16 mars 2006

Jæja endalaust skrall á dömunni

síðasta helgi þá var skrallað smá, svo er partý á morgun í vinnunni. Það er aljóðlegt þema og var skiptí hópa fólk dró sér þjóðerni ég er frá Stóra-Bretlandi. Aðrir hópar eru indíjánar, kúrekar, indverjar og mexíkanar. Svo er hver hópur með borðskreytingar, búninga skemmtiatriði og svo framvegis. Við Stór-Bretlingar ætlum að mæta í búningum í vinnuna líka. Ja eða allavega stuttermabolum með nöfnunum okkar á og breska fánanum og svo mynd framan á af eyjunni eða svona næstum því allavega. Svo ætla ég í köflóttu pilsi en það er frekar stutt svo það er nú alveg spurning sko með að fara í buxur bara og taka það bara með. Svo um kvöldið förum við Stór-Bretlingar í fótbolta búninga frá enska boltanum hehe og skemmtum okkur og öðrum fram eftir kvöldi með skemmtilegum leikjum og annari vitleysu.
Við verðum nú í betra skapi en þetta hehe...




Svo er það London næsta fimmtudag anyone see a pattern here hí hí ótrúleg tilviljun en útskýri það betur seinna.

Hafrún Ásta Stór-Bretlingur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara endalaust djamm á þér kona. Fórsu að hreyfa þig í morgun?

Karen sagði...

Duglegur djammari mér líst vel á þig :)

Hafrún Ásta sagði...

hehe var tekin mynd að dagmúnderingu liðsins og verður eflaust tekin önnur í kvöld. Og þá í þeirri múnderingu líka.

Hafrún Ásta sagði...

Anna Þóra hreyfa ja er búin að vera í háum hælum í allan dag telst það með sem kálfa æfing. MUUUUU