16 maí 2006

"Hef aldrei lent í þessu áður"

Er hægt að lenda í því að keyra drukkinn á staur og stinga af? Ég bara var að velta því fyrir mér. Það er ekki eins og straujaði ljósastaurinn hafi séð manninn koma akandi drukkinn úr afmælinu og hoppað í veg fyrir hann og sagt honum að flýta sér í burtu. En já aftur að ummælum mannsins. "Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður" Aftur auðvitað ekki honum að kenna en ég velti fyrir mér hvað hefur ekki komið fyrir hann áður; að keyra blindfullur á ljósastaur og stinga af, keyra fullur eða vera tekin fyrir það. Hann sagði nánast "Ég hef aldrei verið tekinn fyrir ölvunarakstur" Nei hann hefur hingað til sloppið þannig lýtur það allavega út... Það er nefnilega ekki þannig að maður lendi í svona aðstæðum maður kemur sér í þær sjálfur og hana nú

Ég segi nú bara eftir einn ei aki neinn, og ekki svara eftir tvo akið svo það er ekki ... málið ...

Hafrún Ásta sem er mikið á móti ölvunarakstri þar sem allir í kringum manninn eru komnir í hættu, hvort sem um hans bíl eða aðra á nálægum götum eiga í hlut.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Soldið sammála þessu, ég var einmitt að hugsa þetta þegar ég horfði á þetta viðtal... fyrsta skipti sem hann keyrir á staur og fyrsta skipti sem hann er tekin, en ég er nú alveg pottþétt á því að þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann ekur undir áhrifum. Trúi því ekki að hann hafi bara ákveðið að gera það í þetta fyrsta skipti og er bara gripin og allt þá.

Asdis sagði...

Alveg sammála. Þetta mál er til skammar frá upphafi til enda. Ég vona að hann fái ekki bæjarstjórakosningu í Tuborg, uhm... Árborg meinti ég.