01 desember 2005

Búin með tvö atvinnuviðtöl

Og gekk vel í því fyrra og fæ svar í kringum helgina, vonandi í dag. En þó allavega á mánudaginn býst ég við. Þau voru rosalega fín og ég kæmi til með að gera margt og eflaust hafa gaman af. Þetta var á lögmannstofunni. Held samt að ég hafi beðið um allt of lág laun. Þarf að endurskoða verðmat mitt á sjálfri mér.

Fór svo í hitt viðtalið en ég hef lag á að finna þegar ég kem inn hvort það hentar mér eða ekki og ég fann það strax þarna. Ekki að þetta geti ekki verið gefandi starf en þetta er langt að fara og svo get ég ekki hugsað mér það sem framtíðarvinnu.

Hafrún Ásta sem núna bíður spennt.

3 ummæli:

Freyja sagði...

Ég krossa fingur fyrir þig... Vonandi færðu draumastarfið :-)

Nafnlaus sagði...

Ég myndi frekar vilja vinna á lögfræðiskrifstofu...er ekki þessi týpa sem get unnið við ummönnun...vona bara að þegar þarf að hugsa svona um mig í ellinni að það verði ekki allir eins og ég...
En vonandi færðu vinnuna(á lögfræðistofunni:)

Hafrún Ásta sagði...

fæ vonandi svar sem fyrst og þið kæru lesendur fáið pottþétt að vita það mjög fljótlega.