18 október 2005

Fór ekki í leikfimi í morgun

svo ég svaf til 7 og það var eins og að sofa út ég vaknaði reyndar rétt fyrir 7 á undan klukkunni og mér leið svo vel í morgun. Held ég verði að lauma inn einum og einum svona degi það er svo gott. :o) Hver hefði haldið að það væri eins og að sofa út að sofa til 7?

Annars byrjaði ég á bókinni Svo fögur bein í gær. Ætlaði aðeins að kíkja svona til að byrja á henni og áður en ég vissi af var fyrsti kafli búin (byrjaði frekar seint) og Siggi sagði viltu slökkva ljósið ég er að reyna að sofna. Hlakka til og kvíður fyrir að halda áfram, ég finn til með sögumanninum strax í fyrsta kafla.

Hafrún Ásta útsofin og fín

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég er spennt fyrir þessarri bók, hef heyrt góða hluti um hana ;)

Hafrún Ásta sagði...

Já hún grípur mann strax