29 október 2005

Jæja so far so good

Veðrið í dag var svo gott að ég gat ekki neitað strákunum um að fara út þó ég og Heiðmar Máni höfum bara verið frekar þreytt eftir það. Hafsteinn hefur nú samt verið meira og minna úti í allan dag og notið þess. Enda ekta veður fyrir börn snjór enginn vindur og endalaust stuð með snjóþotu. Kom eiginlega bara inn til að borða hehe. Innipúkinn minn er sko útisnjópúki.
Hafsteinn að renna sér sem er sko aðalstuðið

Heiðmar Máni að labba í snjónum en hann var nú hálfvaltur og þetta virtist þreyta hann töluvert eins og sjá má á næstu mynd.



Gísli er svona að að koma til kom sjálfur út úr búrinu og það heyrist í honum aftur.

Bakið það skríður saman vonandi get ekki setið mjög lengi án þess að standa upp á milli og ég lagði mig í dag áður en ég eldaði. Svínasteik og kartöflur og sósa og Ari Már kíkti í mat.

Vonandi fer þetta batnandi finnst svo erfitt að geta ekki almennilega haldið á Heiðmari Mána þegar hann biður mig um það.

Hafrún Ásta sem ætti ekki að kvarta og þakka fyrir að dagurinn í dag kom ekki með það þriðja hehehe. ;o)

3 ummæli:

Jón Kristján sagði...

Oh, Hafrún, þú verður að setja upp myndir af snjónum! Það eru allar líkur á að við fáum ekkert af honum hér í Konungsríki Dana.

Hafrún Ásta sagði...

okey ekkert mál

Hafrún Ásta sagði...

Það er sko sparkbíll í kassanum og hann hafði fyrir því að ná honum af kommóðunni og ofan í rúmið áður en hann sofnaði ORMUR