21 júní 2006

Alltaf nóg að gera

Já í þessari familíu er alltaf nóg um að vera. Þriðju helgina í röð fórum við úr bænum og nú norður. Sigrún var að útskrifast. Algjör pæja og óskum við henni til hamingju aftur. Hafsteinn átti viðburðaríkan 17. júní ... Hann fékk sér sundsprett í öllum fötunum og skónum líka, þegar hann datt ofan í lítinn gosbrunn í Lystigarðinum á Akureyri. Þetta gerðist auðvitað þegar við vorum ekki á okkar bíl og því ekki með leikskólatöskuna í bílnum. Svo hann fór út úr garðinum að bílnum sem við vorum á með Ingibjörgu og Natani. Þar var hann strípaður eftir að hafa GÓLAÐ alla leiðina þangað að það mætti enginn sjá hann og að þetta væri ekkert fyndið. Ég barðist við að hlægja ekki. En jú þarna er hann strípaður og fer í kvennmannssokkabuxur af Ingibjörgu og flíspeysu af Natani. Svona var hann skólaus þar til ég var búin að keyra á bílnum, á meðan hann beið í garðinum, að ná í föt í bílinn okkar. Ég sé mest eftir að hafa eki tekið mynd af honum rennblautum á símann. Svo fórum við að fara í sparifötin og í útskriftarveisluna og þar var nú svona líka svaka stuð. Fullt af litlu frænkum (undir 1 árs) alla rhver annarri sætari.
Úr veislunni var haldið í pössun því hjá MA er matur og ball með nánustu um kvöldið. Hafsteinn og Heiðmar Máni lögðu því leið sína til Gunna og Lindu sem eiga hvorki meira né minna en 3 stráka (Daða Örn, Jóhann Inga og Svavar Mána) Það var nú svona líka gaman þar víst að þeir voru ekert á því að koma heim daginn eftir. Svo vonandi hittum við þau nú sem oftast (hér og þar).
Nú svo komum við heim á sunnudeginum. Þá kom í ljós að Gísli var allur hann hafði nógan mat og nóg vatn en virtist ekki hafa jafnað sig á að missa Úa á sýnum tíma hann var alltaf frekar leiður að sjá eftir að hann dó. Hér var sem sagt dálítil sorg í gangi.

En það er verið að aathuga hvað við gerum næst það er hvort við fáum okkur annað dýr og þá hvaða dýr???!!! Það mun bara allt koma í ljós.

Hafrún Ásta sem ætlar að vera í bænum næstu helgi.

5 ummæli:

Karen sagði...

Það er aldeilis flakk á ykkur!
Leiðinlegt með gauksa :(

Hafrún Ásta sagði...

jamm Hafsteinn saknar hans og vildi sjá hvar hann væri núna en ég gat nú ekki farið með barnið niður í ruslageymslu og sagt hér liggur hann Hafsteinn minn. En hann teiknaði bara kross handa honum í staðinn. og Úa líka teiknaði mynd af þeim og kross og það virtist duga honum.

Nafnlaus sagði...

...hmm í mínu ungdæmi voru gæludýrin nú jörðuð út í garði en ekki í ruslageymslu..;)...og smá hugmynd að næsta dýri...var ekki Hafsteinn búin að vera að biðja um hest?? haha!

Hafrún Ásta sagði...

hehe ég held nú ekki en það hefur verið tekin ákvörðun. Þetta með ruslageymsluna æji ég var að hugsa um að kaupa nýjan alveg eins svo hann fattaði ekki að hann væri allur. dómgreindarleysi sennilega. hehe en nýja dýrið ... verður..






leyndó... þar til það kemur til okkar... eða hvað viljið þið vita það?

Hafrún Ásta sagði...

Jæja ekki mikið leyndó lengur ... búin að fara og skoða kisu litlu.