07 október 2006

Dekurkvöld

í góðum félagsskap.

Já ég fór og hitti Karen Ülrich upp í Baðhúsi í gærkvöldi og við fengum handklæði og náttsloppa (mér hefur alltaf fundist ég hálf bjánaleg í náttslopp en í gær sá ég að ég full bjóanaleg í náttslopp) og skelltum okkur í pottinn og svo í litun og plokkun, andlitsbað, maska og andlits- & axlarnudd. Svo fórum við á Ruby Tuesday's og borðuðum og héldum áfram að kjafta fram eftir. Vá hvað þetta var æðislegt og Karen mín takk fyrir æðislegt kvöld þetta þurfum við að endurtaka seinna með eða án dekursins. Það er alltaf gaman að kjafta svona fram eftir.



jamm beauty is pain haldiði að ég sé bara svona náttúrulega sæt ;o)

Svo í morgun fórum við öll familían út í Egilshöll Hafsteinn Vilbergs í fimleika, Siggi að horfa á, Heiðmar Máni fór í pössunina og ég í leikfimi. Svo fórum við og keyptum okkar ís og fórum svo heim þar sem strákarnir tóku til í herbergjunum sínum og fengu svo poppa og kók og að horfa á vídeó ... Alltaf eitthvað gaman á eftir.

Hafrún Ásta kjánprik og dekurrófa.

2 ummæli:

Karen sagði...

Takk æðislega fyrir kvöldið elskan þetta var alveg frábært!

Hafrún Ásta sagði...

já þetta var svo frábært.