Fréttablaðið, 05. Október 2006 03:00
Lögregla kvödd á vettvang:
Maður fastur í þvottahúsi
Karlmaður í Vesturbænum þurfti að kalla á lögreglu seint gærkvöld eftir að hafa lent í hremmingum við þvott. Maðurinn greindi lögreglu frá því að hann hefði sett óhreint tau í vélina en það hafi ekki tekist betur til en svo að vélin fór að skoppa um með miklum látum og á endanum hafi hún skorðast við þvottahúsdyrnar.
Lögreglumenn komu manninum til bjargar og hafði varðstjóri á orði að þetta væri eitt dæmið um að þvottar væru ekki karlmannsverk.


Hafrún Ásta sem trúir því að karlmenn séu ekki aular
Engin ummæli:
Skrifa ummæli