15 nóvember 2005

Fengið að láni

Frá Lindu litluskvís

Sneddý leikur... skrifaðu nafnið þitt í kommentin og ég svara þessum spurningum um þig!!!
1.I´ll tell you something random about you
2.I´ll tell you what song/movie reminds me of you
3.I´ll pick a flavor of jello to wrestle you in
4.I´ll say something that only makes sense to you and me
5.I´ll tell you my first/clearest memory of you
6.I´ll tell you what animal you remind me of
7.I´ll ask you something that I´ve always wondered about you

Að öðru
svo undarlegt er það að Hafsteinn hljóp beint að borðinu í gærkvöldi og borðaði þrettán kjötbollur (sojabollur eru ótrúlega góðar og með engri mjólk fyrir Heiðmar Mána) og kartöflumús þá þurfti ég að ná í Heiðmar Mána óvenjulegt og hann borðaði minna en Hafsteinn. Svo sofnaði Hafsteinn bara strax en Heiðmar Máni ekki. Öfugsnúinn dagur hehe.

Jamm en nú er nýr dagur og hann skal vera góður þótt kaldur sé.
Hafrún Ásta

23 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Linda!

Nafnlaus sagði...

Linda Björk

Hafrún Ásta sagði...

Linda (litlaskvís)

1. Þú ert svona manneskja sem mér finnst vera yndisleg og frábær, þú ert alltaf tilbúin til að hjálpa og áhugi þinn á því sem þú ert að sýna manni er mjög smitandi.
2. JEFF BUCKLEY skiptir engu hvaða lag bara JEFF BUCKLEY og BJÖRK
3. Veit ekki alveg dettur fyrst jarðaber í hug en appelsína kom næst í huga minn.
4. kærastinn þinn litli eða tengdasonur???
5. Man hvað mér fannst saumaskapurinn þinn flottur í saumó hjá Elísabetu.
6. ekki viss en dettur dísafugl sem er alveg spertur í hug fyrst.
7. Hefurðu alltaf saumað svona vel eða er þetta eitthvað sem ég get náð líka? (kannski spurning um fullkomnunaráráttu.

Linda Björk Einarsdóttir (hin heitir líka Linda Björk bara Eiríksd. hehe)

1. Mér finnst enn alveg ótrúlegt hvað þú leyfðir mér að sjá glósurnar þínar þegar ég missti af einhverju án þess verða leið á mér.
2. Scooter sennilega hehe
3. súkkulaði
4. röndótta peysan hans Sigurðar.
5. veit ekki vorum náttúrulega alltaf í sömu skólastofu (og/eða bíósal) svo það voru nú svona fyrstu minningarnar svo ekki sé talað um þjóðarbókhlöðuna(national bookbarn) og hittingurinn heima hjá þér það var stuð þá.
6. Hvaða dýr eru yfirleitt ekki mikið kyrr? Greyhound hundur grannur en sterkur og heldur alltaf áfram.
7. Hvernig var það átti ekki að gera mig skipulagða hehe skipulagning 101 kennari Linda.

Nafnlaus sagði...

Sveina hérna...

Asdis sagði...

Ásdís!!

Nafnlaus sagði...

Bergþóra ;) !

Hafrún Ásta sagði...

Sveina

1. Mér finnst við ná rosa vel saman og held að við eigum mikið sameiginlegt.
2. Always look on the bright side of life.
3. appelsínu
4. Sumarbústaðaferð Júhú
5. Þegar þú komst hingað í fyrsta skipti í saumó og skemmtir þér svona líka vel.
6. dýr já hummm að vel hugsuðu máli held ég köttur (persaköttur).
7. Af hverju er ég ekki löngu búin að kynnast þér hehe?

Ásdís

1. Þegar þú komst í fyrsta skipti í saumó hingað varstu allt öðruvísi en ég hélt ekki verri bara öðruvísi (í útliti)
2. Don't worry, be happy.
3. banana
4. Skógarhlíð - hádegismatur
5. sama og 1 eiginilega fyrsti saumóinn sem ég sá þig í.
6. Hvaða dýr var tímon hann var svo hress hehe.
7. Hvenær eigum við að hittast í hádeginu?

Hafrún Ásta sagði...

Bergþóra

1. Mér hefur alltaf fundist ég eiga pínu í þér frá því þú varst pínulítil og finnst það enn.
2.
3. jarðaber þau eru svo sæt á bragðið.
4. ættarklaufagenið
5. Þú varst alveg einstaka fallegt ungabarn svo það er mín fyrsta minning um þig.
6. bangsi ég veit það er ekki dýr eða jú þannig en þú ert bara svo mikill bangsi dúllan mín. Já svo ert nú pínu tignarleg eins og kisa (pjakur kannski)
7. Hef eki hugmynd tel mig nú þekkja þig ágætlega svona sem frænka þín.

deibpia sagði...

Rósa Tom :D

Nafnlaus sagði...

Hæ ég vil líka

Nafnlaus sagði...

Anna Þóra :)

Nafnlaus sagði...

Hafrún nafna þín! ;-) Hvað segirðu um það?

Annars hvað er að frétta, var bara aðeins að kíkja á þig svona upp á fönnið. Bið að heilsa, og endilega lofaðu mér að vera með í leiknum.

Kveðja, Hafrún.

Hafrún Ásta sagði...

Hendi þessu inn á eftir eða í fyrramálið þið sem eftir eruð já þig líka Hafrún ;o)Verð ekki mikið við tölvuna í dag í vinnunni svo er date night í kvöld ;o)

Hafrún Ásta sagði...

Rósa Tom

1. Mér finnst þú hress og skemmtileg
2. ekki viss
3. súkkulaði
4. megi næstu nætur vera svefnsamar og góðar.
5. Þegar ég hitti þig fyrst í saumó og man að mér fannst þú skemmtileg stelpa.
6. Björn - sterk og dugleg
7. veit ekki

Vala

1. Þú ert krútt og takk fyrir gott partý
2. SCOOTER og Duran Duran
3. sítrónu
4. Lala dagmamma
5. á húsfundinum þegar þú stóðst upp.
6. Ljón - ákveðnin uppmáluð
7. Ja það er nú ekki margt sem við höfum ekki sagt hvorri annarri held ég.

Anna Þóra

1. Þessi leikfimi er alveg að gera sig fyrir þig ert orðin alger skutla.
2. Space Jam hehehe mannstu eftir þeirri bíóferð
3. appelsínu
4. Skildi Georg sakna okkar? hehehe
5. í bíl á leiðinni á gullfoss og geysi.
6. Naut - þrjósk og veist hvað þú vilt.
7. Ja það er eflasut ekki margt sem ég ekki veit en ég spyr þig þá bara í einrúmi ;o)

Hafrún Ásta sagði...

Hafrún ég er ekki búina ð gleyma þér en þarf að hætta í kaffi. kemur á eftir

Hafrún Ásta sagði...

Hafrún Pálsdóttir við þekkjumst nú ekki vel en látum á þetta reyna

1. Mér finnst skrýtið þegar ég er að tala við stelpur sem heita það sama og ég.
2. Aerosmith veit ekki af hverju.
3. appelsína
4. Hafrún, Hafrún, Hafrún og svarið var einmitt ég veit hvenær nærveru minnar er ekki óskað... Greyið strákurinn veit eflaust ekki enn að við heitum í alvöru allar Hafrún
5. á Gauknum sjá lið 4.
6. veit ekki.
7. Afhverju slysumst við aldrei til að hittast ekki einu sinni þegar þú bjóst í sömu blokk og vinkona mín. hehe

Altl fínt að frétta ef þú lest bloggið hefurðu eiginlega allar fréttirnar ;o)

Nafnlaus sagði...

Halla frænka þín hér og nú reynir á þig ljúfan!!!

Hafrún Ásta sagði...

Halla frænka hehe

1. Mér hefur alltaf fundist þú vera svona skemmtilega frænkan ;o)
2. lagið Endurfundir.
3. sítrónu (eða sínalcó/zeltser)
4. þrjóskari en andskotinn hvað?
5. Ég man alltaf svona óljóst en samt eftir því þegar ég kom norður til þín og var hjá þér yfir helgi þegar ég var bara 5 ára.
6. naut (þrjóskt og ákveðið já bæði það er ekki það sama ég er til dæmis bara ákveðin ;o)
7. var ég ekki frábærlega hlýðið og þægilegt barn hehehe? Nei bíddu þetta átti að vera um þig er eitthvað sem þú sérð eftir í lífinu?

Asdis sagði...

Við verðum að gera deit einhvern tíman í hádeginu. Maður er svona rétt að komast inn í hlutina þarna en mikið óskaplega vantar að hafa einhverja veitingastaði þarna í göngufjarlægð ;) Ertu í húsi nr. 6 ?

Hafrún Ásta sagði...

jamm það stendur sýslumaðurinn á því það er í botni götunar eins langt frá bensínstöðinni og hægt er. Ert þú ekki í sama húsi og Krabbameinsfélagið? Það er bara næsta hús við mig.

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHA ég bara varð, ég var búin að gleyma þessu Hafrún, Hafrún, Hafrún!!! Garg hvað ég hló þegar ég las þetta.

En hvað varð um þriðju Hafrúnu, veistu það???

Hafrún Ásta sagði...

já ég veit hvar hún er hef ekki heyrt í henni í dálítin tíma en hún er með tvö börn og býr í Breiðholti. á einmitt strák sem heitir Hafsteinn og er fæddur sama ár og minn Hafsteinn.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu já, þú verður nú endilega að skila kveðju til hennar frá nöfnu ykkar! ;-) Bið að heilsa og hafðu það geðveikt gott í sumarbústað!

Kveðja, Hafrún.