31 janúar 2006

Mjá hvaða kisa ert þú

Já ok ég hef ekki neitt að segja hehe.

Siamese
You are a Siamese! You are fun-loving, playful,

energetic, talkative, and exotic. You are

the center of attention and you love every

minute of it.


What breed of cat are you?
brought to you by Quizilla

30 janúar 2006

goðatrú hver ert þú?



Og er bara nokkuð sátt við þetta
hægt er að taka prófið hérna.

26 janúar 2006

var klukkuð...

Var klukkuð af Rósu Bjarna

Fjögur störf sem ég hef unnið við
Rekstrarvörulagerstjóri
Gjaldkeri
Silkiprentari
leiðbeinandi í tölvukennslu

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Lord Of the Rings allar þrjár í lengdum útgáfum
Harry Potter - allar og líka þær sem eru ekki komnar
Dirty Dancing - I know en hún er svo sæt
10 things I hate about you - unglingamynd en samt svo skemmtileg.
ein í bónus - Robin Hood men in thights

Fjórir staðir sem ég hef búið á
Reykjavík
Kópavogur
Skagaströnd (en man nú ekkert eftir því var 1 árs eða eitthvað álíka)
nokkrum stöðum í Reykjavík og tveimur í Kópavogi

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á
CSI
Alias
Law & Order SVU
Lost

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til (í fríi)
Ítalía
Spánn
Akureyri
Glasgow
og margir fleiri eins og Júgóslavía fyrir löngu og austurríki. Dagsferð...

Fjórir vefsíður sem ég fer inn á daglega
visir.is - vinnutengt
mbl.is - vinnutengt líka
Karen Ulrich
Linda litlaskvís
og margar fleiri þekki svo marga bloggara.

Fjórar uppáhaldsmatartegundir
Lasagne
saltkjöt og baunir
Mexíkanskur
Austurlenskur
Og margt annað svona ekta íslenskt

Fjórir CD sem ég gæti ekki verið án
Úff alltof margir. ég elska tónlist og á marga diska sem ég gæti ekki verið án veit ekki hvort ég nenni að telja þá alla upp. En Metallica diskarnir mínir og allt rokkið mitt og svo margir margir aðrir eins og Villi Vill hann er æði.

Fjórir staðir sem ég mundi frekar vilja vera á
Ég held ég vildi hvergi vera frekar en hjá sigga og strákunum en ég skal reyna
Í London á saumasýningunni en ég fer þangað í Mars
Hef alltaf langað til Hawaii
og Ástralíu
í sumarbústaðarferð að sauma út í eitt.

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Linda Björk Einarsdóttir
Rósa Tom
Ásdís
Jón Kristján a.k.a. Himpigimpið

Þá er það komið

London baby

Athugið að þessi færsla skal lesast með miklu nefmæltu hljóði og snýtingum í um þriðja hverju orði!

Ég er að fara til London í mars á sýningu með saumaklúbbnum og hlakka mikið til. Búin að panta flug og hótel og býð spennt. Áður en það gerist fer ég nú samt í sumarbústað og svo Siggi í golfferð til Flórída í 8 daga.

Keyptum Popp-punkt spilið á 500 kall og spiluðum það í gær það er frekar þungt en við skemmtum okkur ágætlega samt. Og ég tók Sigga í bakaríið heppni reyndar held ég. Keyptum líka nýja Trivialið og ætlum að spila það næst. Svo gaman að spila.

Hafsteinn fór í afmæli í Veröldina okkar í Smáralind eftir leikskóla á þriðjudaginn og tilkynnti mér eftir á að hann vildi sko hafa sitt þarna líka humm best að vera með það á hreinu strax hehe ekki eins og hann eigi afmæli í lok október hehehe. Kom að vísu út með myndarlega kúla er bara eins og einhyrningur. Voð asætur einhyrningur samt.

Jæja hef ekki meira að segja svo ég fer að vinna núna.
Hafrún Ásta London fari (bráðum allavega)

22 janúar 2006

INXS

skildi maður hlusta á þá með J.D. í broddi fylkingar? Veit ekki ég hélt með Marty og mér leiðist JD einhverra hluta vegna en hver veit nema maður sætti sig við hann á endanum.

viðbót: Smá info fyrir hina sem héldu með Marty Casey The lovehammers þetta er bandið hans ;o)

Hafrún Ásta sem hefði viljað að Marty ynni.

20 janúar 2006

Hrós

Jæja er að klára mína 3 viku hér í nýju vinnunni og einn yfirmaðurinn kom til mín í dag og sagði ég frétti að þú værir að standa þig rosalega vel og vildi bara hrósa þér fyrir hvað þú ert dugleg og fljót að komast inn í allt. Svo ef þú vilt er hægt að bæta fleiri verkefnum við þig.

Ekki amalegt að fá hrós eftir 3 vikur í starfi.

Hafrún Ásta sem fer glöð og kát inn í þessa helgi þrátt fyrir leiðindakvef.

16 janúar 2006

svona til gamans...

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Langar þig að knúsa mig?
4. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
5. Langar þig til þess að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig???

-svaraðu þessu í comment

Snjóhús

Já eftir 10 ára sennilega gerði ég snjóhús á ný. Með strákunum og nágrönnum okkar á efri hæðinni. Kristínu, Jóni Eggerti, Elísabetu og Alexanderi Óla. Svo bættist í hópinn Birta sem býr í hinni íbúðinni uppi. Einnig kíktu Karen og Kristófer við og hjálpuðu til. Þetta tók nú um 2 tíma en var nú ekki mjög stórt snjóhús.
Og ég er með harðsperrur eftir allann þennan mokstur hehe já moka upp hrúguna og svo út úr aftur til að þau kæmust inn. En ég tók þó allavega vel á í gær hehe.


Svo fórum við í kaffiboð til Bolla, Sunnu og krakkanna og það er alltaf gaman. Krakkarnir léku sér helling saman og Heiðmar Máni svaf nánast af sér kræsingarnar en ég vakti hann svo hann fengi nú smá kræsingar. Hafsteinn Vilbergs hvarf strax inn í herbergi og sást lítið eftir að hafa borðað.

Fórum svo heim eftir skemmtilegan og atburðarríkan dag.

Hafrún Ásta með harðsperrur og væri svo til í að sauma þessa mynd sem heitir "In the arms of an Angel"

11 janúar 2006

Vika liðin

í nýju vinnunni og mér líkar hún vel fann fyrir pínu svona álagi í dag en lærði nýja skipulagningu af því hehe. Í stuttu máli þá líkar mér þetta mjög vel og er alsæl með að hafa skipt yfir.

Að öðru hehe Á okkar heimili er ekki suðað um að fá kisu eða hund. NEI Hafsteinn Vilbergs sat á klósettinu og sagði allt í einu "pabbi má ég fá litla systir". Hann hefur oft spurt mig að þessu. Svo þegar Siggi sagði en ef það kemur ekki systir ef það kemur annar bróðir. Þá sagði hann geturðu ekki bara sett systir í magann hennar mömmu. Aðspurður afhverju hann vildi systir svaraði hann "Svo hún geti leikið við Heiðmar Mána svo ég þurfi ekki alltaf að leika við hann. hehe BÖRN. Og þegar þetta fékk ekki okkur foreldrana til að segja já ok búum til systir þá sagði hann gerðu það plís mig langa svo í systir.

Að enn öðru, keypti mér ný leikfimisföt í dag þó ekki væri nema til að vekja mig af dvala og rífa mig upp úr rúminu og mæta í leikfimi. Og það virkaði svo vel að ég fór eftir vinnu þegar Siggi var heima.

Hafrún Ásta sem verður vonandi farin að mæta 3 í viku aftur á no time. Verst að það er klukkan 6 á morgnana.

05 janúar 2006

Jæja já smá blogg

Þar sem það er ekki vinsælt að blogga á fullu í vinnunni svona til að byrja með allavega hehe, þá verðið þið að sætta ykkur við svona örblogg þegar ég held ég hafi eitthvað að segja.

Á morgun er þrettándinn og síðasti jólasveinninn farinn heim til fjalla. Þá tíðkast einnig að taka niður jólaskrautið sem verður ekki svo flókið í ár. Hvers vegna? Nú kannski vegna þess að við fórum norður um jólin og eyddum áramótunum hjá mömmu og pabba svo við settum aldrei upp jólatré í ár. Hafsteinn var nú ekki mjög glaður með það. En þar sem við vorum komin norður 22. des þá náðum við ekki að setja það upp á þorláksmessu eins og vanalega, í fyrsta lagi 22. des. Svo það er bara svona smotterí og seríur. Höfum helgina í að ná þessu niður. Siggi stakk nú samt upp á að framleggja jólin bara svo það þyrfti ekki að taka þetta niður strax.

Veit ekki hvað ég á að segja meira, er eitthvað andlaus.

saumaklúbbur á laugardaginn og svo ætla sálfræðiskvísurnar að hittast á mánudaginn. Ótrúlegt að það er annað hvort í öxla eða eyra í félagslífinu hehehe.

Jæja hætt í bili verð ein í vinnunni á morgun þarf að vera vel sofin. Töldum sko lagerinn í dag geðveikt duglegar og kláruðum og vorum bara að eftir hádegi.

Hafrún Ásta vinnusama

04 janúar 2006

Já viljiði vita það...

líka hvar þetta er og allt svoleiðis?

Jæja þá ég er sem sagt nýbyrjuð að vinna (byrjaði í gær) hjá Kaupási. Nýja vinnuemailið mitt verður því hafrun@kaupas.is og hér kem ég til með að sjá um rekstrarvörulager fyrir 3 búðir sem keðjan rekur (Nóatún, Krónuna og 11-11). Er núna að læra inn á þetta allt og gengur það bara vel. Verð samt mun minna ef eitthvað inn á MSN og mun eflaust blogga minna allavega til að byrja með.

Hafrún Ásta upptekna.

03 janúar 2006

Jæja skulda ykkur blogg

Jamm viðtalið gekk vel svo vel að ég byrjaði í morgun klukkan 8 og fyrsti dagurinn var fínn. Ég fékk að hætta strax hjá Sýslumanninum því ég fékk útborgað eftir á svo ég hafði ekki fengið nein laun í ár svo þetta var bara einfaldara og verkefnið sem ég var í var búið svo þetta var svo heppilegt.

Nýja vinnan er fín og fólkið þar hresst og skemmtilegt.

Svo í fyrramálið kl.6 byrja ég aftur í leikfiminni vonandi lifi ég það af hehe.


Var með saumaklúbb í gær og það er alltaf svo gott að fá stelpurnar í heimsókn.

Hafrún Ásta sem byrjaði nýja árið í nýju starfi sem verður án efa skemmtilegt.