Því henni dat í hug það sem mér datt ekki í hug. Og hvað var það jú að googla það sem maður er að leita af. Hef í tíu ár, ja ok hætti svo sem að leita fyrir svona 4-5 árum, leitað að ilmvatni, sturtusápu og body lotioni sem mér var einu sinni gefið. Hef aldrei átt ilmvatn sem passaði mér betur (í minningunni). Nú og ég hætti að leita þegar ég fann það ekki í Ameríku 1996 og ekki í Glasgow 2002 minnir mig og hvergi hér heima. Hún María Sif sagði afhverju googlarðu það ekki og henti inn nafninu Racine
Og finnur daman ekki bara ilminn og alles. Kannski maður panti þetta reyndar væri það mín heppni að þetta mundi brotna á leiðinni heim.
Hafrún Ásta sem ilmar svo sem ágætlega en gott að vita að þetta er til ef mig skildi langa í þetta aftur.
10 nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Góða helgi sömuleiðis:*
segðu hehe ilmi ilmi og takk Linda mín hún verður vonandi róleg og fín.
knúsímúsímús.....þúrt snilli skvíz ;)
Skrifa ummæli