Hafsteinn vaknaði klukkan um 12 á miðnætti í nótt og hágrét með miklum ekki og eins og hann ætti í öndunarerfiðleikum og hóstaði svo mjög þurrum hósta á milli. Hann grét svo sárt og við reyndum að róa hann og ákváðum að fara með hann á læknavaktina og Sigrún var hérna og passaði Heiðmar Mána og við lögðum af stað og hringdum til að tékka hvort mikið væri að gera og hún sagði okkur bara að þetta væri barnahæsi og að þetta mundi lagast í gufu eða með að fara svona út með hann. Nú en við fórum samt niður á Barnaspítala þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir og okkur sagt að hann væri með barkabólgu og hann fékk steratöflur leystar upp í vatni og svo svona úðapúst sem hann þurfti að nota í 30 mínútur. Svo þurftum við að bíða í svona 30 míní viðbót og alls vorum við 2 tíma að þessu en hann er hress í dag pínu þreyttur en hress.
Hafrún Ásta
08 október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Strákgreyið!!
Ekki gaman að lenda í svona, ég sendi batakveðjur úr vesturbænum þar sem ég ligg veik sjálf :þ
hann er reyndar heima í dag og ég vinn það sem ég get héðan. hann hóstar svo mikið ennþá greyið.
æjji litli snúllinn, ekki gaman að þessu. knúz og kram úr hfj
knús til kjúklingsins :)
hihi skal skila því Erna mín kjúklingaknús...
Skrifa ummæli