09 október 2006

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Í dag var ég með Hafstein veikan heim (hann hóstaði svo mikið í nótt) og honum finnst allt hóstasaft vont og hálsbrjóstsykur líka. Svo þetta var nú aðallega að passa að hann drykki nóg og hvíldi sig því um leið og hann æsist eða leggst niður þá eykst hóstinn.

Nú jæja svo sæki ég Heiðmar Mána og hann er duglegur í að æsa upp bróðir sinn og öfugt. En það tókst seint og síðar meir að róa þá niður og þá fór Heiðmar Máni að syngja fyrir mig fyrsta lagið sem hann lærði litalagið. En breytingin núna var að hann syngur þetta núna með táknmáli. og kenndi mér það líka þannig. Alveg nei mamma þetta er svona. hihi Hafsteinn fór bara að fíflast því hann vantaði athygli eftir allan daginn ég skil það nú ekki. Svo þegar ég fór að lesa fyrir Heiðmar Mána í kvöld litlu bláu könnuna með litla bláa kettinum sem henti henni í gólfið (vona að ég hafi ekki skemmt endann á bókinni fyrir neinum) þá gerði hann táknin og sagði litla bláa kannann og litlu svarti kötturinn (kisan) á réttum stöðum. Þeir eru svo duglegir þessir strákar mínir.

Svo kom pakki til mín sem var sendur frá USA 8. ágúst í dag ekki seinna vænna var farin að halda að pósturinn æti alla pakka til mín. Ja ég fékk einn í síðustu viku eftir 3 mán ... það var handavinnupakki og þessi líka efni og spes yfirstrikunarpennar.

Hafrún Ásta montna mamma

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir hafa nú ekki gáfunar langt að sækja elskan ;)

Hafrún Ásta sagði...

awww takk alltaf gott að halda að maður sé klár í smá tíma. ehehe

Nafnlaus sagði...

Frábært að Heiðmar Máni skuli vera búinn að læra að syngja með táknum, það er svo gott fyrir krakka að læra slíkt og getur rofið einangrun þeirra barna sem eiga erfitt með talmál. Kysstu sjúklinginn frá mér og stórsöngvarann;-) Þið hjónin fáið líka knús úr norðri!

Nafnlaus sagði...

Talandi um pakka...
Ég er ENNÞÁ að bíða eftir að pakki sem foreldar mínir sendu frá Ítalíu í ágúst birtist hjá mér.

Ég hef heyrt að Ítalir séu ekki þeir bestu varðandi póstþjónustu og að það er mikið stolið þarna:(

Nafnlaus sagði...

Spes yfirstrikunarpennar ??? Tell tell hvad attu vid kona ?


Drifa "andvaka.is i Kina"

Hafrún Ásta sagði...

svona eins og venjulegur kúlupenni þarf ekki að taka af tappa og svo þorna þeir upp svona click it system Drífa mín.