28 mars 2006

Svo meira hehe hluti 4

Já þá var SoHo búið og labb um mið London tók við og smá skoðum sjá Big Ben og London Eye sem var auðvitað lokað. Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki átt dag í sightseeing strætóinn og skoða meira annað en HM, Marks & Spencer og Virgin megastore enda verslaði ég svo sem minnst þar. Hefði svo innilega viljað sjá Vaxmyndasafnið og Pétur Pan styttuna og svo margt annað en ég verð bara að fara aftur til London seinna ...
Þegar þetta var allt búið fórum við upp á Hótel og spjölluðum pínu svo var farið í rúmið. Ég gleymdi að gera ráð fyrir tímamismuninum sem byrjaði þá á miðnætti og vaknaði klukkan 10 í stað 9 alveg óvart hehe áttum að fara upp á völl með bíl klukkan 10:45 en Ásta vaknaði eldsnemma og þær skutust á sýninguna pínu og fóru svo heim. En við komumst þetta áfallalaust en ég borðaði ekkert fyrr en í vélinni úff var ég orðin svöng. já og við fjórar tékkuðum inn saman og sátum samt allar á sitthvorum staðnum. máttum hafa 100 kíló allar saman vorum með 105 ásta 18, Álfheiður 13, ég um 30 og Ágústa rest hehe úff já hún keypti hálfa London ég hélt ég hefði keypt mikið en nei hei ekki neitt miðaða við Ágústu.

Hafrún sem var svo glöð að komast heim í fang Sigga og strákanna og það var bara gaman að komast aftur í vinnuna en þessi ferð var ÆÐI!!!!!!!

Væri sko alveg til í að fara til London aftur

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við förum saman einhverntímann e haggi bara...allavega á saumasýningu á næsta ári eða bara aftur á þessu:)

Hafrún Ásta sagði...

Lýst vel á það skvís...

Karen sagði...

Það er nauðsynlegt að taka sightseeing í London. Flott söfn og garðar og kirkjur og dót!
I love London :)

Asdis sagði...

Frábært að fá ferðasögu með myndum og öllu :-) Michael Powell er algjört krútt, það er sko satt hjá þér! hehehe

Nafnlaus sagði...

hehe... fór einmitt með sightseeing bus síðast þegar ég fór... annars var ég búinn að sjá allt fyrir... en það var samt ágætt. Samt mun skemmtilegra að sigla meðfram Thames.
sá pétur pan styttuna líka þá og sonna...

Nafnlaus sagði...

vá þessi ferð hefur verið alger snilld!

maður fattar ekki hvað það er mikið til af svona saumadóti fyrr en maður sér þetta svona allt á einum stað!