28 október 2005

næsti dagur...

allt er þá er þrennt er var þetta ekki þannig ok í gær áreksturinn í dag fann ég annan páfagaukinn liggjandi á botninum í búrinu og hinn lá hjá honum og kúrði hann. Hafsteinn var frekar leiður og vill kaupa nýjan en ég sagði að við mundum bara veita Gísla (sem eftir er og er frekar pirraður og leiður) extra athygli svo honum mundi líða betur. Nú bara bíð ég það á eitthvað eitt eftir að gerast um helgina.

Fór upp á slysó í morgun til að láta athuga mig og læknirinn sagði að þetta gæti versnað alveg næstu 2 vikurnar allavega. getur tekið um 2-3 vikur eða jafnvel 6-8 vikur en ef ég er ekkert skárri eftir 2 vikur eða 3 vikur þá ætti ég að láta líta á mig aftur, en að þetta væri til á skrá ef þetta versnaði. Fattaði það þegar ég var komin út og af stað aftur að ég ætlaði að fá áverkavottorð en býst við að ég geti fengið það hvenær sem er víst þetta er til á skrá. Hann spurði hvort ég ætti verkjatöflur ég sagði svo vera eitthvað hann sagði taktu þær eftir þörfum en helst ekki meira en 2 sterkar á dag. Svo er bara að vona það besta og vera dugleg að hreyfa mig. Ég sagði j´aer í einkaþjálfun svo það reddast. Hann svaraði rólega svona eins og til að ég mundi nú örugglega skilja það að það væri nú ekki það sem hann væri að meina heldur svona venjulega hreyfingu. hehe.

Hafrún Ásta, kjáni og klaufabárður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þÍN VEGNA VONA ÉG AÐ ÞÚ EIGIR RÓLEGA OG VIÐBURÐALAUSA HELGI :)

Nafnlaus sagði...

Verður ekki bara að kaupa páfagauksstelpu fyrir Gísla nú þegar Úi er farinn?

Hafrún Ásta sagði...

veit ekki kannski ég kaupi kærustu handa honum. Já vonandi verður hún viðburðalítil fór í bíó í kvöld kannski ekki besta hugmynd í heimi en myndin var góð.

Litla Skvís sagði...

Æji nei :o( En sorglegt!
Ég vona að það sé bara allt er þegar tvennt er í þessu tilfelli. Vil ekki að það komi meira uppá hjá ykkur!