22 september 2006

Lasin heima

Ég fór heim úr vinnunni í gær lasinn. Dró mig svo fram úr rúminu í morgun til að fara í sjúkraþjálfun en hann sagði ef þú ert veik þá er ekki hægt að gera þetta svo komdu aftur á þriðjudaginn svo ég sit hérna heima enn veik. við erum að tala um smá beinverki, magakrampa annað slagið, heitt og kalt til skiptis, hausverk og svona þreyta í augunum ... Merkilegast samt er að með þessu öllu virðist ég ekki fá hita. Svo manni finnst maður vera að slæpast að drulla sér ekki í vinnuna. En ég tek helgina í að jafna mig og koma mér svo aftur í vinnuna því þar er sko nóg að gera.

Er að fá nýtt verkefni sem er næstum jafnstórt og það sem ég hef nú þegar svo mig vantar svona 1-2 daga í vikuna hvar sæki ég um það. Eða get ég kannski losað mig við eitthvað af því sem ég er með fyrir. hihi ... ég er með það til prufu en aldrei að vita nema ég taki það alveg að mér ... er spennandi en þá verður mjög mikið að gera hjá mér í vinnunni ekki bara mikið.

Hafrún Ásta lasna sem vann pínu heima í veikindunum hehe en ekki hvað.

4 ummæli:

:Dagbjört dís sagði...

Láttu þér batna greyið mitt

Nafnlaus sagði...

Æi æi vona að þér batni sem fyrst, vonast eftir að geta kíkt á ykkur og helst Jón Fannar og Önnu líka um næstu helgi(mánaðamótin). Væri ekki hægt að hafa sammenkomst hjá þér, þeim eða mömmu þinni á sunnudagseftirmiðdegi áður en við keyrum norður? knús knús og vertu nú góð við þig ljúfan mín.

Nafnlaus sagði...

Þér veitast hér með 2 aukadagar í vikuna! Þegar þú opnar augun er fimmtudagur 21.september, njóttu vel.

Hafrún Ásta sagði...

hihi úps æj æj og ég gleymdi að mæta í vinnuna og á tvo fundi en oh jæja ... Takk fyrir mig