28 mars 2006

Svo meira hehe hluti 4

Já þá var SoHo búið og labb um mið London tók við og smá skoðum sjá Big Ben og London Eye sem var auðvitað lokað. Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki átt dag í sightseeing strætóinn og skoða meira annað en HM, Marks & Spencer og Virgin megastore enda verslaði ég svo sem minnst þar. Hefði svo innilega viljað sjá Vaxmyndasafnið og Pétur Pan styttuna og svo margt annað en ég verð bara að fara aftur til London seinna ...
Þegar þetta var allt búið fórum við upp á Hótel og spjölluðum pínu svo var farið í rúmið. Ég gleymdi að gera ráð fyrir tímamismuninum sem byrjaði þá á miðnætti og vaknaði klukkan 10 í stað 9 alveg óvart hehe áttum að fara upp á völl með bíl klukkan 10:45 en Ásta vaknaði eldsnemma og þær skutust á sýninguna pínu og fóru svo heim. En við komumst þetta áfallalaust en ég borðaði ekkert fyrr en í vélinni úff var ég orðin svöng. já og við fjórar tékkuðum inn saman og sátum samt allar á sitthvorum staðnum. máttum hafa 100 kíló allar saman vorum með 105 ásta 18, Álfheiður 13, ég um 30 og Ágústa rest hehe úff já hún keypti hálfa London ég hélt ég hefði keypt mikið en nei hei ekki neitt miðaða við Ágústu.

Hafrún sem var svo glöð að komast heim í fang Sigga og strákanna og það var bara gaman að komast aftur í vinnuna en þessi ferð var ÆÐI!!!!!!!

Væri sko alveg til í að fara til London aftur

Enn meira um London hluti 3

Já svo voru teknar myndir af sýningarsvæðinu niðri.




Já og auðvitað keyptum við helling í viðbót en ekki hvað perlur og annað fínerí...
Svo um kvöldið fórum við í SoHo og á kínverskan veitingarstað sem hét því skemmtilega nafni Lee Ho Fook lesist eins og fólk vill. Okkur fannst maturinn ekkert æði en svo miskildum við þjóninn svo að við Ágústa byrjuðum líka að borða matinn þeirra Ástu og Álfheiðar sem vildu ekki smakka á meðan þær "biðu" eftir sínum hehe en þetta fattaðist áður en allt kláraðist hehe ... Sem betur fer fékk nú pínu samviskubit þá.

Meira í næsta bloggi

meira London hluti 2

Svo þegar við vorum búnar að fara á sýninguna þennan daginn þá fórum við í tveggjahæða strætó og niður á Oxford street og í búðir kunni betur við rólegu búðirnar á Kensingston street. Það er frekar erfitt að komast með reisn niður í svona strætó þegar hann er að stöðvast eða hægja á sér hehehe. Svo fórum við aftur heim. En um kvöldið fóru þær Ásta og Álfheiður systir hennar snemma að sofa en við Ágústa fórum út að borða á lítinn krúttlegan ítalskann veitingastað þar sem við fengum okkur forrétt og aðalrétt sem báðir voru svo matarmiklir að ég gat ekki borðað nema helmingin af hvoru og þjónninn hélt mér findist maturinn vondur en nei þetta var geggjað lasagne.
Nú næsti dagur þá hittum við aftur Michael powell og ég náði af honum betri mynd þá. og svo fórum við upp á næstu hæð í fyrsta skipti og sáum allt þar t.d. RISAPRJÓNA og hver segir að karlmenn prjóni ekki.

Svo hittum við nú líka Margareth Sherry sem fannst gaman að 12 days of Christmas SALinu okkar. Nú og auðvitað fengum við líka mynd af henni.

Enn meira í næstu

Jæja London skýrslan hluti 1

Fórum til London á fimmtudaginn og hittum Drífu og Gunna út á flugvelli svo ég prófaði hattinn hans Gunna
Nú svo fórum við í loftið og ég hef grun að ég hafi ekki verið skemmtileg til að ferðast með því Ágústa og sú sem sat hinu megin steinsváfu nema rétt í matnum.

Við lentum í London og þruftum að bíða töluvert eftir töskunum vegna tæknilegra vandamála. Svo komu þær loks og við drösluðum þeim um London á leið okkar á hótelið og á leiðinni í Heatrow express sá ég þetta fræga GAP
Svo á endanum náðum við að skila okkur alla leið á hótelið sem var svona skemmtilega bara 3 mínútur frá sýningasvæðinu.

Svo við tékkuðum okkur inn og hentum töskunum upp og skelltum okkur á sýninguna og kortlögðum svæðið. Keyptum stóru hlutina fyrst því það var eki mjög langt eftir af opnunartímanum þann daginn. En ég keypti mér svona stand með ljósi og munstuhaldara og alles svaka flottur. Og svo ljós fyrir Sveinu eins og ferðaljósið mitt svona dagljósalampa.

Svo var farið að borða og við prófuðum Pizza Express sem eins og Nonni sagði mjög góður staður og maturinn fínn. Svo fórum við á hótelið að skoða nýja góssið og hittum svo næstu ferðalanga á hótelbarnum enda komu þær seint. Svo var farið upp að sýna þeim hvað við hefðum keypt, svo sofið til að vakna snemma næsta dag.

Jamm við vöknuðum snemma og fórum í morgunmat. Svo var haldið aftur á sýninguna og meira skoðað og meira keypt fyrir utan ljósa og standa básinn þá verslaði ég mest við Michael Powell sem er algjört krútt og finnst æði að íslenskar konur séu svona hrifnar af myndunum hans en ég verslaði smá við hann alla dagana. Svo fengum við mynd sem kona þarna tók en hún er óskýr set hana hér samt.
.
Ég vissi ekki einu sinni að það væri til svona mikið af Kreinek garni
Skoðuðum allt og versluðum mikið til dæmis allt Light effects garnið . Reyndum að halda hópinn sem var nú ótrúlega erfitt á svona stóru svæði.

Meira eftir smá...

27 mars 2006

Ja það er nú það!

In a Past Life...

You Were: A Kind Jester.

Where You Lived: New Guinea.

How You Died: In Childbirth.

22 mars 2006

LONDON Bridge is calling

Já ég er að fara til London í fyrramálið. Loksins á handavinnusýningu.
Það verður svo klikkað stuð.


Segi ykkur meira þegar ég kem heim.
Hafrún Ásta

21 mars 2006

Ég lofaði mynd

um kvöldið vorum við nefnilega í öðrum búningum og ég var svona


Set inn fleiri seinna

Hafrún Ásta MAN UTD

18 mars 2006

Svaka stuð

já það var svaka stuð í gær og myndavélin auðvitað rafmagnslaus með kvöldinu en ég vonast eftir myndum frá öðrum ...

Svona mætti liðið mitt í vinnuna yfir daginn


En svo mættum við í fótboltagöllum um kvöldið og allir skemmtu sér geðveikt vel vantar mynd af sjálfri mér þannig en redda henni á mánudaginn og hendi henni inn þá.

Hafrún Ásta boltabulla hehe.

16 mars 2006

Jæja endalaust skrall á dömunni

síðasta helgi þá var skrallað smá, svo er partý á morgun í vinnunni. Það er aljóðlegt þema og var skiptí hópa fólk dró sér þjóðerni ég er frá Stóra-Bretlandi. Aðrir hópar eru indíjánar, kúrekar, indverjar og mexíkanar. Svo er hver hópur með borðskreytingar, búninga skemmtiatriði og svo framvegis. Við Stór-Bretlingar ætlum að mæta í búningum í vinnuna líka. Ja eða allavega stuttermabolum með nöfnunum okkar á og breska fánanum og svo mynd framan á af eyjunni eða svona næstum því allavega. Svo ætla ég í köflóttu pilsi en það er frekar stutt svo það er nú alveg spurning sko með að fara í buxur bara og taka það bara með. Svo um kvöldið förum við Stór-Bretlingar í fótbolta búninga frá enska boltanum hehe og skemmtum okkur og öðrum fram eftir kvöldi með skemmtilegum leikjum og annari vitleysu.
Við verðum nú í betra skapi en þetta hehe...




Svo er það London næsta fimmtudag anyone see a pattern here hí hí ótrúleg tilviljun en útskýri það betur seinna.

Hafrún Ásta Stór-Bretlingur

12 mars 2006

djamm og stuð

Í gær fóru strákarnir til ömmu og afa að gista og foreldrarnir skelltu sér á Nings og svo á ball um nóttina. Haldið var ásama Ara Má litla bró (sem er sko miklu stærri en ég samt en það er nú heldur eki erfitt) á Holtakránna í Grafarholti tók dálítinn tíma að finna hana. Og afhverju skildum við hafa farið þangað... Jú stóri bró var að spila og Gunni vinur hans og tveir aðrir sem ég þekki ekki neitt. Við héldum uppi stuðinu þarna og lækkuðum einnig meðalaldur staðarins töluvert. hehe! Þarna var ýmislegt skrýtið fólk á sveimi og tvær konur sem hefðu getað verið mönmur Ara Más (og þá mínar líka hehe) ef ekki jafnvel ömmur. Fannst hann svona líka krúttlegur vildu að hann kæmi að dansa og fleira hehe jú og hann uppskar það að önnur kisti krossinn sinn og setti hann á ennið á honum í þakklætisskyni fyrir að taka töskuna hennar upp úr gólfinu og geyma hana þar til hún hætti að dansa. Svo mikill gentleman hehe. Held honum hafi ekki verið mikið um þessa athygli hehe. En við skemmtum okkur ótrúlega vel og hljómsveitinni eflaust líka hehe. Enda eki oft sem maður sér Keith Richards á hverfisbar í Grafarholti hehe.


Ég sver að það var gæi þar í gær sem var alveg eins og önnur þeirra sem heillaðist svona af Ara Má var svo pottþétt systir hans.

Svo þegar bandið hætti kom til mín karl og sagði ég er búin að vera að horfa á þig *hrollur*
Nú ég spurði hann (já ég var í glasi) "Þú hefur þá kannski verið að horfa á karlinn minn líka." Hvað haldið þið að gæinn hafi gert? Nei hann fór ekki og nei hann sagði ekki oh sorrý hann færði sig yfir til Sigga og fór að segja honum hvað hann ætti dýra íbúð og hvað hann velti miklum peningum í fyrirtækinu sínu. Oh já einmitt þessvegna stundar hann hverfiskrána hehehe. OJ bara og við vorum að tapa okkur í gær úr hlátri á leiðinni heim hvílíkt creepy gæi.

En Ari Már, Siggi minn, Jón Fannar, Gunni (sem tók skotum okar Ara um pásur og annað mjög vel hehe) og Anna sem bættist í hópinn á endanum (eftir að ég sagði henni að ég væri að djúsa hvort hún kæmi ekki líka og jú hún lét sig ekki vanta) takk fyrir skemmtilegt kvöld. Verst að Siggi getur eki sofið út eftir djamm ekki heldur ef hann sofnar klukan 4 hann byrjaði að reyna að vekja mig klukkan 8 svo 10 svo 11 og loks 12 honum leiddist en í stað þess að fara fram að glápa á imbann þá ákvað hann að liggja við hliðina á mér og reyna ða vekja mig reglulega ORMUR...

Hafsteinn hringdi svo um hádegi og spurði hvenær við kæmum að sækja þá og við mættum stuttu seinna eftir góða sturtu og tannburstun ...

Þeir höfðu það víst svaka fínt þar og voru voða þreyttir samt því þeir höfðu vaknað allt of snemma. Nú eru allir að leggja sig hér nema ég en spurning um að gera það líka. Eða fara að sauma. ...........SAUMA fer bara snemma í rúmið í kvöld...

Jæja þá er þetta ofurlanga blogg búið í bili.

Hafrún Ásta Over and out

02 mars 2006

Bara fyrir hana Ernu

og ykkur hin sem hafið húmor.



Jamm gott fólk svona fór ég í vinnuna hehe.
Verður maður ekki að hafa húmor fyrir sjálfri sér.
Hafrún Ásta, kengúra