29 október 2006

Sannur baráttukraftur

býr í vinkonu minni henni Ástu. Hún er ótrúlega jákvæð á þessum erfiðu tímu. Hvaða erfiðu tímum?
Í sumar greindist Ásta með ristilkrabba og hann var fjarlægður og þetta tók mikið á hana þar sem hún lenti í lífshættu og þurfti að fara beint í aðra aðgerð. Nú síðan tók eftir lyfjameðferðin við og átti að vera í 6 mánuði. Svo var hún stöðvuð og hún send í athugun aftur og þá fundust 10 meinvörp í lifrinni. Það var athugað hvort hægt væri að gera eitthvað í því frysta/hita/skera en nei þau eru of stór og of mörg. Hún er komin á nýjan lyfjakokteil og mundu flestir verða slappir af því og orkulausir. Þessi stelpa er þriggja barna einstæð móðir sem þarf að eyða mestum tíma sínum á spítölum núna og fá hjálp sem hún þarf að læra að þyggja. Þessi stelpa er ein sú hjartahlýjasta sem ég þekki og góð sál sem hefur þurft að þola alltof mikið yfir ævina enda gæti hún skrifað bók um líf sitt. En hún hefur langt frá því gefist upp þó læknarnir hafi sagt að hún sé fyrst og fremst að kaupa meiri tíma með lyfjunum.
Faðir hennar stofnaði styrktareikning fyrir hana og ég set númerið hér inn. Hvort þið notið það er svo alveg ykkar ákvörðun en munið að vera þakklát fyrir að eiga erfitt með að fara framúr af því að þið "verðið" að fara í vinnuna. Eða eða eitthvað annað sem maður vorkennir sér yfir ... það lagast ekki satt. ?!?!?!

Styrktarsjóður Ástu vinkonu banki 0525-14-102510 kt:090876-5469 meira að segja smáræði hjálpar.

Hafrún Ásta

Engin ummæli: