31 október 2005

Mánudagur :o/

Kannski ekki alveg Garfield style en bakið heldur áfram að versna og ég þoli það ekki þarf að standa reglulega upp og passa mig þegar ég beygi mig og ARG þetta er ömurlegt en hey dagurinn gæti skánað nóg er eftir af honum.

Hafrún Ásta sem verður vonandi glaðari eftir smá stund er ekkert óhress bara svona pínu pirruð á þessu "nýja" baki en mátti svo sem búast við þessu það sögðu allir bíddu þetta fer versnandi svo farðu varlega.

29 október 2005

Jæja so far so good

Veðrið í dag var svo gott að ég gat ekki neitað strákunum um að fara út þó ég og Heiðmar Máni höfum bara verið frekar þreytt eftir það. Hafsteinn hefur nú samt verið meira og minna úti í allan dag og notið þess. Enda ekta veður fyrir börn snjór enginn vindur og endalaust stuð með snjóþotu. Kom eiginlega bara inn til að borða hehe. Innipúkinn minn er sko útisnjópúki.
Hafsteinn að renna sér sem er sko aðalstuðið

Heiðmar Máni að labba í snjónum en hann var nú hálfvaltur og þetta virtist þreyta hann töluvert eins og sjá má á næstu mynd.Gísli er svona að að koma til kom sjálfur út úr búrinu og það heyrist í honum aftur.

Bakið það skríður saman vonandi get ekki setið mjög lengi án þess að standa upp á milli og ég lagði mig í dag áður en ég eldaði. Svínasteik og kartöflur og sósa og Ari Már kíkti í mat.

Vonandi fer þetta batnandi finnst svo erfitt að geta ekki almennilega haldið á Heiðmari Mána þegar hann biður mig um það.

Hafrún Ásta sem ætti ekki að kvarta og þakka fyrir að dagurinn í dag kom ekki með það þriðja hehehe. ;o)

28 október 2005

næsti dagur...

allt er þá er þrennt er var þetta ekki þannig ok í gær áreksturinn í dag fann ég annan páfagaukinn liggjandi á botninum í búrinu og hinn lá hjá honum og kúrði hann. Hafsteinn var frekar leiður og vill kaupa nýjan en ég sagði að við mundum bara veita Gísla (sem eftir er og er frekar pirraður og leiður) extra athygli svo honum mundi líða betur. Nú bara bíð ég það á eitthvað eitt eftir að gerast um helgina.

Fór upp á slysó í morgun til að láta athuga mig og læknirinn sagði að þetta gæti versnað alveg næstu 2 vikurnar allavega. getur tekið um 2-3 vikur eða jafnvel 6-8 vikur en ef ég er ekkert skárri eftir 2 vikur eða 3 vikur þá ætti ég að láta líta á mig aftur, en að þetta væri til á skrá ef þetta versnaði. Fattaði það þegar ég var komin út og af stað aftur að ég ætlaði að fá áverkavottorð en býst við að ég geti fengið það hvenær sem er víst þetta er til á skrá. Hann spurði hvort ég ætti verkjatöflur ég sagði svo vera eitthvað hann sagði taktu þær eftir þörfum en helst ekki meira en 2 sterkar á dag. Svo er bara að vona það besta og vera dugleg að hreyfa mig. Ég sagði j´aer í einkaþjálfun svo það reddast. Hann svaraði rólega svona eins og til að ég mundi nú örugglega skilja það að það væri nú ekki það sem hann væri að meina heldur svona venjulega hreyfingu. hehe.

Hafrún Ásta, kjáni og klaufabárður.

27 október 2005

spurning dagsins???

hvað mundirðu gera ef einhver svínaði fyrir þig? Mundirðu flauta, bremsa og gefa eftir (that is me yfirleitt sleppi ég meira að segja flautinu), svína fyrir næsta bíl og vona það besta ekki ég eða panikka og beygja til vinstri sem er reyndar enn ein akreinin á miklubrautinni? Sú akgrein innihélt mig sem dauðbrá þegar rauð honda crv byrjar að keyra inn á akgreinina nákvæmlega þar sem ég var og það á miklum hraða og ég negli niður og hún fer samt á fullum hraða á mig og straujar hliðina og ýtir mér upp á umferðaeyjun og heldur svo ferð sinni áfram og tekur með sér slatta af grindverkinu sem er á milli gatnanna. Hún segir að strætó hafi keyrt út (á álagstíma) og sá sem var á þeirri akgrein sveigði frá og svínaði um leið fyrir hana, og stakk svo af, svo hún færði sig já inn í bílinn minn og ýtti mér upp á umferðaeyja skemmtilegur dagur.

Ja löggimann er kallaður til og Óli og Karen mér var ekki skapi næst að bjóða þeim kaffi. Mest var ég fegin að ég var ekki með strákana í bílnum því ég var á leiðinni eftir þeim. Nonni sá áreksturinn og stoppaði og komst seint og illa yfir greyið hálfa Miklubrautina til að athuga hvort ég væri í lagi. Nú við förum inn í löggubíl og þá hringir síminn jú Vala hafði keyrt framhjá og þekkt bílinn og var að athuga hvort allt væri í lagi. Nú sú sem keyrði á mig byrja að útskýra hvernig þetta allt gerðist sem ég vissi ekki því ég var bara að keyra í rólegheitum mínum þarna. Svo spurði löggimann hvernig ég upplifði þetta og ég sagði eins og satt var. Ég varð ekki vör við neitt fyrr en ég sá bílinn (rauðu honduna) birtast á minni akgrein og ég bremsa finn svo þungt högg og heyri svona skraphljóð og svo veit ég næst af því að ég er upp á umferðareyju, sé svo hinn bílinn keyra niður girðinguna og vona bara að hann stoppi fljótt áður en hann endar á hinni götunni á móti umferð það hefði endað illa því umferðin var þung. Svo spyr hann hvort ég kenni til og ég sagði eins og var að adrenalínið væri enn í botni og ég gæti ekki svarað því en ég fyndi til þreytuverks í bakinu. Hann sagði farðu til heimilislæknis eða á slysó ef þetta ágerist eða ef þið farið að finna til í kvöld eða eftir 2-3 daga. Þegar ég svo kem yfir í bílinn minn aftur þá sé ég að mamma hringdi svo ég hringi í hana og jú jú hún keyrði framhjá líka hvernig er þetta öll familían og vinir á Miklubraut í dag á sama tíma. hehehe!
Hinn bíllinn sem ég gleymdi að taka mynd af var dreginn burt óökufær en þeir töldu minn ökufæran sem hann er en eins og sést á myndinni að neðan er felgan illa farin og því höktir hann pínu ekki mjö gmikið en nóg til að ég vilji ekki keyra hann meira en nauðsynlegt er og alls ekki með strákana í bílnum. En ég get sagt ykkur það að ef ég hefði ekki bremsað hefði hún keyrt inn í miðjan bílinn hjá mér á þessari ferð og þá væri bíllinn minn sennilega ónýtur og ég verr farin svo ég get þó þakkað fyrir þessi tímabæru bremsuviðbrögðum.Nú finn ég meira fyrir bakinu en í dag og vona að það verði ekki meira en ég hef ákveðið að láta líta á mig samt á morgun. Sérstaklega ef þetta versnar.

Sem sagt ekki mjög góður dagur í dag...
Hafrún Ásta

Loksins saumaði ég eitthvað

hélt áfram með mörgæsirnar mínar í gærkvöldi og þær eru svo flottar og gaman að sauma þær. Í kvöld er svo MS salið (já þið hin þetta blogg er fyrir saumaklúbbinn) hehehe. Þarf að taka mynd og sýna ykkur

Hafrún Ásta sem hefur undanfarið verið allt of upptekin til að sauma og fannst svo gott að sauma í gær við nýja fína lampann hehehe

myndirnar eru komnar í hús

og þær eru allavega 300 talsins og margar mjög skemmtilegar. Hehehe veit að Karen hefur svitnað yfir þeim og Anna Jóhanna býður einnig spennt hehehe.

Sýni þeim myndirnar á eftir. Sorrý þær eru allar á pappír svo þið verið að koma í heimsókn til að sjá þær.

Hafrún Ásta sem þarf að kaupa 300 mynda albúm.

26 október 2005

Fleiri afmælismyndir


Stuð á afmælisbarninu brosandi hringinn eða svo.


Með mömmu og pabba aðeins stærri en á fermingarmyndinni sem fær ekki að fljóta með.


Svo ein með Ara Má (litli bróðir sem er sko löngu löngu orðinn stærri en ég MIKLU)

Svo set ég fleiri myndir inn seinna og set link. En nú væri vinsælt hér ef ég færi að vinna eitthvað haha.

Og já á meðan ég man ég fæ myndirnar úr einnota myndavélunum í dag þá verður stuð hehehehe!!! *púkaglott*

Hafrún Ásta stuðgella

25 október 2005

Þessi síða

Tannsmiðurinn er algjör snilld. Hvort sem þetta er allt satt eða ekki þá er vel hægt að hlægja að þessum bloggum ef maður þarf að komast í gott skap. Og er aprílgabb sagan hennar með þeim fyndnari sko.

Hafrún Ásta

24 október 2005

30 ára hvað

Gleymdi að segja ykkur frá því að þegar ég fór í Ríkið að versla áfengið og var að borga hehehe. Þá var ég beðin um skilríki og gæjinn sem var að afgreiða hefur verið svona humm 18 hí hí og hann sagði ok þú rétt sleppur. En hann sagði ég lendi alltaf í þessu líka. er samt sko 28 við alveg ok héldum að hann væri 18. Hehehe

Hafrún Ásta sem stefnir á að vera einstaklega unglegt gamalmenni í framtíðinni.

Afmælisbörnin

Fleiri munu svo bætast við seinna ó já hehehe.


Afmælisbörnin tvö ég og Vala


Já og aftur við, set inn meira seinna. Þegar ég hef fengið myndir úr einnota vélunum og búin að ná í þær í myndavélina hjá mömmu og pabba og sníkja hjá Elenu nokkrar líka.

ÉG fór í leikfimi í morgun klukkan 6 það var erfitt ó já en ekki eins erfitt og ég átti von á. En einkaþjálfarinn hann Georg naut sín ekkert smá hehe hann sagði að það skini af mér annar í þynnku.

Hafrún Ásta sem er þó ekki eins þunn núna og í gær hehe og var að komast að því að ég fór á síðasta kvennafrídag að vísu ófædd en bara rétt svo hehe og fer aftur núna...

23 október 2005

Algjört stuð

já takk fyrir komuna þið sem komuð í gær það var alveg svakalega gaman og geðveikt stuð. Mikil þynnka fylgdi í morgun en við sváfum á hóteli í nótt og vöknuðu þunn og tannburstalaus æjæj. skriðum svo yfir á Stælinn og ég fékk mér hálft kjúklingasalat og kláraði það ekki. Gerði svo pítsur í kvöldmat. Það versta við þynnku dagsins var ekki að fara og taka til í salnum og ganga frá NEI heldur að ég uppgötvaði að ég á að far aí leikfimi klukkan 6 í fyrramálið ARG er alveg úr mér gengin í dag hehehehehe. Svona er að vera að djamma þetta en ég skemmti mér svo konunglega. Og þakka öllum sem komu aftur svakalega vel fyrir komuna.

Jæja þynnkan leyfir mér ekki að hugsa meira í bili.
Hafrún Ásta þunna

21 október 2005

Klaufaskapur og lítið minni :o/

Fyrst klaufaskapur; var að elda hakk og spaghettí í gær allt í góðu, ja það var reyndar taglitelle en hey hverjum er ekki sama, Svo ákvað ég að hafa steikt egg með hita pönnuna set olíu rétt passlegt af henni. næ í egg og held áfram að elda á meðan pannan hitnar. Svo kemur að steikingunni og nei ég brenndi mig ekki merkilegt nokk. ég tek eggið og geri svona brot í það og set svo puttana við til að opna eggið og hleypa gumsinu út og skil ekkert í hversu erfiðlega það gengur hvílíka þrjóska eggið. Hugsaði varlega svo ekki fari skurn með það er bara OJ (bara Árni bróðir borðar hana með) nú þegar ég loks næ því í sundur þá já eggið var harðsoðið þá hafði ég sett það þannig í ísskápinn til að nýta það í salat eða eitthvað sniðugt og gleymt því. Það var að vísu ekki skemmt en örugglega ekki gott svona steikt harðsoðið egg.
Nú lítið minni eftir 3 vikur í ræktinni fór og og keypti dragt fyrir partýið annað kvöld. Já ég mundi eftir því og síðan þá hef ég verið á leiðinni með hana í styttingu í morgun mætti ég í vinnuna og uppgötvaði mér til skelfingar að hún var óstytt upp í skáp jamm og afmælið á morgun. Arg hvað gerir maður þá, fer heim nær í hana fer á saumastofu í Fákafen og grátbiður um hraðþjónustu sem ég fékk þær eru æði. Úff talandi um gleymsku.Svona til að toppa allt þá bíður maður fullt af fólki í veislu og fær svo HLUSSUSTÓRA já BÓLU á enniðHafrún Ásta spennt fyrir morgundeginum.

Awww hvað lítil börn eru sæt

Fórum í heimsókn til Lindu og Karítasar Árnýjar í gær Sumarrós og Míó voru ekki heima en við komum nú samt með gjafir handa öllum svona smá fyrir alla ;) Hafsteinn var svo hrifinn af Karítas og það sést best hér


Heiðmar Máni var nú mjög hrifin af henni líka, en þegar hann fékk ekki að halda á henni þá fór hann bara aftur að leika með dótið hehe.

Jamm svo verður stuð hjá strákunum í dag því Guðný amma, Sigrún og Ari Jón koma suður í dag og getur verið að þau sæki strákana á leikskólann verða þeir hissa eða hvað. Þeir vita að þau eru að koma en samt ég veit að Hafsteinn bíður eftir því

Hafrún Ásta sem bíður spennt eftir morgundeginu því þá er PARTYTIME....!

20 október 2005

2 dagar í stuðið

Jamm það er fimmtudagur og svo kemur föstudagur og svo kemur stuðdagur og PARTYTIME! Já krúttin mín það er sko bara núna á laugardaginn sem partýið er og það verður sko STUÐ!!! Búin að kaupa afmælisfötin og alles ætla að vera svaka SKVÍSA. ;o)

P.S. telst gulrótakaka sem grænmetisréttur?

Hafrún sem verður samt ekki orðin 30 ára þá hehehehe

19 október 2005

kókópuffspakkaökuskírteini og lok, lok og læs

já það er eins og sumir hafi egnast sitt svona frítt með cheeriospakka eða kókópuffsi ARG þegar fólk notar ekki eða misnotar stefnuljós get ég orðið pirruð og líkar þegar fólk leggur í 2-3 stæði. En þegar fólk skiptir um akgrein í hringtorgi í töluverðir umferð (eða engri) þá verð ég reið. Það er ekki bara dónaskapur nei það er STÓRHÆTTULEGT.

Ja mín vaknaði í morgun, pínu erfitt jú en samt, klukkan 5:45 og dreif sig í leikfimi ja eða reyndi. Því þegar á staðinn var komið voru allar hurðar læstar. Við biðum í smá tíma en enginn kom og opnaði svo við fórum heim aftur. Til Sigga gleði var ég lyklalaus sniðug mar þurfti að hringja bjöllunni þrisvar sinnum svona pínu til að vekja hann til að hleypa mér inn. Skreið svo upp í til hans köld og fín. Ég sofnaði nú ekki aftur en svo kom Hafsteinn og kúrði mig pínu áður en við fórum framúr.

Þessi dagur fór brösulega af stað. Að vísu er þetta hringtorgsvesen frá því í gær hann hefði getað valdið slysi fíflið það arna á sínum óskoðaða bíl...

Hafrún Ásta sem fer kannski í leikfimi eftir vinnu.

18 október 2005

tækjafikt... :o)

Mamma hafði orð á því um daginn að henni fyndist skrýtið hvað við værum öll miklir tækni- og tækjafiktarar. Því hún væri svo alveg laus við þessa fiktþörf þegar það kemur að tækjum. Sennilega er orsökin fundin, mín allavega var að heyra frá frænku minni (föðursystir) að Hafsteinn pabbi hefði verið einstaklega tækjaóður og haft mjög gaman af að fikta í öllum tækjum og vita hvernig þau virkuðu. Heiðmar Máni er einmitt tækja- og takkaóður hehe þarf að prófa allt Hafsteinn Vilbergs var bara pjúra handóður en hann fiktaði nú svo sem í tækjum líka. Hann veit fátt skemmtilegra en að fá að fara í tölvuna og er orðinn þónokkuð góður í henni þrátt fyrir mjög takmarkaðann tíma sem hann fær við hana. Allavega gott að vita hvaðan svona fiktárátta kemur Hehe ;o)

Hafrún Ásta tækjafiktari (testari)

Fór ekki í leikfimi í morgun

svo ég svaf til 7 og það var eins og að sofa út ég vaknaði reyndar rétt fyrir 7 á undan klukkunni og mér leið svo vel í morgun. Held ég verði að lauma inn einum og einum svona degi það er svo gott. :o) Hver hefði haldið að það væri eins og að sofa út að sofa til 7?

Annars byrjaði ég á bókinni Svo fögur bein í gær. Ætlaði aðeins að kíkja svona til að byrja á henni og áður en ég vissi af var fyrsti kafli búin (byrjaði frekar seint) og Siggi sagði viltu slökkva ljósið ég er að reyna að sofna. Hlakka til og kvíður fyrir að halda áfram, ég finn til með sögumanninum strax í fyrsta kafla.

Hafrún Ásta útsofin og fín

16 október 2005

Ótrúlegt en satt

Jamm undur og stórmerki það eru komnar nýjar myndir og það 3 albúm á heimasíður strákana sömu albúm á báðum síðum.

Fór út á vídeóleigu áðan að taka Guess Who er að fara að horfa á hana en allavega þegar ég kem út úr bílnum kemur ungur strákur til mín og biður mig að kaupa fyrir sig sígarettur, hitti minn á ranga manneskju og ég sagði auðvitað nei ég vil það ekki. Fyrir utan að það er ólöglegt mundi ég aldrei kaupa tóbak handa barni.

Í gær var tvöfalt afmæli hjá stubbunum og hér kemur smá mont ég bjó til afmæliskökuna sem var í gær og hvernig finnst ykkur.

Allavega kláraðist hún upp til agna.

Hafrún Ásta kveður í bili farin að glápa á myndina.

14 október 2005

Jamm og jæja

Hef ekkert að segja en vildi segja, Til hamingju með afmælið Sonja! Hvernig er að vera orðin 30 ára? ;o)

13 október 2005

Ég elska ókeypis bækur

og bækur almennt ... fór og náði í tvær ókeypis bækur í JPV útgáfu eina á mínu nafni sem heitir Svo fögur bein og eina á Sigga nafni sem heitir Maður að nafni Dave. Að vísu keypti ég svo eina líka sem heitir Eragon sem er skrifuð af 15 ára gömlum dreng er svona fyrirfram afmælisgjöf frá mér sjálfri hehe.

Hafrún Ásta bókaormur sem hefur ekki leyft sér að líta í bók of lengi nema þá Harry Potter og LOTR!

Jæja betri morgun í dag

Þó mig hafi mest langað til að sofa einum og hálfum klukkutíma lengur og sleppa leikfimi. Þá dreif ég mig á lappir og í leikfimi. Ekki frá því að það hafi mildað strengina aðeins.

Á morgun er svo foreldrakaffi hjá Heiðmari Mána sem var nú kátari í morgun og hékk ekki í mér og grét, enda var hann fyrstur að mæta í morgun og fékk alla athyglina fannst það ekki ónýtt hehe.
Eftir vinnu á morgun er svo keila, svo versla og svo fara heim að undirbúa barnaafmæli. Föstudagurinn eftir það fer svo í að undirbúa hitt afmælið. hehehe ;o)

Jæja farin að vinna man ekki eftir fleiru til að segja í augnablikinu.

Hafrún Ásta strengjabrúða

12 október 2005

Erfiðasti morgun í langan tíma

Og ekki sökum erfiðrar æfingar í morgun nei. Heldur hefur Heiðmar Máni aldrei verið svona lítill í sér þegar ég ætla að fara í vinnuna og kveðja hann í leikskólanum hann hékk í mér og græt með tárum ég reyndi fyrst að róa hann niður með öllum ráðum en hann bara ríghélt í bleiupakkan sem við fórum með í leikskólann og neitaði að sleppa mér ég fór með þungunn huga yfir í hinn hluta leikskólans til að kveðja Hafstein sem hljóp bara sína leið. En heyrði hann ekki gráta þegar ég labbaði svo út en vá hvað þetta er erfitt vona að þetta sé ekki eitthvað nýtt hjá honum sem gerist á hverjum morgni. Vona að hann sé bara svona þreyttur í dag og að þetta sé einsdæmi.

Svo sagði mamma tvíburanna (bestu vinkonur Heiðmars Mána) mér það í gær að Heiðmar Máni hefði bitið aðra þeirra og það tvisvar skildist mér og leikskólinn sagði mér ekki neitt. Þetta er í annað sinn sem upplýsingar virðast ekki skila sér nógu vel á milli þarna. í hitt skiptið tengdist það atviki sem Hafsteinn lenti í og hefði þurftað komast beint inn á borð hjá leikskólastjóranum og deildarstjóranum hans en gerði það ekki fyrr en ég bar það undir þær. (Það var annað barn sem meig á Hafstein úti fæ enn klígju þegar ég hugsa um það. Og við erum ekki að tala um á skóinn hans nei á hann viljandi og upp í eyrað á honum.)

Þetta er svakalega stórt hús sem Nonni og Ingibjörg voru að kaupa örugglega 400 fm. Hafsteinn og Natan voru svo góðir saman og Natan ætlar að koma í heimsókn til okkar í dag. Hafsteini hlakkar svo til að fá hann í seimsókn.

Allavega hætt að bulla og farin að vinna. Saumaði ekkert í gær sökum þess að við komum svo seint heim frá Nonna og Ingibjörgu.

Hafrún Ásta sem verður með harðsperrur í fótunum á morgun pottþétt.

11 október 2005

Harry Potter og eldbikarinn

eða Harry Potter & the goblet of fire. Hún kemur í bíó bráðum 25. nóvember og ég get varla beðið. Hverjum langar með mér á hana?

Hafrún Ásta Harry Potter fan hehe ef einhver skildi ekki vita það nú þegar. ;o)

nesti, harðsperrur og nýir skór

Ég er með harðsperrur á stað sem ég hef aldrei fengið þær áður. öxlunum og undir höndunum og jú í upphandleggsvöðvunum hehe. Svona er að mæta eldsnemma á morgnana í leikfimi ákveðin bilun í því ....

Svo matur hjá Nonna og Ingibjörgu í kvöld loksins að sjá nýja húsið. Það verður stuð höfum ekki séð þau almennilega lengi eða síðan í lok ágúst.

Fann loksins skó eins og mig hefur lengi langað í eru eins eða mjög svipaðir og gömlu hermannaklossarnir mínir er alsátt með þá voða þægilegir og allt.

Er nýbúin að finna nýtt krydd sem er svakagott, svona arabískt kjúklingakrydd er einmitt með afganginn frá í gær með mér í nest.

Jæja læt þetta duga í bili,
Hafrún Ásta með nesti og nýja skó hehe

08 október 2005

Jóla laugardagur

Á laugardögum sauma ég eitthvað jólatengt. Eftir síðasta laugardag var ég komin þetta langt


Nú er ég búin með þessa fyrstu mörgæs og hún lítur því núna svona út.


Lýst bara vel á þetta. En ég ætla að læra og setja svona kögur á trefilinn og húfur sem koma á öðrum mörgæsum.

Hafrún saumakona

07 október 2005

Þoli ekki þegar netið er seint

Manni líður eins og maður þyrfti að skipta úr ADSL í 56 K modem *hrollur* Vonandi fer þetta að lagast hjá mér hef ekki þolimæði í svona bið. hehehe

Í kvöld verður málað í herberginu hans Hafsteins seinasta umferð og svo á morgun verða keyptir skápar og settir upp áður en gestirnir koma Siggi sagði ha hver segir að þú getir ekki slappað af. Humm er maðurinn að grínast hehe.

Kvefið er loksins að byrja að gefa eftir, sem er plús eftir rúman mánuð. Ekki miskilja mig ég er enn hóstandi eins og hundur og nefið er stíflað en bara ekki eins mikið og í gær. Tralalalalalalalalalala

Jæja hef í raun ekki meira að segja svo ég hætti hér
Hafrún Ásta sem geltir minna núna.

06 október 2005

Búin að fá alveg nóg af því að vera veik heima...

svo ég verð bara veik í vinnunni.

Lítið að frétta, Siggi er að verða búinn að mála herbergið hans Hafsteins og svo verða keyptir fataskápar í herbergin og þá losnar kommóða sem kemur fram í stofu og verður hluti af sauma og föndurhorninu mínu. Það verður kúl hlakka rosalega mikið til þess. Svo leiðinlegt að þurfa að ná alltaf í allt og taka allt upp og byrja svo að sauma og gefa sér svo tíma í að ganga frá öllu aftur í stað þess að opan skúffu taka út það sem þú varst með og byrja aftur verður allt annað.
Er enn geltandi eins og vitleysingur og lyfin virðast ekki vera alveg byrjuð að virka. Vona að það fari nú að gerast er orðin frekar leið á þessu.

Nú ættu allir að hafa fengið boðskortin sín í afmælið mitt, hverjir ætla svo að mæta???

Hafrún Ásta, voff voff