10 nóvember 2006

Svo sem ekki margt að frétta.

En við fórum á haustfagnað í vinnunni í kvöld og Magni og vinir stóðu sig vel voru þrír órafmagnaðir og reittu af sér brandarana. Sungu óskalög úr salnum og mitt var Nothing Else Matters og tók Magni það af mikilli snilld og svo spurði vinur hans hvort hann hefði beðið um þetta sjálfur enda hans uppáhalds band. Allavega skemmtum okkur mjög vel. Búið að vera brjálað að gera í vinnunni vorum að opna nýja Krónubúð í Mosfellsbæ og ég fullyrði að hún sé með þeim flottari og þá sérstaklega í lágvöruverslun.

Hef svo sem ekki mikið að segja svo ég held ég hætti núna áður en ég fer að bulla í svefngalsanum hérna og skríði upp í.

Hlakka svo til að hitta hana Ástu Lovísu mína um helgina. Ásta þú ert hetja og þessi viðtöl lýsa svo þinni innri manneskju.

Hafrún Ásta

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

strumpaknús!!!!!!....langaði bara að commenta ;)

Hafrún Ásta sagði...

Já það er eiginlega komin tími á blog sko er alveg að fara að vinna í því ... bara búið að vera svo mikið að gera.