Það lítur út fyrir að ég föndri þau í ár. Jamm held það bara en ég lofa því samt ekki. En kannski dett ég í gírinn er að fara í Föndru í næstu viku að kíkja á nýjar hugmyndir.
Æji hvað ég svaf samt illa í nótt.
Skelfilega eiginlega og vaknaði hvað eftir annað og öll hljóð pirruðu mig. En ég vaknaði og fór fram úr um 5 við Heiðmar Mána og gat svo ekki sofnað aftur því ég var með svo mikinn hausverk tók verkjatöflu og fór á klóið, skreið svo aftur upp í.
Þá byrjuðu draumfarirnar þar sem ég skildi börnin mín eftir heima og þar af Heiðmar Mána úti í vagni (eitthvað sem ég mundi aldrei í lífinu gera) og fór með bílinn á verkstæði (sem er sko ekki bilaður en hafði verið skemmdur i draumnum). Svo þurfti ég að hjóla til baka og á leiðinni hékk í mér manneskja úr vinnunni sem var að neyða mig til að halda partý þó ég þrætti fyrir það því börnin mín væru heima og þau gætu ekki sofið í partýi og þá sagði hún hvað áttu stórt hjónarúm (WTF).
Mér leið svo illa þegar ég vaknaði og var svo sakbitin að hafa skilið börnin mín svona eftir (þó það hefði verið í draumnum) að þegar síminn vakti mig til að fara á æfingu komst ég varla framúr en svona drafaði einhvern veginn inn á bað pissaði, tannburstaði mig og klæddi mig í einhverju móki og fór í leikfimi. Þar var greinilega ekki gott dagsform allar æfingarnar svo þungar og ég svo skrýtin. Svo er ég nú komin í vinnuna og er skítkalt og þrái rúmið mitt sem btw stendur ekki til boða fyrr en í kvöld því ekki sofna ég á borðinu hér né með strákana heima fyrir kvöldmat eða háttatíma hehe.
Björtu hliðarnar eru þær að þessi dagur hlýtur að skána úr þessu hehe.
Hafrún Ásta föndrari, draumasmiðja og atvinnuleitari
23 nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já hann hlýtur að skána :)
hehe
Skrifa ummæli