Afmælið hans Heiðmar Mána á laugardaginn var svo skemmtilegt við fórum á skauta (hann valdi það alveg sjálfur) og fannst það mun skemmtilegra en Hafsteini) en ég skil Hafstein vel enda er ég líka með skakka hæla og platfót eins og hann og var sjálf frekar aum í fótunum eftir þetta og hann var án innleggjana líka ... fattaði ekki að setja þau yfir. Hann fær sem betur fer að velja á sínum degi. Þaðan lá leiðin í Smáralind að kaupa afmælisgjöf handa Heiðmari Mána frá Hafsteini Vilbergs. Nú ja svo valdi Heiðmar Máni að hafa kjúkling og franskar í kvöldmat sem og var kjúlingabitar og franskar hollustan alveg út í gegn. Þetta var mjög skemmtilegur dagur.
Hafrún Ásta bullari
03 október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Á skautum er ég svo sannarlega eins og BELJA á SVELLI :þ
ég var nú ótrúlega fótviss á meðan Hafsteinn spólaði um á meðan Heiðmar Máni vildi hanga á grindinni og fara sem hraðast þá skríkti í honum alveg. Svo hittum við stelpu úr Engjaskóla sem sagði hæ Brúskur og ég sagði "Ha, Brúskur?" og hún svaraði "já hann (Hafsteinn) sagði mér að kalla sig það) hihi
Skrifa ummæli