Það hringdi maður hérna áðan og ég svaraði "Hafrún" (Sonja vinkona mín sagðist ekki þola þegar fólk segir bara halló svo ég hef reynt að venja mig á þetta.) Allavega maður segir "ok ert þú konan hans Sigurðar?" "já" var auðvitað svarið en það vissuð þið væntanlega. svo sagði hann eitthvað "ég heiti blablabla (man ekki nafnið) og er að hringja frá Stöð 2 á ekkert að gerast áskrifandi svona fyrir veturinn". Ég svaraði nú "nei við sögðum henni upp fyrir um ári síðan" Hann svarar "Nú afhverju saknarðu ekkert að horfa á hana eða Sýn?" og ég svaraði nei merkilegt nokk þá bara horfi ég minna á sjónvarp og nýt þess." Hann sagði þá þetta gullkorn "Ætlið þið þá bara að horfa á hvort annað í allan vetur?" (Það er ekki eins og maður gæti mögulega horft á skjá 1 eða Rúv nei guð hjálpa manni áður en það gerist híhi) Ég svaraði nú bara með því að segja "Hann er nú bara svo sætur hann Siggi minn svo þetta er nú alveg í fínu lagi." og hvað segir drengurinn "Hann Sigurður Einar er hann svona sætur?" Skildi þessi maður hafa selt margar áskriftir svona þetta var eins og ég vissi hver þetta væri og væri alltaf að spjalla við hann bara.
Ótrúlegt hvað er gert til að reyna að selja manni hluti en ég afþakkaði pent og kvaddi manninn.
Hafrún Ásta sem lætur sko ekkert plata sig.
06 október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ROFL
til hamingju með að vera komin í stöðvar2lausa liðið og njóta þess ;)
en greyið stöð 2 samt
áskriftarsjónvarp er ekki alveg málið á þessum síðustu og verstu...
þetta hljómaði samt meira eins og hann væri að sannfæra þig að kaupa hana ekki
hihi já greyið eitthvað verið að leiðast í vinnunni held ég ...
Skrifa ummæli