27 desember 2005

home sweet home

Já við erum komin heim. Keyrðum í einum rykk í gær 5 og 1/2 tími í mikilli snjókomu og myrkri sem var ekki gott. Ekki er veðrið í dag skárra ROK OG RIGNING. En jólin sem slík voru fín. Náðum að eiga góð jól þrátt fyrir að þau væru pínu tómleg að hluta. Borðuðum mikið og heimsóttum fáa, eða bara afa og ömmu Sigga og svo Höllu og co á annann í jólum á leiðinni heim. Þakkir til Gunna og Lindu fyrir lánið á stólnum sem hefur vonandi skilað sér núna.

Ekki hefði veitt af einum degi heima til að jafna sig eftir svona ferðalag. Hafsteinn fékk að vera heima að leika við Jón Eggert enda beðið eftir því öll jólin (Siggi er heima líka). Þar sem það er aldrei eins afslappandi að vera heima hjá öðrum með börnin sín þar sem maður er alltaf að passa að þeir hafi ekki tekið eitthvað eða gert eitthvað sem húsráðandi er ekki hrifin af. En þannig er það bara og húsráðandi ræður yfir sínu dóti þannig er það bara. Allavega er gott að vera komin heim þótt það hafi verið gaman að fara norður.

Nú er bara að halda áfram að borða hollt sem fór nú fyrir ofan garð og neðan um jólin og eflaust aftur næstu helgi. hehe.

Annars keypti ég mér belti fyrir norðan þar sem ég var að missa buxurnar og belti er ódýrara en að kaupa endalaust nýjar buxur.

Hafrún Ásta komin heim og með tak í bakinu á sama stað og síðast hehe sennilega þessi leiðinda lægð og langi bíltúr í gær...

1 ummæli:

Karen sagði...

Það er alveg sama hversu gaman er í ferðalögum, það er alltaf SVOOOO gott að koma heim!