Fórum í Kringluna í dag og keypti bol í Oasis sem er svo æðislegur (fyrir gjafakortið mitt þar). Og svo fórum við í Smáralind til að skoða Legoið og vá þarna var sko margt að finna. Þegar maður labbar inn á svæðið taka Harry Potter og Hagrid á móti manni. Hafsteinn prófaði svo að setjast í formúlubíl (FERRARI) úr legokubbum, honum fannst það æði. Nú svo keyptum við smá lego handa þeim báðum. Fór svo í Oasis í Smáralind (átti gjafakort í Smáralind líka)nú fórum svo að skoða nýju búðina við hliðina á Oasis sem heitir Coast og keypti buxur og skyrtu fyrir gjafakortið bætti við 2000 sem á átti eftir úr kringlunni borgaði annað með því í Kringlunni go Siggi sagði mér að bæta því við í Smáralindinni í staðinn. Nú svo þvældist þar með svona sparitoppur sem er æðislegur þurfti bara að borga hann aukalega ;o).
Nú er ég svo hætt að versla föt í bili. Ja eitthvað verður maður að gera þegar maður hefur tekið 18,5 cm af mittismálinu á 2 mánuðum. já einkaþjálfunninni er lokið og nú er bara að halda áfram samt, og halda sér þó ekki væri nema svona hehe. ekki farin nema um tæp 7 kíló en cm segja sitt. Að vísu hefur síðasta vika verið undarleg og ég því staðið í stað einkum vegna þess að tvo daga í þessari viku fékk ég mér köku (maður verður nú ekki 30 ára oft, reyndar hehe er hver aldur og hvert afmæli EINstakt) nú og svo American Style hamborgarinn á miðvikudaginn. Næsta vika er bara aftur í að vera stillt og dugleg og mæta á æfingar. Þó það sé ekki nema brennsla. Ætla að reyna að byrja á efri hluta líkamans aftur í næstu viku sjáum hvernig bólgurnar ganga niður.
Bíllinn minn verður ekki tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn. Ég sakna hans og verð fegin þegar ég má skila Playmobílnum.
Hafrún Ásta sem bullar á laugardagskvöldi.
05 nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með árángurinn :)
takk takk ;o)
Skrifa ummæli