15 desember 2005

Baukur, baukur en ekki laukur og bréf til sveinka

Þvörusleikir kom í nótt og skildi eftir tvo bauka einn handa hvorum ekki eins en bæði baukar en svona skemmtibaukar; annar er svona töfrabaukur, hinn er bangsímon baukur með rennilás til að opna hann hehe. En Þvörusleikir tók líka með sér miða frá Hafsteini Vilbergs sem á stóð
Kæri jólasveinn, Það á ekki að setja nammi í skóinn nema á laugardögum en ég ætla að geyma það til næsta laugardags. Mig langar svo endilega í bauk (Siggi kom með margar uppástungur og þetta var ein þeirra þar sem þetta var til hehe) eða prumpublöðru. Þinn vinur Hafsteinn Vilbergs

Afrek gærkvöldsins er 16 kort já 16 en bara vegna þess að við hjónin sátum saman í gær og gerðum kort í 3 tíma svo dugleg. Siggi gerði 11 og ég 5. Áður en þið segið HA!! þá eru þau ekki eins sem er bara gaman en Siggi var hvílíkt öflugur í gær það má hann eiga.

Hafrún Ásta sem er rúmlega hálfnuð með kortaföndrið í ár.

2 ummæli:

Karen sagði...

Þið hjónin eru nú meiri rúsínu krúsínurnar!

Hafrún Ásta sagði...

ha við???