29 september 2006

jæja já

Alltaf nóg að gera. Ég virðist vera að drukkna í vinnunni hef verið að vinna pínu með heima stundum en hef tekið meðvitaða ákvörðun um að það sé ekki góð hugmynd strákarnir þurfa sína athygli. Ein í vinnunni sagði ja þú þarft bara að fara að segja nei við nýjum verkefnum Hafrún mín hehe sennilega hellingur til í því.

Strákarnir stækka ótrúlega hratt Heiðmar Máni er að verða 3 ára á morgun ótrúlegt ég bara fatta ekki hvernig þetta má vera því ég er alltaf jafn ung og hress ha... Hafsteinn Vilbergs er að byrja á sinni sjöttu lestrarbók.

Ég virðist vera að verða nokkuð góð í að veiða geitunga þeim fyrsta sleppti í lifandi út en sá seinni fékk verri útreið hann spreyaði ég niður með hárspreyi þar til hann var á gluggakistunni og þá setti ég glas yfir hann og fór út og lokaði hurðinni þar gaf hann svo upp öndina en ég lét Sigga um að koma ja líkinu út úr herberginu því ég snerti ekki svona kvikyndi.

Svo er bara að fara á balla á laugardaginn maður verður að fara og dansa pínu er það ekki. Við Siggi ætlum á Broadway á Magna og Dilönu ásamt Á móti sól.

Meira man ég svo ekki. Las að vísu um minnistöflur í dag í blaðinu kannski er það málið.

Hafrún Ásta sem virðist hálf minnislaus stundum.

2 ummæli:

Karen sagði...

Til hamingju með drenginn :)

Hafrún Ásta sagði...

takk takk