt eða hvað.

Hafrún Ásta stjarna hehe

tímavillt ó já

og nokkrum tímum á undan í dag. hehe nema þegar ég vaknaði. Ætlaði í foreldrajólakaffið í morgun það var klukkan 10:30 svo ætlaði ég beint til Sigurdísar í fótsnyrtingu nei átti mín ekki að mæta klukkan 15 í stað 12 hehe ekki alveg minn dagur svona tímalega séð.

Hafrún Ásta tímavillta

Föndra föndra og foreldrakaffi

Jamm jólaföndrið er byrjað. Gerði heil 4 jólakort í gær og fékk Karen til að prófa að gera nokkur og hún hristi sko 6 kort fram úr erminni og það mjög flott kort. Kristín á efri hæðinni kíkti líka niður til að prófa og stóð sig mjög vel líka. Og hef ég grun um að hún muni kíkja aftur niður í kortagerð því þetta er alveg merkilega gaman. Tala nú ekki um þegar maður setur jólatónlist á og malt og appelsín eins og Karen kom með í gær.
Jamm nú verður maður að spýta í lófana og klára að föndra öll kortin.

Í morgun var ég á leiðinni í foreldrakaffi hjá Heiðmari Mána og skildi ekkert í því að ekki var neitt foreldri mætt hehe ja las svo blaðið á hurðinni aftur og viti menn byrjar ekki fyrr en klukkan 10:30 - 11:15 svo er ég að fara til fótaaðgerðafræðings. Mætti halda að maður hefði ekki tíma til að vera í vinnunni er að fara til tannlæknis á morgun nefnilega líka hehe svo jólaleikrit og jólakaffi hjá Hafsteini Vilbergs á föstudaginn. hehe. Já hrikalega mikið að gera eitthvað.

Hafrún Ásta föndrari.

06 desember 2005

Er orðin óð

já eða meira en venjulega það er umsóknaróð hehehe. Svo þarf ég að fara að versla afmælisgjöfina hans Sigga. En ég segi ekki enn hvað það er því Siggi má ekki vita hehehe.

Hafrún Ásta leyndardómsfulla. Siggi er að farast úr forvitni eftir vísbendinguna sem ég gaf honum hehe.

05 desember 2005

Jæja þá er bara að sækja um á fleiri stöðum.

Og mér sem fannst þetta ganga svo vel. Var í viðtali í morgun og það sóttu nú ekki nema 79 manns um það starf. Vonandi verður þetta ekki vesen endalaust. hehe.

Það er búið að ráða í ritarastarfið á lögfræðistofunni og viti menn ég var ekki ráðin hehe svona er þetta þá er bara að finna eitthvað meira spennandi.

Hafrún Ásta leitari eða seeker (Harry Potter er seeker er reyndari ekki að leita að vinnu enþá hehe)

04 desember 2005

Jólahlaðborð x2

Já sinnum tveir hehe því

Föstudagur jólahlaðborð 1 með minni vinnu -
Borðhald átti að byrja klukkan 20. Jú við mættum klukkan 20 eftir að hafa lagt frekar langt frá Borginni. Já sko Hótel Borg. Allavega þá settumst við stórt hringlaga borð 4 ég, Siggi, Karen og Óli. Svo bættust í hópinn Úlfar og frú og vorum við eins og grúppíur fyrir Margréti Eir sem söng fallega en var mjög kaffærð af bassanum sem spilaður var undir. Ja svo kom maður og sagði okkur það að við værum á vitlausu borði og tróð okkur sex í 5 sæti það er tróð þar inn einum biluðum stól í viðbót og plássið okkar var eftir því auðvitað. Eins og það væri ekki nóg þá liðu um tvær klukkustundir áður en við fengum að borða og afhverju leið svona langur tími. Jú í fyrsta lagi var eitt langborð með matnum á og það fyrir 150 manns 100 á vegum minnar vinnu og 50 á ýmsum öðrum slóðum. Í öðru lagi þá hafði einhverri konu dottið í hug að breyta orðatiltækinu dettum í það á jólahlaðborði í dettum á jólahlaðborðið. Hehe jamm einhver kona ekki á vegum minnar vinnu hehe datt á hlaðborðið og þá þurfti að þrífa upp eftir hana og skipta um mat á borðinu ekki var vinsælt svona bland í poka klessa einhver. Ja þar sem við þetta myndaðist mjög löng röð sem við lentum í jamm þá gekk starfsfólkið um og bauð jólabjór og malt og appelsín, og hellti svo nánast heilum bjór yfir einn í röðinni SNILLD. Ég var farin að dauðvorkenna starfsfólkinu þarna. Já loks fengum við mat og byrjuðum á forréttunum og borðaði of mikið af þeim svo ekki gat ég notið hins eins vel. Ja svo fer ég aftur til að fá mér aðalréttinn og er að setja sósu á kjötið þegar strákurinn á undan mér (ekki vinnufélagi minn sem betur fer) horfir á diskinn minn og segir þetta er ekki svona þessi sósa var á lambið og þessi á svínið. Ég svaraði nú pent þú skalt bara borða þinn mat og ég minn hehe. Eftir mat fórum við bara heim slepptum eftirréttinum. það var um 23 en þá vorum við svo gott sem nýbúin að borða. Þó misstum við ekki af því þegar ein sem vinnur með mér og var á borði lengra frá okkur var greinilega búin að borða og hrunin í það því hún lá á öxl næstu manneskju hehe stuð. Já við fórum bara heim.

Laugardagur jólahlaðborð 2 með Sigga vinnu -
Mæting upp úr 14 á Hótel Keflavík. við mættum snemma og um leið og ég stíg inn á hótelið geri ég mér grein fyrir því að ég gleymdi spariskónum heima og er bara með hermannaklossana. við skruppum því í verslunarferð og keyptum skó stígvél á 6.900 kr sem var svo fínt verð og þeir eru æði varð ekkert þreytt í fótunum allt kvöldið þrátt fyrir mjög mjóan hæl og að þeir eru támjóir. Já svo fórum við upp á hótel í sturtu og svona og dúllast við að taka okkur til. Svo fara aðrir að týnast inn. Jón Fannar bróðir er byrjaður að vinna þarna og þau voru því þarna líka hann og Anna sem var bara stuð. Já Anna kaupir sokkabukur en tekur óvart pushup boxers hehe já það er til svo Jón Fannar þurfti að fara út á bensínstöð að kaupa sokkabuxur hehe. Jamm um 18:30 eru allir ready og svaka fínir og fara niður í fordrykkinn og svo í bílum á Ránna. Nema hvað ég þekkti ekki hann Snorra sem vinnur með Sigga hef ekki séð hann í 3-4 ár og bara þekkti hann ekki hvílík skömm (en ekki svo ólíkt mér). Já við mætum á Rána og gillið byrjar. Ekki sést til Bergþórs Pálssonar sem átti að syngja undir borðhaldi hehe svo þar sem súpan sem átti að vera var ekki sjáanleg heldur hehe þá gerðum við bara ráð fyrir því að hann lægi í súpunni en nei hann kom seinna en þó ekki með súpuna. Hann sló í gegn hann er hress karlinn. Maturinn var fínn en auðvitað át maður of mikið þar og mér var nú bara bumbullt af öllum þessum mat um helgina. Var bara fegin að fá hrísgrjón og smá kjúkling í kvöldmat í dag. Ja eftir matinn var spjallað og jú jú við fengum okkur eitthvað í glas líka ég ... Svo mætti aðal töffarinn hehehe Rúnar Júl jamm hann var að spila á Ránni. Held að synir hans hafi sungið flest lögin en þetta var gaman og ég dansaði helling á nýju skónum og drakk eitthvað tópas skot sem sagt tópas í fljótandi formi. Jú jú og dansaði við misgóða dansara. Jón Fannar bróðir er fínn dansari og gaman að dansa við hann þar til hann reyndi að rota mig held hann hafi ekki nennt að dans við mig lengur hehe. Nei nei þetta var klaufa skapur ætlaði að enda dansinn sem hafði verið með flottum snúningum og dýfum með svaka flottri dýfu í endann og hitti beint með hausinn á mér í stól. hehe KLAUFI og hann var voða sorrý og spurði hvort ég væri nú í lagi ég svaraði að ég hefði sennilega aldrei verið alveg í lagi og versnaði varla mikið meira en þetta hehe. Fórum svo upp úr klukkan 3 upp á hótel aftur og í rúmið upp úr 5 allt of seint hehe. Eftir þetta kvöld í Keflavík er ég ekki frá því Keflvíkingar séu sér þjóðflokkur hehehe en sennilega eru Reykvíkingar það líka.

Allavega var mjög gaman um helgina og svo í dag fóru Siggi og Hafsteinn í bíó á litla Kjúlla og ég og Heiðmar Máni í langan bíltúr til Keflavíkur að sækja símann hans Siggi sem varð eftir á hótelinu. Svo verlsuðum við 3 jólagjafir og fórum heim að hafa það kósý.

Hafrún Ásta þreytt eftir helgina og á að mæta í atvinnuviðtal á morgun og vonandi fæ ég bráðum svar frá lögfræðistofunni.

02 desember 2005

Til hamingju með daginn amma

Já amma hefði orðið 77 í dag svo ég sendi henni kertaljós og koss


Knús frá okkur Maríanna amma,
Hafrún Ásta og fjölskylda.

kannski vel meint en...

Textinn í laginu Band aid - Do they know it's Christmas? hefur alltaf nokkurs konar undarleg áhrif á mig þar sem hluti textans er svo undarlegur
There's a world outside your window,
and it's a world of dread and fear
Where the only water flowing
is the bitter sting of tears
And the Christmas bells that ring there
are the clanging chimes of doom
Well tonight thank God it's them
instead of you


Finnst engum öðrum þessi texti undarlegur. Hægt er að sjá hann allan í linknum að ofan.

Hafrún Ásta sem fór að hugsa þegar ég heyrði lagið í leikfimi í morgun.

01 desember 2005

Búin með tvö atvinnuviðtöl

Og gekk vel í því fyrra og fæ svar í kringum helgina, vonandi í dag. En þó allavega á mánudaginn býst ég við. Þau voru rosalega fín og ég kæmi til með að gera margt og eflaust hafa gaman af. Þetta var á lögmannstofunni. Held samt að ég hafi beðið um allt of lág laun. Þarf að endurskoða verðmat mitt á sjálfri mér.

Fór svo í hitt viðtalið en ég hef lag á að finna þegar ég kem inn hvort það hentar mér eða ekki og ég fann það strax þarna. Ekki að þetta geti ekki verið gefandi starf en þetta er langt að fara og svo get ég ekki hugsað mér það sem framtíðarvinnu.

Hafrún Ásta sem núna bíður spennt.