04 nóvember 2005

Æðislegur saumahittingur

Bauð stelpunum heim í gær í afmælishitting; köku og fínerí og vá hvað það var gaman fékk fullt af pökkum og alles. Og fékk loksins að hitta Ásdísi úr allt í kross saumónum mínum. Svo eins og alltaf voru allir svo hressir og Linda Kom með Karítas Árný og hún mátaði flesta og líka Sigga hehe honum fannst hún voða sæt auðvitað en varð víst ekki nógu æstur í eitt enn ;o)

Allavega takk stelpur fyrir gærkvöldið,
Hafrún Ásta sem var þakklát fyrir að þurfa ekki að mæta klukkan 6 í morgun í einkaþjálfun Anna Þóra komst ekki svo við förum á morgun í síðasta einkaþjálfunardaginn og síðustu mælingar sem ég hef pottþétt eyðilagt með kökuáti tvo daga í röð (skammi skamm en svo tekur maður bara aftur á því)

P.S. fann þess tilvitnun úr atómsstöðinni á síðunni hennar Bergþóru Kristínar
„Lauslátar konur eru ekki til, sagði organistinn. Það er hjátrú. Afturámóti eru bæði til kvenmenn sem sofa þrjátíu sinnum hjá einum karlmanni og kvenmenn sem sofa einu sinni hjá þrjátíu karlmönnum."

Engin ummæli: