19 nóvember 2006

Snjór

Við fórum í bíó í gær í 9 bíó sem var búið klukkan 23. Sáum Mýrina og hún var bara fín. Sáum sýnishorn á undan og hver veit nema Köld slóð geti verið fín mynd. og mig langar að sjá Börn kanski eru íslenskar myndir að koma til eitthvað. Allavega jújú við fórum fyrst í Regnbogann og þegar loks kom að okkur í röðinni var uppselt á allar myndir og fullt af fólki á eftir okkur í röðinni. Krappý bíó svo við rúntuðum í Háskólabíó í stóra salinn þar sem nóg var af sætum ;o) En aftur að titlinum við komum út og það er ekki alveg eins kalt og áður en við fórum inn. Jú jú við förum heim og ég lýt út um gluggan þegar barnapían fer og sé að það er komið svona skaf svo þegar við förum í háttinn er komið svona hvítt hér og þar. En í morgun voru skaflar út um allt og fyrir bílastæðunum.

Hafsteinn var ekki lengi að dressa sig upp og halda út í sjóinn og reyna að troða niður leið fyrir bílinn því það var verið að ræða að fara í bíó með gengið á Sveitasælu eða eitthvað álíka. Allavega vildi hann greiða leið bílsins svo það klikki sko ekki.

Hafrún Ásta snjóuð inni.

2 ummæli:

Edda sagði...

Háskólabíó klikkar ekki - enda var ágætis náungi á bak við vélarnar þegar þú varst í bíó. lol :-)

Kveðja,
Edda

Hafrún Ásta sagði...

hehe er karlinn þinn að vinna þar?