Ég var búin að skrifa langt blogg en gleymdi að kópera það og auðvitað klikkaði að senda það inn og það hvarf *ARG* Svo ég sendi inn minni útgáfu núna.
Í gær var okkar árlega barnaafmæli, við höfum eitt á ári þar sem strákarnir eiga afmæli með mánaða millibili og vina og vandamanna vegna enda óþarfi að draga þetta fólk út tvisvar í sama mánuðinum og strákarnir eru sáttir við þetta sem hentar okkur fínt að gera eitt veisluborð ... Svo þá eru þetta bara 3-4 tímar á ári sem hávaðinn duanr í veislunni og í ár. Já í ár keypti ég knöll og börnin fundu óuppblásin blöðrupakka. Þessu fylgdi auðvitað þónokkur hávaði. En eins og ég sagði þetta er 3-4 tímar á ári. Strákarnir eru alsælir með allt nýja góssið sitt. Þeir fengu svo margt fallegt og litabækur 3 stk hvor, bækur, boli, peysur & sokka og svo helling af dóti auðvitað.
En það sem okkur þykir vænst um er að fá alla okkar yndislegu vini og vandamenn í heimsókn og samgleðjast með okkur. Þó óneitanlega hafi við saknað nokkurar sem sáu sér ekki fært að mæta núna en okkur þykir alveg jafn vænt um það fólk.
En takk öllsömul fyrir komuna í gær þið eruð öll æðisleg.
Hafrún Ásta sem er glöð að eiga svona margar vini og vandamenn sem hana þykir svona vænt um. (þið vitið vel hver þið eruð) *KNÚS* og *KOSSAR* á ykkur öll ...
Meira að segja Nala brosti þreytt eftir daginn.
15 október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
til hamingju með strákana þína ljúfan mín, þeir eru sætir og flottir og full ástæða til að veislast með svona gaura;-) Var hjá ykkur í anda og veit þér þykir vænt um mig þó við kæmum ekki;-) Knúsaðu alla heima hjá þér frá okkur og þig líka;-)
Til lukku með litlu prinsana ;)
takk stelpur og já Halla og Erna líka mér þykir voða vænt um ykkur og ykkar.
Skrifa ummæli