21 október 2005

Klaufaskapur og lítið minni :o/

Fyrst klaufaskapur; var að elda hakk og spaghettí í gær allt í góðu, ja það var reyndar taglitelle en hey hverjum er ekki sama, Svo ákvað ég að hafa steikt egg með hita pönnuna set olíu rétt passlegt af henni. næ í egg og held áfram að elda á meðan pannan hitnar. Svo kemur að steikingunni og nei ég brenndi mig ekki merkilegt nokk. ég tek eggið og geri svona brot í það og set svo puttana við til að opna eggið og hleypa gumsinu út og skil ekkert í hversu erfiðlega það gengur hvílíka þrjóska eggið. Hugsaði varlega svo ekki fari skurn með það er bara OJ (bara Árni bróðir borðar hana með) nú þegar ég loks næ því í sundur þá já eggið var harðsoðið þá hafði ég sett það þannig í ísskápinn til að nýta það í salat eða eitthvað sniðugt og gleymt því. Það var að vísu ekki skemmt en örugglega ekki gott svona steikt harðsoðið egg.
Nú lítið minni eftir 3 vikur í ræktinni fór og og keypti dragt fyrir partýið annað kvöld. Já ég mundi eftir því og síðan þá hef ég verið á leiðinni með hana í styttingu í morgun mætti ég í vinnuna og uppgötvaði mér til skelfingar að hún var óstytt upp í skáp jamm og afmælið á morgun. Arg hvað gerir maður þá, fer heim nær í hana fer á saumastofu í Fákafen og grátbiður um hraðþjónustu sem ég fékk þær eru æði. Úff talandi um gleymsku.Svona til að toppa allt þá bíður maður fullt af fólki í veislu og fær svo HLUSSUSTÓRA já BÓLU á enniðHafrún Ásta spennt fyrir morgundeginum.

7 ummæli:

Karen sagði...

Murphys Law - það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis my dear!! Þetta hlýtur að þýða að partýið á eftir að heppnast frábærlega :)

Hafrún Ásta sagði...

Já það er eins gott.

Litla Skvís sagði...

Þú hefðir bara átt að biðja mömmu mína að stytta dragtina fyrir þig!

Hafrún Ásta sagði...

hvað heldur þú að ég hafi fattað það er sko minnislaus stundum hehehehehehehehehehe. En þetta reddaðist úff

Nafnlaus sagði...

hehehe ertu búin að smitast af minnisleysi og kæruleysi :P

Hafrún Ásta sagði...

já ætli það ekki hehehe

Nafnlaus sagði...

elskan minnið klikkar með aldrinum...svona er þetta bara. En sammála vinkonu þinni..því meira sem fer úrskeiðis fyrir afmælið..því skemmtilegra verður hjá þér:0)