30 desember 2005

Þarf ekki að elda ...

Næst heima fyrr en 2. janúar. Fórum í mat til Nonna og Ingibjargar í gærkvöldi. Og hittum þar tengdamömmu, Arnar Már og Unni mömmu Ingibjargar og það var bara gaman strákarnir (Hafsteinn Vilbergs, Natan Smári og Heiðmar Máni) léku sér og við fórum seint heim eða um 22:30 og strákarnir steinsofnuðu á leiðinni heim hehe voru svo sofandi að þeir vöknuðu ekki við að vera bornir inn né að vera klæddir úr.
Voru svo enn sofandi þegar ég fór í vinnuna í morgun, þeir verða heima með Sigga í dag sökum þess hversu seint þeir fóru að sofa. Ég verð nú að viðurkenna að ég öfundaði þá nú pínu þegar ég fór út og var skítkalt að vera uppí rúmi undir sæng.
Er svo kalt í horninu mínu hérna í vinnunni.

Bíð en spennt eftir símtölum frá allavega nokkrum stöðum vegna vinnu, en á von á því að fólk sé í fríi eða í áramóta/hátíðar gír og ég fái engar fréttir fyrr en eftir áramót. En við skulum vona það besta samt.

Hafrún Ásta sem bíður og bíður og bíður og bíður og bíður og bíður........... og er kalt á meðan ;o)

4 ummæli:

Karen sagði...

Mikið ertu heppin að sleppa við eldamennskuna :)
Alltaf gaman að fá frí!
Og mundu A watched phone never rings!

Hafrún Ásta sagði...

en tucked in your pocket hehe ;o)er nú að reyna að bíða ekki ... Sérstaklega þar sem hún sagði ég ætla að reyna að hringja í meðmælendur í dag og svo í þig. sagðist ætla að reyna að klára þetta í dag. Hey nei ég er ekkert spennt og get vel beðið ;o)

Nafnlaus sagði...

sendi þér rosalega heita "hún-verður-að-fá-almennilega-vinnu" strauma akkúrat núna ;)

Hafrún Ásta sagði...

hehe takk mín sætasta