09 september 2006

Skemmtilegt kvöld

Í gær var æðislegt kvöld hér kom fólk í mat mamma, pabbi, Ari Már bróðir, Frændi, Stella og Jón Kristján. Við borðuðum öll saman saltkjöt og baunir nammi namm!!! Svo spiluðum fram eftir kvöldi og strákarnir fóru bara að sofa svo svakalega góðir og allt í einu uppgötvuðum við að við höfðum ekkert heyrt í strákunum og að þeir væru steinsofnaðir fóru að vísu í seinni kanntinum í rúmið en samt svo duglegir.

Jæja svo kíkti Sigrún og við spiluðum öll og spjölluðum og hlógum svo fórum Frændi, Stella, mamma og pabbi en Jón Kristján, Ari Már og Sigrún urðu eftir og spjölluðu hér frameftir.

Sem sagt mjög skemmtilegt kvöld og takk öllsömul fyrir skemmtilega kvöldstund.

Hafrún Ásta sem hefur gaman af að eiga skemmtilega ættingja.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það vantaði sem sagt bara mig! ja og Jón Fannar, Freyju, Maríönnu og ...... jamm en gott hjá þér að bjóða liðinu í mat og spilerí, vildi ég hefði verið líka;(
knús á línuna ljúfan mín

Hafrún Ásta sagði...

Freyja var að fara til Köben í gærmorgun út september, þú ert á Akureyri, Maríönnu heyri ég aldrei í, Jón Fannar var heima með Sif veika, ... og so on svo þá er það útskýrt en já það hefði verið gaman að hafa ykkur öll kannski um jólin eða á gamlárskvöld.