14 nóvember 2005

Ja það er alltaf spurning



Hvort þetta sé svona

Að öðru helgin var fín. á Laugardaginn fórum við í nýju Blómaval við Húsasmiðjuna í Skútavogi að skoða jólaskraut og svona keyptum ekkert jólaskraut samt ennþá. En þar er deild með lífrænt ræktuðum vörum og við keyptum nú eitthvað þar og svo er þar dýrabúð og við keyptum mat, vítamín og annað slíkt fyrir Gísla og næstum því annan páfagauk hehehe. Svo fórum við í húsasmiðjuna og þar verslaði ég ný kökuform. Sökum leti og nammidagsins var svo bara pizza í matinn því það var megavika hjá Dominos og við notum þær til að prófa nýjar tegundir af pítsum og núna prófuðum við eina nýja Tex Mex og hún er góð (inniheldur; pepperoni, fajitas kjúkling, maísbaunir, rauðlauk og cheddarost). Nú svo gerðist það í fyrsta skipti að ég dottaði yfir mynd um kvöldið en ekki Siggi. Um var að ræða mynd sem ég hef séð en ekki Siggi Hitchhikers guide to the galaxy en ég var bara svo svakalega þreytt. Mér fannst hún enn fyndin og Siggi hló nú annað slagið líka. En við horfðum á Batman Begins á miðvikudgainn og voru bara frekar ánægð með hana bæði. Ég fór nú líka ein í Smáralind til að ná í nýjar buxur sem voru í styttingu og kaupa mér nærföt sem bæði ég og Siggi erum hæstánægð með.

Í gær fórum við 4 í sund og þar sem það er innilaug í Grafarvogi, þá vorum við bara þar, og vá hvað strákunum fannst þetta gaman. Afhverju gerum við þetta þá ekki oftar? Hef ekki hugmynd en litli snillingurinn hann Hafsteinn átti þessu snilldarhugmynd og við munum pottþétt gera þetta aftur fljótlega. Annars voru báðir strákarnir eitthvað pirraðir og þreyttir í gær sennilega fengið of mikið nammi á laugardaginn. Fórum að versla með báða strákana í svona pirrskapi og það var ekki eins gaman og sundferðin hehehe. Svo var vídeo - popptími og horfðum við öll saman á mydnina Vélmenni (Robots) og það var mjög næs stund. Nú við buðum svo Jóni Fannari, Önnu, Sylvíu og Sif í mat og alltaf gaman að sjá þau þó svo að við þurfum nú að fara að drífa okkur að skoða nýju íbúðina þeirra.

Kláruðum svo að horfa á Hitchhikers guide to the galaxy og fórum að sofa.

Fór á æfingu í morgun og þyngdi í nokkrum tækjum bara harka í gangi. Fleira hefur nú bara eiginlega ekki gerst í dag ENNÞÁ.

1 ummæli:

Karen sagði...

So far so gooD