Jamm fór á hana í gær á 23:15 sýningu með hléi sem er alveg undarlegt að hafa hlé á sýningu sem er svona seint. En myndin stóð fyrir sínu og ég get ekki beðið eftir mynd 5 og 6 og 7 og bók 7 hehehe jamm þessa verð ég að sjá aftur. Ég fylgdist með, ég hló, ég naut mín í botn og mæli hiklaust með henni.
Á laugardaginn fórum við í leikhús á "Ég er mín eigin kona" þungt efni en mjög vel leikið. Ég og mamma vorum alveg ánægðar með stykkið en Siggi og pabbi voru ekki eins hrifnir. Borðuðum í Iðnó líka áður og fengum svínasnitsel í raspi hehe ekki beint svona út að borða matur hehehe og feiti með. Fyrir matargesti er frátekin sæti sem er bara snilld.
Hafrún Ásta Potter
28 nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hmmm 5, 6, og 7?? Er búið að taka þær upp eða á Harry potter að vera mjög fullorðinslegur 'táningur'..finnst þetta grey sem leikur hann einn sá lélegasti leikari í bransanum..;)..en myndin var fín.
hehehe vonandi sem fyrst þeirra vegna. En hann er samt einn ríkasti unglingur Bretlands eftir þetta. Bók 7 er náttúrulega ekki komin en hinar já held að mynd 5 sé í vinnslu kemur vonandi að ári og svo hinar fljótt á eftir teknar upp allar í röð.
Hehehe svona svo þau séu ekki tvítug að leika 16 ára unglinga hehe
Skrifa ummæli