21 nóvember 2005

Komin heim

Ja kom heim í gær úr sumarbústaðnum en nennti ekki að blogga þá. Það var æðislega gaman og þið stelpur sem komuð með takk fyrir samveruna þetta var svo NÆS. Sissú sá um aksturinn og auðvitað komumst við á leiðarenda án nokkurra vandkvæða. Við saumuðum út í eitt og borðuðum saman á laugardeginum og Sveina var nú alltaf með í glasi að vísu sama glasinu tók hana rúma 6 tíma að klára úr einu blushglasi hehe. Kjöftuðum, hlógum og skemmtum okkur á allan hátt frábærlega (allavega ég). Fórum svo í Skrínuna á Selfossi og var sú nú glöð að sjá okkur því við jú eyddum dágóðri upphæp þar allar saman. Margir skemmtilegir frasar lifa eftir þessa helgi en einn sá algengasti var ha? "gall og skít á spýtu" en ekki "garn á skít á spýtu". Ásta snillingur og hennar orðatiltæki og misheyrnin mín í sínu besta formi. Hinn var "Ég fíl' að dilla, dilla" endurtekið þrisvar og svo endað með tilheyrandi DILLA og leiknu dilli. Lára, sem svaf í stofunni, sagði þið komið sko ekki fram klukkan 8 eða eitthvað. En þrátt fyrir að hafa ákveðið að vakna snemma til að byrja að sauma þurfti hún ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem við sváfum til 11:30 báða morgnana og vorum því vel hvíldar þrátt fyrir að hafa saumað til 4 um nóttina.

Þetta var æði og verður sko endurtekið eftir áramót hehehe.

Hafrún Ásta sem fór í saumósumó um helgina og naut þess í botn.

5 ummæli:

Karen sagði...

Hljómar eins og æðisleg helgi my dear! En Gall á skít á spýtu hehehehe meiri vitleysan!

Hafrún Ásta sagði...

gall OG skít á spýtu hehehe

Nafnlaus sagði...

Já takk stelpur mínar fyrir þessa helgi...akkúrat sem ég þurfti á að halda...hlakka til næstu ferðar:)

Nafnlaus sagði...

Ég Skemmti Mér KonungLega Um Helgina :)

Vonandi Verður Aftur Farið Í Svona Ferð Áður En Ég Flyt Af Landinu!!!

Takk Fyrir Mig

Hafrún Ásta sagði...

hehe já þetta var æði.