Við fórum yfir götuna og til Önnu Þóru og krakkanna að gera kökur og leyfa krökkunum að skreyta þær. Þetta var gaman og ákváðum við Anna Þóra að gera þetta að hefð og gera þetta fyrir hver jól. Við borðuðum svo saman.
Skruppum á tónleika sem voru í Hagkaup í Spönginni. Það var fínt að vísu vorum við frekar svekkt að Garðar Thór Cortes söng ekki en hann áritaði diskinn sinn og hann hefur einnig ótrúlega þolinmæði. Afhverju jú Hafsteinn stóð lengi við borðið hjá honum og talaði við hann lengi go mikið og stelpuna sem var að opna diskana fyrir hann sem Hafsteinn tilkynnti mér að hann elskaði hún væri svo sæt. Hann skrifaði á miða fyrir Hafsteinn og svo aftur og þegar han viðurkenndi fyrir Hafsteini að hann kynni ekki að teikna kartöfluhaus (hehehe) þá teiknaði hann bara annann karl fyrir hann. Eins og þetta væri ekki nóg skrifaði hann á hendina á honum líka og leyfði myndatöku.
Nylon kom að vísu bara 3 og sungu eitt lag og sátu í smá stund og Hafsteinn sagðist vilja fara og tala við þær en hætti við strax aftur.
Svo söng Beggi og gaf Hafsteini einnig eiginhandaráritun. Þeir sungu nokkurn lög.
Svo kom Jón Sigurðsson eða 500 kallinn og söng lög af disknum sínum sem við keyptum og hann áritaði en af því að við gáfum ekki upp neitt nafn skrifaði hann heimsins besta fjölskylda á hann hehe svo sætt. og svo söng hann barnalag fyrir börnin og Heiðmari Mána fannst þetta fínt og fór að syngja með hehe. Hafsteinn fór líka að vera með.
Hann var svo góður við strákana leyfði þeim að skottast í kringum sig og Hafsteinn var líka að vera svo góður við litla stelpu sem hann sá þarna og þá kom Heiðmar Máni og tók utan um hana og smellti á hana svaka kossi held að stelpugreyið hafi verið orðin hálfsmeyk. hehe!
Fórum svo heim og settum gaurana í rúmið.
Hafrún Ásta sem er búinað skrifa alltof mikið ótrúlegt ef þið lásuð þó þetta langt.
10 desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Um að gera að leyfa krökkunum aðeins að leika sér í kringum þetta fólk. Ég man þegar ég var að vinna í lindinni þá töluðu allir um hvað það væri 'dautt' fólk að horfa..lítil viðbrögð. Og það reddaði alltaf deginum þegar litlir englar tóku smá þátt:0)
hehe já mínir gera það sko dilla sér og klappa og tala við þá alveg í gríð og erg.
Gaman að þessu :)
Skrifa ummæli