16 janúar 2006

Snjóhús

Já eftir 10 ára sennilega gerði ég snjóhús á ný. Með strákunum og nágrönnum okkar á efri hæðinni. Kristínu, Jóni Eggerti, Elísabetu og Alexanderi Óla. Svo bættist í hópinn Birta sem býr í hinni íbúðinni uppi. Einnig kíktu Karen og Kristófer við og hjálpuðu til. Þetta tók nú um 2 tíma en var nú ekki mjög stórt snjóhús.
Og ég er með harðsperrur eftir allann þennan mokstur hehe já moka upp hrúguna og svo út úr aftur til að þau kæmust inn. En ég tók þó allavega vel á í gær hehe.


Svo fórum við í kaffiboð til Bolla, Sunnu og krakkanna og það er alltaf gaman. Krakkarnir léku sér helling saman og Heiðmar Máni svaf nánast af sér kræsingarnar en ég vakti hann svo hann fengi nú smá kræsingar. Hafsteinn Vilbergs hvarf strax inn í herbergi og sást lítið eftir að hafa borðað.

Fórum svo heim eftir skemmtilegan og atburðarríkan dag.

Hafrún Ásta með harðsperrur og væri svo til í að sauma þessa mynd sem heitir "In the arms of an Angel"

6 ummæli:

Karen sagði...

Vá hvað það hefur verið mikið stuð hjá ykkur :)

Hafrún Ásta sagði...

já svaka gaman hehe

Nafnlaus sagði...

Jiii falleg mynd..er þetta krosssaumur? og hvar fær maður svona fínheit??

Hafrún Ásta sagði...

ég þekki eina sem á munstrið og veit að ég get fengið að nota það litina á ég og efnið kauðir maður svo bara. Ég féll alveg kylliflöt fyrir þessari mynd.

:Dagbjört dís sagði...

vá, æðisleg mynd!
má maður svo snýkja munstrið ?

btw. til lukku með glæsilegt snjóhús ;)

Hafrún Ásta sagði...

já þú mátt ég vissi ekki að þú saumaðir út ;o) hehe alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um vini sína.