03 október 2006

Rockstar Sveitaball

já það sagði Magni allavega í gær. Við skemmtum okkur alveg rosalega vel. Enda var þetta alveg fínasta skemmtun og það gerðust ótrúlegustu hlutir. Það leið yfir ófáa upp við sviðið. Ein hljóp upp á svið og knúsaði og kyssti söng... konuna greyið Dilana var sem betur fer ekki að syngja því bandið var að spila spenntur og Magni gat ekki varist hlátri í miðju lagi ... þessi dama var slitin af Dilönu greyinu og færð í burtu. Og ballið hélt áfram Einhverjum datt líka í hug að gefa Dilönu þungunarpróf og það var merkt á íslensku svo hún þurfti að spyrja magna hvað þetta væri og sprakk svo úr hlátri og spurði svo manneskjuna hvort henni fyndist hún feit. Hí hí. svo skilaði hún bara prufunni. Hún tók líka myndavél hjá einni og tók fullt af myndum á meðan Magni söng af öllu bandinu og sér og alles og skilaði svo vélinni. Ég held að þrátt fyrir hafa ekki séð neitt nema Broadway og Nordica hotel í tvo daga hafi Dilana skemmt sér ágætlega á Íslandi. Ja og Magni hlýtur að vera í góðu formi því hann spilaði á gítar og söng með Dilönu á háhesti



svo má hér sjá smá vídeó af þeim http://www.youtube.com/watch?v=_J52a6VP5s0&mode=related&search=

Við komumst ótrúlega nálægt en ég hef komist að því að það er ekki endilega áfengi sem gerir mann þunnan heldur tóbaksreykur ég var þunn eftir lítinn svefn í morgun. Enda skreið ég í rúmið klukkan 4 í nótt og vaknaði við að Heiðmar Máni var að glamra á gítarinn sinn (hann er með 5 strengi er úr plasti og hefur þurft að þola ýmislegt...gítarinn sko) klukkan 7:30 í morgun. Skildi hann vera músíkkalskur þessi elska. Hann fílar sko rokk sá peyi...
Jæja dagurinn líður og ég veit að ég má oft passa upp á að fylla á þolinmæðis skammtinn minn hérna heima sérstaklega þegar ég er lítið sofinn ég fæ svo mikið samviskubit þegar ég missi þolinmæðina og skamma strákana kannski að óþörfu þegar hægt hefði verið að leysa málið öðruvísi. En allt féll fljótt í ljúfa löð og allir urðu fljótt kátir aftur. Eins og sagt var í fyrirlestri sem ég hef áður vitnað í "enginn hefur enn þakkað nöldri foreldra eða annarra fyrir árangur sinn í lífinu"
Svo er matarboð á eftir Siggi sagði að við værum hreinlega alltaf með matargesti en það er bara gaman að eiga svona marga sem manni þykir vænt um til að bjóða í mat og eyða tíma með. Það er bara gaman. Lambalæri og alles í matinn klikkar aldrei smá sunnudagssteik.

3 ummæli:

Karen sagði...

Hafrún mín þú ert húsmóðir og móðir af guðs náð!

Hafrún Ásta sagði...

já er það ekki æðislegt. Mætti nú allveg þykja meira gaman að þrífa.

Nafnlaus sagði...

http://bratturkarl.spaces.live.com