Var að lesa á bloggi vinkonu minnar að það hafi verið keyrt á dóttir hennar og hún missti andann og maðurinn kom út sagði er allt í lagi og þegar hún svaraði ekki settist hann aftur inn og keyrði í burtu. Er ekki allt í lagi með fólk. Hún virðist sem betur fer hafa sloppið mjög vel en fór í myndatökur og svoleiðis.
Hefur fólk ekki tíma til að hjálpa öðrum og þá sérstaklega fólki sem það á þátt í að eigi í vandræðum.
Hafrún Ásta alveg hneyksluð núna
30 nóvember 2005
Jæja búið að boða mig...
í tvö atvinnuviðtöl og bæði á morgun klukkan 11 og annað um 12.
Tvö gjörólík störf, annað er skrifstofustarf á lögfræðistofu - hljómar spennandi, hitt er á dvalarheimili í Garðabæ í dagvist aldraðra - hljómar ekki eins spennandi.
Hafrún Ásta kveður í bili
Tvö gjörólík störf, annað er skrifstofustarf á lögfræðistofu - hljómar spennandi, hitt er á dvalarheimili í Garðabæ í dagvist aldraðra - hljómar ekki eins spennandi.
Hafrún Ásta kveður í bili
28 nóvember 2005
Harry Potter & the goblet of fire og Hilmir Snær
Jamm fór á hana í gær á 23:15 sýningu með hléi sem er alveg undarlegt að hafa hlé á sýningu sem er svona seint. En myndin stóð fyrir sínu og ég get ekki beðið eftir mynd 5 og 6 og 7 og bók 7 hehehe jamm þessa verð ég að sjá aftur. Ég fylgdist með, ég hló, ég naut mín í botn og mæli hiklaust með henni.
Á laugardaginn fórum við í leikhús á "Ég er mín eigin kona" þungt efni en mjög vel leikið. Ég og mamma vorum alveg ánægðar með stykkið en Siggi og pabbi voru ekki eins hrifnir. Borðuðum í Iðnó líka áður og fengum svínasnitsel í raspi hehe ekki beint svona út að borða matur hehehe og feiti með. Fyrir matargesti er frátekin sæti sem er bara snilld.
Hafrún Ásta Potter
Á laugardaginn fórum við í leikhús á "Ég er mín eigin kona" þungt efni en mjög vel leikið. Ég og mamma vorum alveg ánægðar með stykkið en Siggi og pabbi voru ekki eins hrifnir. Borðuðum í Iðnó líka áður og fengum svínasnitsel í raspi hehe ekki beint svona út að borða matur hehehe og feiti með. Fyrir matargesti er frátekin sæti sem er bara snilld.
Hafrún Ásta Potter
25 nóvember 2005
Busy helgi
Ó já busy helgi framundan.
Í dag eftir vinnu sækja strákana og fara aftur í vinnuna og födnra með fólkinu og strákunum. Svo beint heim að elda því Nonni, Ingibjörg og Natan ætla að koma í kvöld og borða með okkur. SVo fer ég að aðstoða frænku mína. Þetta er bara kvöldið í kvöld.
Svo er laugardagur (nammidagur) gæti verið að ég færi hann um set sjáið afhverju seinna. Barnaafmæli, fara heim og sækja barnapíuna í leiðinni, taka sig til og fara út að borða svo í leikhús svo heim og skutla barnapíunni heim. reyna að borða ekki nammi þann daginn.
Sunnudagurinn er aftur á móti undirlagður í Harry Potter
Já farið verður ég og Sveina heim til Ágústu og horft á myndir 1-3 af Harry Potter í röð og svo brunað beint í Álfabakka til að sjá mynd 4 The goblet of fire og því þarf að geyma nammiátið fyrir þennan dag þetta verða um 11 tímar af Harry Potter (Nei Karen hann heitir ekki Hairy Buttox)
Hafrún Ásta sem viðurkennir fúslega að vera Harry Potter fan
Í dag eftir vinnu sækja strákana og fara aftur í vinnuna og födnra með fólkinu og strákunum. Svo beint heim að elda því Nonni, Ingibjörg og Natan ætla að koma í kvöld og borða með okkur. SVo fer ég að aðstoða frænku mína. Þetta er bara kvöldið í kvöld.
Svo er laugardagur (nammidagur) gæti verið að ég færi hann um set sjáið afhverju seinna. Barnaafmæli, fara heim og sækja barnapíuna í leiðinni, taka sig til og fara út að borða svo í leikhús svo heim og skutla barnapíunni heim. reyna að borða ekki nammi þann daginn.
Sunnudagurinn er aftur á móti undirlagður í Harry Potter
Já farið verður ég og Sveina heim til Ágústu og horft á myndir 1-3 af Harry Potter í röð og svo brunað beint í Álfabakka til að sjá mynd 4 The goblet of fire og því þarf að geyma nammiátið fyrir þennan dag þetta verða um 11 tímar af Harry Potter (Nei Karen hann heitir ekki Hairy Buttox)
Hafrún Ásta sem viðurkennir fúslega að vera Harry Potter fan
24 nóvember 2005
Efnin mín frá Silkweaver
Jæja Linda hér er mynd af þeim.
Aukalega pantaði ég Zweigart 32 ct. Belfast linen Flax stórt.
En í pakkanum voru
Pink Quartz 32 ct. Jobelan 13x18
Terra Cotta 28 ct Cashel linen 18x26 (geðveikt flott efni)
Zweigart 28 count Cashel (Millenium blue)
Permin 32 count linen (chesnut)
Jobelan 28 count (Blue Wing)
Shimmering Aqua 32 count Opalescent Lugana 9x13 (frábært efni sem ég er byrjuð að sauma í sjá mynd að neðan)
Á meðan ég skrifaði þessa færslu kom pósturinn og ég varð öll æst og beið eftir silkweaver pakkanum mínum nema þá var þetta pakki frá Steinu og þá eru allir komnir nema einn. Í honum var saumablað, puntuviskustykki og servíettur.
Hafrún Ásta
Aukalega pantaði ég Zweigart 32 ct. Belfast linen Flax stórt.
En í pakkanum voru
Pink Quartz 32 ct. Jobelan 13x18
Terra Cotta 28 ct Cashel linen 18x26 (geðveikt flott efni)
Zweigart 28 count Cashel (Millenium blue)
Permin 32 count linen (chesnut)
Jobelan 28 count (Blue Wing)
Shimmering Aqua 32 count Opalescent Lugana 9x13 (frábært efni sem ég er byrjuð að sauma í sjá mynd að neðan)
Á meðan ég skrifaði þessa færslu kom pósturinn og ég varð öll æst og beið eftir silkweaver pakkanum mínum nema þá var þetta pakki frá Steinu og þá eru allir komnir nema einn. Í honum var saumablað, puntuviskustykki og servíettur.
Hafrún Ásta
Kaffipróf hvað???
Te!
Þú ert greinilega að taka vitlaust próf, þú átt engan veginn heima hér í kaffiprófinu. Verandi te ertu þó traustur einstaklingur sem bregst ekki vinum þótt lífið liggi við.
Þú ert svart te í vel heitu vatni.
Vídeókvöld
það var eitt slíkt hjá okkur Sigga í gær og tókum við myndina Mr.& Mrs.Smith, sem ég er að vísu búin að sjá. En málið er bara það að Brad Pitt
er svo sætur og mér hefur alltaf fundist það eins og þeir sem hafa þekkt mig eitthvað vita hehehe. Og nokkrir fleiri en Brad Pitt er næstur í röðinni á eftir Sigga sko. Hann færi efst á celebrity kortið ef ég mundi gera slíkt eins og í Friends.
Hafrún Ásta over & out ;o)
er svo sætur og mér hefur alltaf fundist það eins og þeir sem hafa þekkt mig eitthvað vita hehehe. Og nokkrir fleiri en Brad Pitt er næstur í röðinni á eftir Sigga sko. Hann færi efst á celebrity kortið ef ég mundi gera slíkt eins og í Friends.
Hafrún Ásta over & out ;o)
Og leitin heldur áfram...
Nei ekki að draumaprinsinum hann er fundinn og er í vinnunni núna ;o) (Siggi auðvitað) Sem kom heim í gær og byrjaði að borða fékk sér á diskinnog ég byrja að ganga frá þegar ég er búin og fer að taka til nesti af matnum sem eftir var. þá heyrist í mínum " hvað það er aldeilis mín bara byrjuð að taka til nesti og maður ekki búinn að borða ennþá" ég spurði hvort hann vildi þetta líka það var nú enn matur eftir samt en hann sagði nei. Er að venja hann á að borða nóg ekki of mikið ;o)
Að nýrri vinnu ég fer á hverjum degi samviskusamlega inn á þar til gerða vefi og sæki um og sendi umsóknir hingað og þangað. Fæ svo annað slagið tölvupóst sem tilkynnir mér það að umsókn mín hafi verið móttekin svo þetta hlýtur á endanum að gera sig. ;o)
Hafrún Ásta leitandi
Að nýrri vinnu ég fer á hverjum degi samviskusamlega inn á þar til gerða vefi og sæki um og sendi umsóknir hingað og þangað. Fæ svo annað slagið tölvupóst sem tilkynnir mér það að umsókn mín hafi verið móttekin svo þetta hlýtur á endanum að gera sig. ;o)
Hafrún Ásta leitandi
23 nóvember 2005
Hversu vel að þér ertu???
Take my Quiz on QuizYourFriends.com!
Takið endilega þátt það er bara gaman að vera með.
Hafrún Ásta Quizmaker
Takið endilega þátt það er bara gaman að vera með.
Hafrún Ásta Quizmaker
Jólakortin og undarlegar draumfarir
Það lítur út fyrir að ég föndri þau í ár. Jamm held það bara en ég lofa því samt ekki. En kannski dett ég í gírinn er að fara í Föndru í næstu viku að kíkja á nýjar hugmyndir.
Æji hvað ég svaf samt illa í nótt.
Skelfilega eiginlega og vaknaði hvað eftir annað og öll hljóð pirruðu mig. En ég vaknaði og fór fram úr um 5 við Heiðmar Mána og gat svo ekki sofnað aftur því ég var með svo mikinn hausverk tók verkjatöflu og fór á klóið, skreið svo aftur upp í.
Þá byrjuðu draumfarirnar þar sem ég skildi börnin mín eftir heima og þar af Heiðmar Mána úti í vagni (eitthvað sem ég mundi aldrei í lífinu gera) og fór með bílinn á verkstæði (sem er sko ekki bilaður en hafði verið skemmdur i draumnum). Svo þurfti ég að hjóla til baka og á leiðinni hékk í mér manneskja úr vinnunni sem var að neyða mig til að halda partý þó ég þrætti fyrir það því börnin mín væru heima og þau gætu ekki sofið í partýi og þá sagði hún hvað áttu stórt hjónarúm (WTF).
Mér leið svo illa þegar ég vaknaði og var svo sakbitin að hafa skilið börnin mín svona eftir (þó það hefði verið í draumnum) að þegar síminn vakti mig til að fara á æfingu komst ég varla framúr en svona drafaði einhvern veginn inn á bað pissaði, tannburstaði mig og klæddi mig í einhverju móki og fór í leikfimi. Þar var greinilega ekki gott dagsform allar æfingarnar svo þungar og ég svo skrýtin. Svo er ég nú komin í vinnuna og er skítkalt og þrái rúmið mitt sem btw stendur ekki til boða fyrr en í kvöld því ekki sofna ég á borðinu hér né með strákana heima fyrir kvöldmat eða háttatíma hehe.
Björtu hliðarnar eru þær að þessi dagur hlýtur að skána úr þessu hehe.
Hafrún Ásta föndrari, draumasmiðja og atvinnuleitari
Æji hvað ég svaf samt illa í nótt.
Skelfilega eiginlega og vaknaði hvað eftir annað og öll hljóð pirruðu mig. En ég vaknaði og fór fram úr um 5 við Heiðmar Mána og gat svo ekki sofnað aftur því ég var með svo mikinn hausverk tók verkjatöflu og fór á klóið, skreið svo aftur upp í.
Þá byrjuðu draumfarirnar þar sem ég skildi börnin mín eftir heima og þar af Heiðmar Mána úti í vagni (eitthvað sem ég mundi aldrei í lífinu gera) og fór með bílinn á verkstæði (sem er sko ekki bilaður en hafði verið skemmdur i draumnum). Svo þurfti ég að hjóla til baka og á leiðinni hékk í mér manneskja úr vinnunni sem var að neyða mig til að halda partý þó ég þrætti fyrir það því börnin mín væru heima og þau gætu ekki sofið í partýi og þá sagði hún hvað áttu stórt hjónarúm (WTF).
Mér leið svo illa þegar ég vaknaði og var svo sakbitin að hafa skilið börnin mín svona eftir (þó það hefði verið í draumnum) að þegar síminn vakti mig til að fara á æfingu komst ég varla framúr en svona drafaði einhvern veginn inn á bað pissaði, tannburstaði mig og klæddi mig í einhverju móki og fór í leikfimi. Þar var greinilega ekki gott dagsform allar æfingarnar svo þungar og ég svo skrýtin. Svo er ég nú komin í vinnuna og er skítkalt og þrái rúmið mitt sem btw stendur ekki til boða fyrr en í kvöld því ekki sofna ég á borðinu hér né með strákana heima fyrir kvöldmat eða háttatíma hehe.
Björtu hliðarnar eru þær að þessi dagur hlýtur að skána úr þessu hehe.
Hafrún Ásta föndrari, draumasmiðja og atvinnuleitari
22 nóvember 2005
Ný vinna???
Já daman er að leita að nýrri vinnu. Afhverju nú vegna þessa að verkefnið sem ég réð mig í að leysa er að verða búið og því líkur samningnum mínum núna 31. janúar. Fékk símtal áðan þar sem mér var sagt að ég fengi ekki vinnuna, en ef ég hefði sótt um áður en umsagnarfresturinn rann út hefði ég verið mjög sterkur kanditat hehe. Já en ég sá þessa auglýsingu ekki fyrr en í dag hefði betur séð hana á föstudaginn því þá rann þetta út. Hann sagðist bara ekki geta takið mig inn þegar hann var búin að ná hópnum niður í tvo til að velja úr um. En vildi þó hringja í mig og segja mér það sjálfur. Sem var nú svaka gott þoli ekki að fá ekki einu sinni svarið NEI. Vera bara ignoruð hehe!! Kannski breytist eitthvað hér og ég held áfram hér ef eitthvað losnar en ef ekki mun ég án efa skna stelpnanna hérna; Karenar, Maríu Sifjar og Önnu (blogglaus). Svo eru hin hér svaka fín líka en þessar eru þær sem ég tala sennilega mest við. (GREYIÐ ÞÆR) hehehe
Hafrún Ásta atvinnuleitari
Hafrún Ásta atvinnuleitari
21 nóvember 2005
Komin heim
Ja kom heim í gær úr sumarbústaðnum en nennti ekki að blogga þá. Það var æðislega gaman og þið stelpur sem komuð með takk fyrir samveruna þetta var svo NÆS. Sissú sá um aksturinn og auðvitað komumst við á leiðarenda án nokkurra vandkvæða. Við saumuðum út í eitt og borðuðum saman á laugardeginum og Sveina var nú alltaf með í glasi að vísu sama glasinu tók hana rúma 6 tíma að klára úr einu blushglasi hehe. Kjöftuðum, hlógum og skemmtum okkur á allan hátt frábærlega (allavega ég). Fórum svo í Skrínuna á Selfossi og var sú nú glöð að sjá okkur því við jú eyddum dágóðri upphæp þar allar saman. Margir skemmtilegir frasar lifa eftir þessa helgi en einn sá algengasti var ha? "gall og skít á spýtu" en ekki "garn á skít á spýtu". Ásta snillingur og hennar orðatiltæki og misheyrnin mín í sínu besta formi. Hinn var "Ég fíl' að dilla, dilla" endurtekið þrisvar og svo endað með tilheyrandi DILLA og leiknu dilli. Lára, sem svaf í stofunni, sagði þið komið sko ekki fram klukkan 8 eða eitthvað. En þrátt fyrir að hafa ákveðið að vakna snemma til að byrja að sauma þurfti hún ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem við sváfum til 11:30 báða morgnana og vorum því vel hvíldar þrátt fyrir að hafa saumað til 4 um nóttina.
Þetta var æði og verður sko endurtekið eftir áramót hehehe.
Hafrún Ásta sem fór í saumósumó um helgina og naut þess í botn.
Þetta var æði og verður sko endurtekið eftir áramót hehehe.
Hafrún Ásta sem fór í saumósumó um helgina og naut þess í botn.
já kannski sérstakt.
Your Eyes Should Be Violet |
Your eyes reflect: Mystery and allure What's hidden behind your eyes: A quiet passion |
18 nóvember 2005
Hversu skrýtin er ég ...?
You Are 50% Weird |
Normal enough to know that you're weird... But too damn weird to do anything about it! |
Í sumarbústað skemmti ég mér tralla lalalla
Og já há er að fara með saumaklúbbnum upp í sumarbústað um helgina og það verður bara saumað, kjaftað, étið og notið þess að vera barnlaus. Ekki að mér finnist ormarnir mínir leiðinlegir alls ekki en stundum er gott að vera barnlaus og vinda af sér eftir rútínuna.
Svo að einu skemmtilegu.
Eitt orð
Lýstu mér í einu, bara einu orði!
Sendu mér það svo (bara mér), sendu þetta svo til allra vina þinna og sjáðu hvaða skrítnu hluti fólki finnst um þig.
Þið sem gerðuð það í email þurfið ekki að endurtaka það hér hehe.
Hafrún Ásta sem kemur vel AFundin á sunnudaginn heim og alsæl með afslöppunina.
Svo að einu skemmtilegu.
Eitt orð
Lýstu mér í einu, bara einu orði!
Sendu mér það svo (bara mér), sendu þetta svo til allra vina þinna og sjáðu hvaða skrítnu hluti fólki finnst um þig.
Þið sem gerðuð það í email þurfið ekki að endurtaka það hér hehe.
Hafrún Ásta sem kemur vel AFundin á sunnudaginn heim og alsæl með afslöppunina.
17 nóvember 2005
skemmtilegt námskeið.
15 nóvember 2005
Fengið að láni
Frá Lindu litluskvís
Sneddý leikur... skrifaðu nafnið þitt í kommentin og ég svara þessum spurningum um þig!!!
1.I´ll tell you something random about you
2.I´ll tell you what song/movie reminds me of you
3.I´ll pick a flavor of jello to wrestle you in
4.I´ll say something that only makes sense to you and me
5.I´ll tell you my first/clearest memory of you
6.I´ll tell you what animal you remind me of
7.I´ll ask you something that I´ve always wondered about you
Að öðru
svo undarlegt er það að Hafsteinn hljóp beint að borðinu í gærkvöldi og borðaði þrettán kjötbollur (sojabollur eru ótrúlega góðar og með engri mjólk fyrir Heiðmar Mána) og kartöflumús þá þurfti ég að ná í Heiðmar Mána óvenjulegt og hann borðaði minna en Hafsteinn. Svo sofnaði Hafsteinn bara strax en Heiðmar Máni ekki. Öfugsnúinn dagur hehe.
Jamm en nú er nýr dagur og hann skal vera góður þótt kaldur sé.
Hafrún Ásta
Sneddý leikur... skrifaðu nafnið þitt í kommentin og ég svara þessum spurningum um þig!!!
1.I´ll tell you something random about you
2.I´ll tell you what song/movie reminds me of you
3.I´ll pick a flavor of jello to wrestle you in
4.I´ll say something that only makes sense to you and me
5.I´ll tell you my first/clearest memory of you
6.I´ll tell you what animal you remind me of
7.I´ll ask you something that I´ve always wondered about you
Að öðru
svo undarlegt er það að Hafsteinn hljóp beint að borðinu í gærkvöldi og borðaði þrettán kjötbollur (sojabollur eru ótrúlega góðar og með engri mjólk fyrir Heiðmar Mána) og kartöflumús þá þurfti ég að ná í Heiðmar Mána óvenjulegt og hann borðaði minna en Hafsteinn. Svo sofnaði Hafsteinn bara strax en Heiðmar Máni ekki. Öfugsnúinn dagur hehe.
Jamm en nú er nýr dagur og hann skal vera góður þótt kaldur sé.
Hafrún Ásta
14 nóvember 2005
Ja það er alltaf spurning
Hvort þetta sé svona
Að öðru helgin var fín. á Laugardaginn fórum við í nýju Blómaval við Húsasmiðjuna í Skútavogi að skoða jólaskraut og svona keyptum ekkert jólaskraut samt ennþá. En þar er deild með lífrænt ræktuðum vörum og við keyptum nú eitthvað þar og svo er þar dýrabúð og við keyptum mat, vítamín og annað slíkt fyrir Gísla og næstum því annan páfagauk hehehe. Svo fórum við í húsasmiðjuna og þar verslaði ég ný kökuform. Sökum leti og nammidagsins var svo bara pizza í matinn því það var megavika hjá Dominos og við notum þær til að prófa nýjar tegundir af pítsum og núna prófuðum við eina nýja Tex Mex og hún er góð (inniheldur; pepperoni, fajitas kjúkling, maísbaunir, rauðlauk og cheddarost). Nú svo gerðist það í fyrsta skipti að ég dottaði yfir mynd um kvöldið en ekki Siggi. Um var að ræða mynd sem ég hef séð en ekki Siggi Hitchhikers guide to the galaxy en ég var bara svo svakalega þreytt. Mér fannst hún enn fyndin og Siggi hló nú annað slagið líka. En við horfðum á Batman Begins á miðvikudgainn og voru bara frekar ánægð með hana bæði. Ég fór nú líka ein í Smáralind til að ná í nýjar buxur sem voru í styttingu og kaupa mér nærföt sem bæði ég og Siggi erum hæstánægð með.
Í gær fórum við 4 í sund og þar sem það er innilaug í Grafarvogi, þá vorum við bara þar, og vá hvað strákunum fannst þetta gaman. Afhverju gerum við þetta þá ekki oftar? Hef ekki hugmynd en litli snillingurinn hann Hafsteinn átti þessu snilldarhugmynd og við munum pottþétt gera þetta aftur fljótlega. Annars voru báðir strákarnir eitthvað pirraðir og þreyttir í gær sennilega fengið of mikið nammi á laugardaginn. Fórum að versla með báða strákana í svona pirrskapi og það var ekki eins gaman og sundferðin hehehe. Svo var vídeo - popptími og horfðum við öll saman á mydnina Vélmenni (Robots) og það var mjög næs stund. Nú við buðum svo Jóni Fannari, Önnu, Sylvíu og Sif í mat og alltaf gaman að sjá þau þó svo að við þurfum nú að fara að drífa okkur að skoða nýju íbúðina þeirra.
Kláruðum svo að horfa á Hitchhikers guide to the galaxy og fórum að sofa.
Fór á æfingu í morgun og þyngdi í nokkrum tækjum bara harka í gangi. Fleira hefur nú bara eiginlega ekki gerst í dag ENNÞÁ.
11 nóvember 2005
Ekki alveg það sem ég átti von á
Kannski ég ætti að taka þetta próf aftur
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.
Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.
Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.
Hvaða tröll ert þú?
Partítröll
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.
Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.
Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.
Hvaða tröll ert þú?
10 nóvember 2005
KNÚS til Maríu Sifjar
Því henni dat í hug það sem mér datt ekki í hug. Og hvað var það jú að googla það sem maður er að leita af. Hef í tíu ár, ja ok hætti svo sem að leita fyrir svona 4-5 árum, leitað að ilmvatni, sturtusápu og body lotioni sem mér var einu sinni gefið. Hef aldrei átt ilmvatn sem passaði mér betur (í minningunni). Nú og ég hætti að leita þegar ég fann það ekki í Ameríku 1996 og ekki í Glasgow 2002 minnir mig og hvergi hér heima. Hún María Sif sagði afhverju googlarðu það ekki og henti inn nafninu Racine
Og finnur daman ekki bara ilminn og alles. Kannski maður panti þetta reyndar væri það mín heppni að þetta mundi brotna á leiðinni heim.
Hafrún Ásta sem ilmar svo sem ágætlega en gott að vita að þetta er til ef mig skildi langa í þetta aftur.
Og finnur daman ekki bara ilminn og alles. Kannski maður panti þetta reyndar væri það mín heppni að þetta mundi brotna á leiðinni heim.
Hafrún Ásta sem ilmar svo sem ágætlega en gott að vita að þetta er til ef mig skildi langa í þetta aftur.
já þannig er það sko...
Bíllinn er kominn í lag og kominn heim, þvottavélin er kominn í lag, Úi hefur ekki gengið aftur en nei þá bilar fartölvan eða þannig fer viðgerð á eftir fæ hana vonandi á morgun. Er víst eitthvað sambandsleysi á milli móðurborðsins og skjásins eftir rúmt ár en hún er í ábyrgð og þeir geta vonandi lagað þetta eða sagt mér hvort þetta er ekki það og hvort ég hafi gert einhvern fjandan af mér því sjáiði Bluescreen það er eitthvað sem ég get skilið en Whitescreen þá er ég lost. hehe svo ég held að þetta sambandsleysi sé eitthvað sem ég skil því ég skannaði hana sama dag og þetta byrjaði og enginn vírus svo ekki er þetta það.
Hafrún Ásta sem mun bara lesa póstinn í vinnunni og kannski í gömlu seinu heimilistölvunni heima ef ég nenni annars bara verð ég sambandslaus í bili það er fínt.
Hafrún Ásta sem mun bara lesa póstinn í vinnunni og kannski í gömlu seinu heimilistölvunni heima ef ég nenni annars bara verð ég sambandslaus í bili það er fínt.
09 nóvember 2005
Bíllinn minn...
...er kominn heim og það sem meira er kom nýþrifin og bónaður að utan svaka fín alveg. Er svona nýr bíll lykt inn í honum já þetta verkstæði gekk það vel um að þeir þrifu sko vel eftir sig. Var bara ánægð með þá. Finnst bíllinn leita pínu til vinstri og mun hringja í þá í dag en samt held ég sé að rugla kannski pínu ætla að fylgjast með þessu pínu.
Hafrún Ásta alsæl á Peugeotnum sínum
Hafrún Ásta alsæl á Peugeotnum sínum
08 nóvember 2005
Jibbý dibbý dú
hehehe bíllinn minn er tilbúinn og vonandi alveg í lagi ég nenni ekki að standa í að rífast yfir því að hann sé ekki nógu vel viðgerður. Sem þýðir að ég losna við Playmóbílinn í dag.
Vú hú
Hafrún Ásta sem getur ekki beðið eftir að fá bílinn sinn aftur.
Vú hú
Hafrún Ásta sem getur ekki beðið eftir að fá bílinn sinn aftur.
07 nóvember 2005
Ég vissi það sko
að það er allt er þá þrennt er. Þvottavélin bilaði það er númer þrjú. Nú svo ég sagði í vinnunni að nú gæti ég hætt að bíða eftir því þá sagði ein ja ég hef nú heyrt um að fullreynt sé þegar fernt er. ARG!!!! Nei ég held mig við hitt og segi nú þrennt þrennt þrennt. Og hana nú.
Hafrún Ásta ekki svo hjátrúafull.
Hafrún Ásta ekki svo hjátrúafull.
06 nóvember 2005
Harry Potter & the goblet of fire
Jamm hún var heimsfrumsýnd í gær í London og JÁ ég hefði sko viljað vera þar. En verð að bíða til 25. nóvember. En næstu helgi ætlum við nokkrar saman; Sveina, Ágústa og Lára held ég verði með ætlum að taka myndirnar 1-3 á einu kvöldi áður en við förum á hina en þurfum að gera það næstu helgi því við verðum allar saman í sumarbústað helgina eftir. Stuð!!!!!!!!!!
Að öðru þvottavélin okkar er biluð. Skilst að það hafi eitthvað með spöng úr brjóstarhaldara að gera. Svo þvoðið ykkar endilega í svona sértilgerðum poka. ER ógeðslega svekkt kom svona vond hitalykt og allt.
Hafrún Ásta spennt og pínu svekkt yfir að geta ekki þvegið.
Að öðru þvottavélin okkar er biluð. Skilst að það hafi eitthvað með spöng úr brjóstarhaldara að gera. Svo þvoðið ykkar endilega í svona sértilgerðum poka. ER ógeðslega svekkt kom svona vond hitalykt og allt.
Hafrún Ásta spennt og pínu svekkt yfir að geta ekki þvegið.
05 nóvember 2005
LEGO, fatakaup og cm
Fórum í Kringluna í dag og keypti bol í Oasis sem er svo æðislegur (fyrir gjafakortið mitt þar). Og svo fórum við í Smáralind til að skoða Legoið og vá þarna var sko margt að finna. Þegar maður labbar inn á svæðið taka Harry Potter og Hagrid á móti manni. Hafsteinn prófaði svo að setjast í formúlubíl (FERRARI) úr legokubbum, honum fannst það æði. Nú svo keyptum við smá lego handa þeim báðum. Fór svo í Oasis í Smáralind (átti gjafakort í Smáralind líka)nú fórum svo að skoða nýju búðina við hliðina á Oasis sem heitir Coast og keypti buxur og skyrtu fyrir gjafakortið bætti við 2000 sem á átti eftir úr kringlunni borgaði annað með því í Kringlunni go Siggi sagði mér að bæta því við í Smáralindinni í staðinn. Nú svo þvældist þar með svona sparitoppur sem er æðislegur þurfti bara að borga hann aukalega ;o).
Nú er ég svo hætt að versla föt í bili. Ja eitthvað verður maður að gera þegar maður hefur tekið 18,5 cm af mittismálinu á 2 mánuðum. já einkaþjálfunninni er lokið og nú er bara að halda áfram samt, og halda sér þó ekki væri nema svona hehe. ekki farin nema um tæp 7 kíló en cm segja sitt. Að vísu hefur síðasta vika verið undarleg og ég því staðið í stað einkum vegna þess að tvo daga í þessari viku fékk ég mér köku (maður verður nú ekki 30 ára oft, reyndar hehe er hver aldur og hvert afmæli EINstakt) nú og svo American Style hamborgarinn á miðvikudaginn. Næsta vika er bara aftur í að vera stillt og dugleg og mæta á æfingar. Þó það sé ekki nema brennsla. Ætla að reyna að byrja á efri hluta líkamans aftur í næstu viku sjáum hvernig bólgurnar ganga niður.
Bíllinn minn verður ekki tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn. Ég sakna hans og verð fegin þegar ég má skila Playmobílnum.
Hafrún Ásta sem bullar á laugardagskvöldi.
Nú er ég svo hætt að versla föt í bili. Ja eitthvað verður maður að gera þegar maður hefur tekið 18,5 cm af mittismálinu á 2 mánuðum. já einkaþjálfunninni er lokið og nú er bara að halda áfram samt, og halda sér þó ekki væri nema svona hehe. ekki farin nema um tæp 7 kíló en cm segja sitt. Að vísu hefur síðasta vika verið undarleg og ég því staðið í stað einkum vegna þess að tvo daga í þessari viku fékk ég mér köku (maður verður nú ekki 30 ára oft, reyndar hehe er hver aldur og hvert afmæli EINstakt) nú og svo American Style hamborgarinn á miðvikudaginn. Næsta vika er bara aftur í að vera stillt og dugleg og mæta á æfingar. Þó það sé ekki nema brennsla. Ætla að reyna að byrja á efri hluta líkamans aftur í næstu viku sjáum hvernig bólgurnar ganga niður.
Bíllinn minn verður ekki tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn. Ég sakna hans og verð fegin þegar ég má skila Playmobílnum.
Hafrún Ásta sem bullar á laugardagskvöldi.
04 nóvember 2005
Æðislegur saumahittingur
Bauð stelpunum heim í gær í afmælishitting; köku og fínerí og vá hvað það var gaman fékk fullt af pökkum og alles. Og fékk loksins að hitta Ásdísi úr allt í kross saumónum mínum. Svo eins og alltaf voru allir svo hressir og Linda Kom með Karítas Árný og hún mátaði flesta og líka Sigga hehe honum fannst hún voða sæt auðvitað en varð víst ekki nógu æstur í eitt enn ;o)
Allavega takk stelpur fyrir gærkvöldið,
Hafrún Ásta sem var þakklát fyrir að þurfa ekki að mæta klukkan 6 í morgun í einkaþjálfun Anna Þóra komst ekki svo við förum á morgun í síðasta einkaþjálfunardaginn og síðustu mælingar sem ég hef pottþétt eyðilagt með kökuáti tvo daga í röð (skammi skamm en svo tekur maður bara aftur á því)
P.S. fann þess tilvitnun úr atómsstöðinni á síðunni hennar Bergþóru Kristínar
„Lauslátar konur eru ekki til, sagði organistinn. Það er hjátrú. Afturámóti eru bæði til kvenmenn sem sofa þrjátíu sinnum hjá einum karlmanni og kvenmenn sem sofa einu sinni hjá þrjátíu karlmönnum."
Allavega takk stelpur fyrir gærkvöldið,
Hafrún Ásta sem var þakklát fyrir að þurfa ekki að mæta klukkan 6 í morgun í einkaþjálfun Anna Þóra komst ekki svo við förum á morgun í síðasta einkaþjálfunardaginn og síðustu mælingar sem ég hef pottþétt eyðilagt með kökuáti tvo daga í röð (skammi skamm en svo tekur maður bara aftur á því)
P.S. fann þess tilvitnun úr atómsstöðinni á síðunni hennar Bergþóru Kristínar
„Lauslátar konur eru ekki til, sagði organistinn. Það er hjátrú. Afturámóti eru bæði til kvenmenn sem sofa þrjátíu sinnum hjá einum karlmanni og kvenmenn sem sofa einu sinni hjá þrjátíu karlmönnum."
03 nóvember 2005
Apótek
Þar sem maður er alltaf spurð "viltu bíða eftir þessu?" og svarið er iðulega "já takk" svo labbar maður um apótekið og tínir til eitt og annað sniðugt og endar með að versla snyrtivörur. Já snyrtivörur ég sem mála mig aldrei sem er ástæða kaupanna það sem ég á er orðið svo gamalt að það er pottþétt ónýtt varla geymist þetta dót í 5 ár + hehehe. Fékk þó frían bol í kaupbæti. Mæti svo í vinnuna og þar er mér sagt að heildsalan í sama húsi sé með sömu vöru nema hvað ég fæ svaka afslátt þar. Hvernig á ég að vita þannig hluti *HNUSS* ég versla aldrei svona. En allavega ef mér líkar þetta þá veit ég hvar ég kaupi þau næst. hehehe.
Læknir píndi mig en þó bara hægra megin þar sem ég er eins og jókerinn ekki eins hægra megin og vinstra megin virðist bara vera bólgin þar allavega meira bólgin þar svo það er þar sem mér verkjar og sundlar hehe (kannski ekki sundlar en smá kvót í Bubba karlinn) hehe. Fékk bólgueyðandi og verkjalyf til að nota eftir þörfum jamm sem sagt á eftir að nota svona 1-2 töflur af hvoru ef þá það er ekki mjög hrifinin af lyfjum og síst töflum en við sjáum til hvað ég verð stillt.
SVo í kvöld er saumaklúbburinn að koma, svo ég þarf að taka til pínu og baka og svona verð að bjóða þeim upp á eitthvað ;o) Enda er þetta svona afmælishittingur hí hí
Hafrún Ásta 30 ára og 1 dags og enignn hrukka að birtast enn hehe
Læknir píndi mig en þó bara hægra megin þar sem ég er eins og jókerinn ekki eins hægra megin og vinstra megin virðist bara vera bólgin þar allavega meira bólgin þar svo það er þar sem mér verkjar og sundlar hehe (kannski ekki sundlar en smá kvót í Bubba karlinn) hehe. Fékk bólgueyðandi og verkjalyf til að nota eftir þörfum jamm sem sagt á eftir að nota svona 1-2 töflur af hvoru ef þá það er ekki mjög hrifinin af lyfjum og síst töflum en við sjáum til hvað ég verð stillt.
SVo í kvöld er saumaklúbburinn að koma, svo ég þarf að taka til pínu og baka og svona verð að bjóða þeim upp á eitthvað ;o) Enda er þetta svona afmælishittingur hí hí
Hafrún Ásta 30 ára og 1 dags og enignn hrukka að birtast enn hehe
02 nóvember 2005
Stællinn
Jamm brunaði á stælinn með henni Karen og panta sko Heavy Special já humm... Kannski ekki alveg það sem málið snýst um á virkum dögum en ég fékk mér köku í morgun svo hehe. Jamm allavega Karen þessi ormur leyfði mér ekki einu sinni að borga. Maturinn kom náttúrulega allt of seint en við mössuðum þennan matartíma á hummm 50 mínútum í stað 30 en það sagði enginn neitt í vinnunni svo það er ok. HEHE!! Vá hvað borgarinn og franskarnar voru góðar svona einu sinni en ég held mig langi ekki í annan strax og ég leyfði hefði betur bara keypt lítinn en mér finnst kjötið svo gott ég sleppi frekar efri hluta brauðsins svo þá er Heavyinn fínn. hehe
Svo þegar ég kom aftur í vinnuna ja hvað beið mín PAKKI já frá henni Ernu minni *RISAKNÚS* til þín Erna mín þetta kom nú frekar á óvart sko.
Allavega takk fyrir mig Karen mín
Svo þegar ég kom aftur í vinnuna ja hvað beið mín PAKKI já frá henni Ernu minni *RISAKNÚS* til þín Erna mín þetta kom nú frekar á óvart sko.
Allavega takk fyrir mig Karen mín
29 A svo 29 B nei nei bara 30
Það lýtur ekkert svo illa út. Siggi sagði bara hæ gamla mín hehe en þar sem hann er 32 og að verða 33 þá tek ég það nú mátulega alvarlega hehe. Hafsteinn Vilbergs sagði feimnislega til hamingju með afmælið mamma en ég held þú hafir gleymt að syngja fyrir mig þegar ég átti afmæli. Heiðmar Máni sönglaði bara ammæli í dag ammæli í dag hehe. Börn gotta love them. Jamm mætti svo með kökur og brauð og snakk í vinnuna sem fór vel í liðið þó enn hálf gulrótarkaka eftir en eplakakan kláraðist var greinilega góð hef aldrei bakað þannig áður svo það var gott að hún var ekki skelfileg. hehe.
Allavega dúllurnar mínar í dag er maður komin í fullorðinar kvenna tölu hehe.
Hafrún Ásta sem lýtur ekki út fyrir að vera degi eldri en ?? og ætlar að vera bara unglegt gamalmenni.
Allavega dúllurnar mínar í dag er maður komin í fullorðinar kvenna tölu hehe.
Hafrún Ásta sem lýtur ekki út fyrir að vera degi eldri en ?? og ætlar að vera bara unglegt gamalmenni.
01 nóvember 2005
BMI stuðlar og 29+
segja að ég í neðsta kjörþyngdar BMI stuðli eigi að vera 44 kíló HALLÓ er ekki allt í lagi 52 kíló og málið er dautt hehe alls ekki neðar en 50 eða hvað. ef ég set þyngd mína núna og lægð (hæð) mína þá kemur BMI 25.3: Þú ert í ofþyngd. ef þú ert í BMI 25 þá ertu í kjörþyngd. Já það er vandmeðfarið að vera í ofþyngd.
Hafrún Ásta ofþunga hehe sem verður ekki 29 nema í dag svo er það 29+ hehehe
Hafrún Ásta ofþunga hehe sem verður ekki 29 nema í dag svo er það 29+ hehehe
5 ára skoðun
Já Hafsteinn er orðinn 5 ára og fór í skoðun í gær. Hann hefur alveg ofboðslega frjótt ímyndunarafl og þegar hjúkrunarkonan spurði "hvað ertu að teikna?" átti hún ekki von á því að hann talaði út í eitt eftir það um tungl og skrímsli og geimflaugar og ofurhetjur og ýmislegt fleiri sem átti allt að vera á myndinni sem byrjaði með saklausu húsi hehe. En jú hann kom vel út 17 kíló og 103,3 cm og allt í fínu lagi, kannski ekki svo stór en alveg passlegur bara. Svo spurði hann "fæ ég sprautu?" Jú hann skildi fá sprautu, svo skoðar læknirinn hann og allt í fínu með hann svo kemur sprautan og hann situr spenntur þar til hún kom það er um leið og læknirinn stakk henni inn breytist svipurinn. Læknirinn sagði Hafsteini að telja hægt upp að fjórum og Hafsteinn sagði ok og fékk að geyma plásturinn. Hafsteinn horfði á lækninn og sagði ÁIIII þetta er vont eins og það þýddi að hann mundi hætta og sveiflaði plástrinum framan í lækninn (plásturinn núna takk) þá læknirinn minnti hann þá á að telja og fékk , einntveirþrírfjórir og læknirinn sagði nei hægt og Hafsteinn byrjaði aftur að telja hehe það dugði í smá tíma þegar út var komið horfði hann á mig og sagði mamma þetta var vont. Og ég sagði honum hversu duglegur hann hefði verið og hann tilkynnti mér þá að hann ætlaði að sýna krökkunum plásturinn og að hann hefði fengið sprautu nú og það hefði bara verið vont sko.
Í baði í gærkvöldi þurfti að passa plásturinn vel og í morgun var það áhyggjuefni dagsins að hann hefði eflaust dottið af í baðinu en neibb þarna var hann ennþá. Einhvern tíma heyrði ég að plástrar hefðu lækningamátt fyrir börn en hjá Hafsteini virðast þeir bara límast á hann og ekki mega koma af hehehe. Annar máttur en talið var.
Jamm svona er þetta og ég fékk myndir af mömmu og pabba frá Malasíu og vá hvað það virðist vera gaman þar. Nú verð ég að fara þangað líka einn daginn vonandi. Ef Halldór nennir að fá okkur öll 4 í heimsókn.
Hafrún Ásta sem bullar og bullar.
Í baði í gærkvöldi þurfti að passa plásturinn vel og í morgun var það áhyggjuefni dagsins að hann hefði eflaust dottið af í baðinu en neibb þarna var hann ennþá. Einhvern tíma heyrði ég að plástrar hefðu lækningamátt fyrir börn en hjá Hafsteini virðast þeir bara límast á hann og ekki mega koma af hehehe. Annar máttur en talið var.
Jamm svona er þetta og ég fékk myndir af mömmu og pabba frá Malasíu og vá hvað það virðist vera gaman þar. Nú verð ég að fara þangað líka einn daginn vonandi. Ef Halldór nennir að fá okkur öll 4 í heimsókn.
Hafrún Ásta sem bullar og bullar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)