07 apríl 2006

Óvissuferð???

Með vinnunni en það var að vísu ekki mikil óvissu við vissum alveg hvert förinni var heitið. Við fórum í Pool í Lágmúla. Þar var okkur skipt upp í riðla. ég var í riðli með strák sem sem sagðist aldrei hafa tapað fyrir stelpu í neinu. Þessi kjáni þurfti að éta þau orð ofan í sig í gær þar sem hann asnaðist til að skjóta hvítu með á eftir þeirr svörtu sem þýðir tap. Hann tilkynnti mér það seinna um kvöldið að ég væri undartekningin sem sannaði regluna. Þeir tveir fyrstu skutu sjálfir án minnar klaufalegu hjálpar þeirr svörtu of fljótt ofan í. Þann fjórða vann ég alveg sjálf "fair & square". Svo keppti ég við þann sem vann hinn riðilinn einnig með fullt hús stiga. Hann vann en það var nokkuð jafnt í endann ég átti bara eina kúlu eftir. Svo var haldið til Öldu í grill og nú voru góð ráð dýr því ég fékk far með Öldu niður eftir og var því bíllaus en "fékk" far með einum sem hafði fengið sér einn eða þrjá bjóra og bað mig því að keyra OK sagði ég. Nú ekki var bíllinn neitt slor jamm og draumur að keyra þennan RISA jeppa sem var flottur að utan sem innan algjör kaggi. Rúntaði á honum inn í Lindahverfi í Kópavogi eftir rauðvíni í grillið og svo í grillið sjálft. Þessi bíll er 350 hestöfl held ég kaupi ekki þannig sjálf er allt of mikið bara strax komin í 80 og maður tekur ekki eftir því. Svo var spjallað, hlegið og étið ummm Nautalundir, bakaðar kartöflur og salat og svo eftirréttur a la Alda geðveitk gott allt saman. Svo var hlegið meira og svo voru allir leystir út með gjöfum og nágranni minn (hinum megin við götuna) og vinnufélagi skutlaði mér eftir bílnum upp í vinnu og ég fór heim.
Frekar snemma en ég átti líka eftir að föndra tvö fermingarkort og skrifa inn í þau. Svo hafði ég ekki séð strákana frá því um morguninn. Heiðmar Máni var sofnaður en ég gat kysst Hafstein góða nótt. Jamm ótrúlega mikið um að vera í social lífinu hjá manni stundum.

Hafrún Ásta undartekningin sem sannar regluna.

2 ummæli:

Karen sagði...

Það hljómar eins og það sé mikið og skemmtilegt félagslíf í nýju vinnunni, sem er æði :)

Hafrún Ásta sagði...

já svaka stuð á manni ...