28 mars 2006

Jæja London skýrslan hluti 1

Fórum til London á fimmtudaginn og hittum Drífu og Gunna út á flugvelli svo ég prófaði hattinn hans Gunna
Nú svo fórum við í loftið og ég hef grun að ég hafi ekki verið skemmtileg til að ferðast með því Ágústa og sú sem sat hinu megin steinsváfu nema rétt í matnum.

Við lentum í London og þruftum að bíða töluvert eftir töskunum vegna tæknilegra vandamála. Svo komu þær loks og við drösluðum þeim um London á leið okkar á hótelið og á leiðinni í Heatrow express sá ég þetta fræga GAP
Svo á endanum náðum við að skila okkur alla leið á hótelið sem var svona skemmtilega bara 3 mínútur frá sýningasvæðinu.

Svo við tékkuðum okkur inn og hentum töskunum upp og skelltum okkur á sýninguna og kortlögðum svæðið. Keyptum stóru hlutina fyrst því það var eki mjög langt eftir af opnunartímanum þann daginn. En ég keypti mér svona stand með ljósi og munstuhaldara og alles svaka flottur. Og svo ljós fyrir Sveinu eins og ferðaljósið mitt svona dagljósalampa.

Svo var farið að borða og við prófuðum Pizza Express sem eins og Nonni sagði mjög góður staður og maturinn fínn. Svo fórum við á hótelið að skoða nýja góssið og hittum svo næstu ferðalanga á hótelbarnum enda komu þær seint. Svo var farið upp að sýna þeim hvað við hefðum keypt, svo sofið til að vakna snemma næsta dag.

Jamm við vöknuðum snemma og fórum í morgunmat. Svo var haldið aftur á sýninguna og meira skoðað og meira keypt fyrir utan ljósa og standa básinn þá verslaði ég mest við Michael Powell sem er algjört krútt og finnst æði að íslenskar konur séu svona hrifnar af myndunum hans en ég verslaði smá við hann alla dagana. Svo fengum við mynd sem kona þarna tók en hún er óskýr set hana hér samt.
.
Ég vissi ekki einu sinni að það væri til svona mikið af Kreinek garni
Skoðuðum allt og versluðum mikið til dæmis allt Light effects garnið . Reyndum að halda hópinn sem var nú ótrúlega erfitt á svona stóru svæði.

Meira eftir smá...

Engin ummæli: