06 október 2006

Partyljónið í manni

Já maður er nú hættur þessu bæjarrölti en látum þetta vaða.

Þú ættir að drífa þig heim af djamminu þegar.......

Þú hefur algjörlega enga hugmynd um hvar skórnir þínir eru.
(ég hef ekki lent í þessu en ég hef klukkan 3 teipað saman skóinn minn með venjulegu límbandi eins og maður notar til að pakka inn gjöfum því sólinn datt undan og við erum að tala um þykkan sóla.)
Þú varðst að fá einhvern inni á klósetti til að koma og hjálpa þér að tosa upp buxurnar og hjálpa þér af setunni.
(MAn nú ekki eftir því en ég datt einu sinni beint áfram þegar ég stóð upp og datt á hurðina, og fékk svona teppabrunasár á ennið daginn eftir, þá fór ég líka heima að sofa.)
Þig langar alltíeinu rosalega til að lemja einhvern
(Been there og hef því miður einu sinni ætlað mér að gera það og hef lamið frá mér en það var eftir að hafa fengið eitthvað sem lyktaði eins og kardimommudropar blandað í kók yfir lopapeysuna mína, leðurjakkan og hárið heila 2 ltr var ekki glöð þá. Fékk að launum svaka spark í sköflunginn og marðist þokkalega.)
Síðast þegar þú þurftir á klóið sástu að þú leist meira út eins og einhver úr hryllingsbúðinni frekar en gyðjan sem þú varst fyrir nokkrum klukkustundum síðan.
(Hehe er nú ekki þekkt fyrir mikið makeup svo þetta er eitthvað sem hefur aldrei hrjáð mig.)
Klukkan er 5.00, nú á að fara heim. Þú misstir hlöllann þinn í gólfið en tekur hann upp aftur og heldur áfram að borða.
(Oj Oj nei takk borða ekki upp úr gólfinu. En veit um einn sem fór með Hlölla inn á Nonna og þegar honum var bent á þaðp henti hann honum út og annar þar tók hann upp og át hann en hinn keypti sér Nonna í staðinn.)
Þú ferð að gráta
(var nú ekki mikið í því en það hefur eflaust gerst)
Það eru minna en þrír klukkutímar í það að þú átt að vera mætt í vinnu
(Þetta hefur að sjálfsögðu komið fyrir mig eins og aðra)
Þú fannst dýpri hliðina á fyrirtækislúðanum
(Man ekki eftir því heldur en það voru margir nördar að vinna í OZ en allir voða skemmtilegir auðvitað. En engar dýpri hliðar samt takk fyrir)
Maður sem þú ert að daðra við... á fullu, var kennarinn þinn í fimmta bekk.
(Oj Nei takk sko hef ekki lent í því en leikfimiskennarinn minn bauð mér einu sinni í glas í framhaldsskóla en sagði svo nei veistu þetta er ekki rétt og fór svo.)
Þörfin fyrir að byrja týna af þér fötin, klifra uppá borð og syngja er orðin furðulega yfirþyrmandi
(vera í fötunum og dansa upp á borði það er gaman hitt mundi ég ekki gera nokkrum manni enda get ég illa sungið og að afklæðast svo illgjörn er ég ekki.)
Þú ert búin að gleyma hvar þú átt heima
(Neibb saklaus af því á mínu eina blackouti skilaði ég mér heim meira að segja að vísu með vinkonu minni svo kannski henni að þakka.)
Þú ert komin með dimma vískírödd af öllum sígarettunum sem þú hefur reykt í kvöld af því "eins og þú ert búin að segja 20 sinnum" þú reykir bara á fylleríum.
(Held að það væri þá af sígarettureyk annar enda missti ég oft röddina á djamminu en þá komust bara aðrir að ég hef aldrei reykt og er stolt af því.)
Þú öskrar á barþjónnin og sakar hann um að hafa gefið þér hreint gos í glasið, en það er bara af því þú finnur ekki lengur bragðið af vodkanu eða gininu.
(Man nú ekki eftir þessu enda djamma ég oft EDRÚ)
Þú heldur að þú sért komin í rúmið en koddinn þinn minnir furðulega mikið á pizzu
(Úff nei takk fyrir reikninginn takk ég hef aldrei sofið á mat ... :þ)
Þú byrjar öll samtöl með "ekki taka þetta illa upp en..."
(Ég geri nú mitt besta til að móðga ekki fólk og man ekki eftir ða hafa notað þessa setnignu mikið, þið megið leiðrétta mig hér ef ég er að fara með rangt mál.)
Þú fattar ekki að klósettlokið er niðri þegar þú sest á það.
( Nei ..... en næstum því)
Faðmlögin þín og knús fer helst að minna glímuleik með tosum niður andstæðingin taktík
(Nei en ég man að ég faðmaði oft helling af fólki á djamminu því ég átti svo mikið af karlkyns vinum og kunningjum og þannig var bara alltaf heilsað.)
Þú ert svo þreytt að þú vilt bara setjast beint á stéttina, ( og hví ekki!)
(Já, hef líka labbað heim á nælonsokkum (af tónleikum edrú)... mæli ekki með því sérstaklega en nælonsollarnir héldust samt heilir ég er svo (var svo) léttfætt.)
Þú sýnir vinum að stelpur geta alveg pissað standandi ef þeim virkilega langar
( Nei Það hef ég aldrei látið mér detta í hug.)



Hafrún Ásta sem fékk þetta lánað á síðunni hennar Karenar beib sem ég er að fara að hitta í kvöld í stelpudekri og það verður æðislegt... setti mínar eigin athugasemdir inn en ekki hvað.

Engin ummæli: