19 febrúar 2006

Siggi er kominn heim

Og tók hér upp hverja gjöfina á fætur annarar algjört krútt. Kom líka rétt í tíma til að hugga frúna. Ég svaf nefnilega svo illa í nótt og það segir mér að einhver nákominn mér hafi dáið sem og gerðist, enda vissi ég að það var að koma að því. Amma dó í nótt og hefur beðið eftir því lengi. Hún var mjög friðsæl og ég þakka fyrir að hún fékk að fara fljótt í þetta sinn. Í síðasta skipti gekk allt til baka og hún fékk eitt ár í bónus en nú er það búið.

Bless amma og takk fyrir allt.

11 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Ég samhryggist þér elsku Hafrún mín. Gott að kallinn kom heim á þessum degi og gat knúsað skottuna sína.

Hafrún Ásta sagði...

já gott að fá hann heim. Góð tímasetning

Nafnlaus sagði...

Ég samhryggist þér frænka mín og ykkur systkinunum.

Frændi

Nafnlaus sagði...

Ég samhryggist þér min kæra!!
kv.Linda

Hafrún Ásta sagði...

takk takk

Nafnlaus sagði...

Samhryggist þér ljúfan mín, hún var góð kona og þannig fólk skilur bara eftir góðar minningar. Það er huggun harmi gegn. Svo er sagt að á góðum dögum komi og fari gott fólk!
Knús að norðan þín frænka Halla

Hafrún Ásta sagði...

takk Halla mín já hún var góð kona.

Nafnlaus sagði...

Sendi þér samúðarkveðjur snúllan mín

Kv Ásta

Sonja sagði...

Samúðarkveðjur Hafrún. Gott að hún fór sátt. knús.

Asdis sagði...

Ég sendi þér innilegar samúðarkveðjur, Hafrún mín. *knús* *knús*

Unknown sagði...

Innilegar samúðarkveðjur vegna hennar ömmu þinnar Hafrún mín.